Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 68

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 68
inguna, til þess að geta ábyrgzt aö þeir nái ekki í sulli; siðan bafa menn. þegar þeir voru orðnir nógu gamlir, lát- iD þá jeta sulli, ýmist vrr mönnum eða dýrum, og drepið þá og kruíið eptir nokkurn tíma. Þá hafa menn fundið þessa bandorma í þeim. Til þess að dýrið geti haldizt við og aukið viðkom- una, verður það alltaf að fara þessa hringferð: TTrhund- um í menn eða búpening; úr mönnum eða búpeningi í hundana. Frá þessu er engin undantekning. Þess vegna fá menn hvorki sulli nje bandorma, þó sullir komist nið- ur í þá; og hundarnir hvorki sulli nje bandorma, þó band- ormsegg komist niður í þá. Þessa keðju ætti að vera auðvelt að slita, því að hlekkirnir eru veikir á 2 stöðum. Ef hundum er varnað að jeta sulli, þá fá þeir ekki þessa bandorma, en slíkt tækifæri fá hundarnir ekki, nema þegar skepnum erslátr- að. Til þess að varna þessu þarí ekki kostnaðarsamar tilfærur; það þarf ekkert nema hirðusemi, ekkert annað en það, að hver maður geri sjer að skyldu að hirða alla sulli og grafa þá í jörð eða brenna. Þessi aðferð er kostnað- arminnst, auðveldust og áreiðanlegust. Menn verða þvi að leggja alla rækt við hana. Það lýsir svo miklu hirðu- leysi, að fleygja sullum og láta hunda ná í þá, að menn mættu skammast sín miklu meir fyrir það en að ganga með geitur, því þær eru opt ósjálfráðar. Það er verk, sem hreint og beint ætti skilið hegningu, því það getur orðiö orsök til sjúkdóms og dauða annara. Onnur aðferð, en erfiðari, til þess að útrýma sulla- veikinni, er að varna bandormseggjunum að komast niður í menn. Enginn er sá sóði, að honum sje ljúft að leggja sjer hundasaur til munns, ef hann veit af því; en svipað þessu á sjer þóstað, því að sullirnirkomaúrbandormseggjum úr endagörn hunda. Þau komast með mat eða drykk niður í menn. Það er engin önnur leið til. Að vísu getur leið- in verið löng frá hundinum til mannsins, en vissulega er Éað órækur vottur þrifnaðarskorts, að slík leið er til. ieð þessu er alls ekki sagt, að allir þeir, sem fá sulla- veiki, sjeu sóðar; þeir geta verið sjálfir mestu þrifnaðar- menn, en þeir gjalda þá óþrifnaðar annara. Þeir geta fengið veikina í sig þar sem þeir eru gestir, eða rneð að- fengnum matvælum. Eggin geta tollað við endagat hund- anna eða í hárum þeirra, og slðan dottið niður í neyzlu- vatn, þegar ilátin eru látin standa opin; eða niður í mat í búri eða eldhúsi, þegar hundar fá að ganga þar inni, eða á fisk, sem er breiddur til þurks; eða í matarílát, þeg- ar sá óþrifnaður er hafður frammi, að leyfa hunduin að

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.