Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Síða 72

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Síða 72
Ý mislegt. I líkama mannsins eru 263 bein og 500 vöðvar. Þarm- arnir eru nálsegt 16 alnum á lengd. I fullorðnum manni lieilbrigðum er blóðið 12,5 °/o, semsje, í manni, semer 100 pd. er 12*/2 pd. af blóði. Hjartað er G þuml. að lengd og 4 þurnl að þvermáli og slær 70 sinnum á hverri mínútu, 4200 slög á tíma og 36,792000 slög á ári; við hvert slag spýtir það frá sér 5 lóðum af blóði, eða 656 pundum á stundu hverri. Allt hlóðið i líkamanum fer gegnum hjart- :að á 3 mínútum. Maðurinn andar 1200 sinnum á klukku- stund og hefur 4'/2 pott at' lopti í lungunum. Karlmanns- heilinn er að meðaltali 3^2 pd. en kvennmannsheilinn 2 */4 pd. Allar taugar liggja að heilanum annaðhvort beinlínis eða gegnum mænuna. Húðin er samansett at 3 lögum. Hoptþrýstingin á hverjum ferhyrningsþumlungi er nálægt 14 pund, og hver meðalmaður að stærð ber þá 40,000 pd. af lopti. A hverjum ferhyrningsþumlungi hörundsins eru "3,500 svitaholur eða smugur, sem svitinn gufar út um. Menn þurfa eigi að fara til annara landa til að sjá furðuverk sköpunarinnar, ekki þart lengra að fara en stinga hendinni í sinn eigin barm. * * * t t Hin fyrsta kona, er varð doktor í lögvisi, hjet Caroline Dall og átti heima í New-York. Það var árið 1878; siðan hafa 6 aðrar í Bandaríkjunum fengið slíka nafnbót. * u * Hernaðarkostnað'Ur. Allir vita, að mikið fje gengur til herkostnaðar, þó Islendingar, til allrar hamingju, ekki faaíi af því að segja. Stórþjóðirnar hafa ekki horizt á faanaspjotum síðustu árin, en hafa þó einlægt vopnin í faöndum, og byggja herskip og kastala til sóknar ogvarn- ar, og verja til þess ógrynni íjár árlega. En á ót'riðar- árunum eyða þær þó miklu meira fje, eins og að líkind- nm ræður, og setjum vjer hjer á eptir, hvað helztu styr- jaldir menntuðu þjóðanna hafa kostað, síðastliðin 100 ár, og auk þess hve margir menn hafa látið lífið í styrjöld- nm þessum: 1793—1815, ófriðartími Frakka. er Napoleon I. átti í faöggi við flestar þjóðir Norðurálfunnar, kostaði 25 mill- Jarða króna, 1,900,000 manna ljetu lííið. 1828; ófriðurinn milli Rússa og Tyrkja kostaði 400 milljónir kr.; 120.000 menn fjellu. 1830—40; styrjöldin á Spáni og Portugal kostaði 1000 tnilljónir kr.; 160,000 fjellu. 1830—47; hernaður Frakka í Algier kostaði 760 mill- jónir kr.; 110,000 fjellu. (66)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.