Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Page 34
það jafnvel fyrir fegurð náttúrunnar. Á þessum árum las
hann fuglafræði, og túk að athuga lifsvenjur fuglanna.
Efnafræði lærði hann af Edward hróður sinum, er var
nokkuð eldri en hann, en skólastjóranrm þótti slikt nám
fremur gagnslitið og ávítaði hann oft fyrir hjávinnuna.
Árið 1825 var Darvvin tekinn á hart úr skólanum í
Shrewsbury og sendur til Edinborgar til að nema þar lækn-
isfræð'i, og dvaldi hann þar um 2 ár. Darwin hafði kor.i-
ist á snoðir um, að faðir sinn mundi láta eftir sig svo mik-
ið fé, að óþarft væri fyrir sig að herða sig tnjögvið lækn-
isfræðina og auk þess þótti honum öll læknisfræðiskenslan
við háskólann svo frámunalega leiðinleg, að hann hafði
hennar litil not. A hinn bóginn komst hann þar í kynni
við ýmsa unga náttúrufræðinga og þar mun hafa vaknað
fyrsta hugsunin hjá honum um framsóknarkenninguna
(evolutionina), sem hann varð siðav\svo frægur fyrir. Um
þetta leyti gjörði hann ýmsar smáuppgötvanir í náttúrn-
fræði, en jafnframt stundaði hann alls konar »sport« með
brennandi ákafa.
Paðir hans hafði komist að þvi hjá dóttur sinni, að
Charles Darvvin mundi hafa litinn áhuga á læknisfræðinni
og réð hann þvi af að taka son sinn af báskólannm i Ed-
inborg. Var hann þvi sendur til Cambridge árið 1827 og
átti nú að nema guðfræði. Var honum ekki á móti skapi
að verða prestur, þvi trúarskoðanir hans voru enn ekkert
því til fyrirstöðu. Tók hann nú að lesa guðfræði af mesta
kappi, en ekki var nú orðið meira eftir hjá honum af
griskukunnáttunni en nokkrir stafirnir. Jafnframt stundaði
hann náttúrufræðina af engu minna kappi en áður. Þá er
hann hafði verið þar nærri 4 ár, var honum boðið að vera
með i rannsóknarferð þeirri, er kapteinn Ií Fitzroj^ ætlaði
að fara umhverfis jörðina á skipi því, sem Beagle var nefnt.
Tók hann þvi hoði feginshendi. Lagði skip þetta af stað
frá Plymouth 27. des. 1831, og kom aftur 2. okt. 1836, eft-
ir nærri 5 ára fjarveru. Nú gat Darwin eingöngu gefið
sig við náttúrufræðinni, enda lærði hann firnin öll á ferð
þessari, og gjörði óteljandi athuganir, einkum í jarðfræði
(26)