Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 45
rikiskirkjunni ensk'i og lærdómsmaður mikill. og undir hans hendi var hann í ;3 ár; vildi föðurbróðir lians, að hann hyggi sig undir að taka stúdentspróf og gengi svo á háskól- ann i Cambridge, en hann hafði óbeit á að nema mál og tók eigi þeim framförnm i latinu og grísku, er föðurbróður hans líkaði, en í stærðfræði skaraði liann langt fram úr öllnm jafnöldrum sínum. Fór svo, að liann hætti við latinu- námið og sneri heim aftur til föðnr sins, er hann var á 17. ári; ári siðar varð hann um tima aðstoðarkennari viðbarna- skóla; þótti honum þá takast svo vel að kenna, að föður hans langaði mjög til að hann legði ]iað fyrir sig, en um það leyti bauðst honum staða hjá verkfræðingi einum, Charles Fox, þeim er siðar bygði kristalshöliina i Lundún- um, og kaus hann það þá heldur; fekst hann nú um nokk- ur ár við að búa til uppdrætti og gjöra mælingar, er snertu járnbrautarlagningu og byggingar; jafnframt lagði hannsigeftirmyndagjörð; ennfremur var hann þauárin aðhugsa um uppfundningar ýmsar og fann meðal annars upp sögunarvél eina. Smámsaman hneigðist þó hugur hansmest aðritstörfum og ritaði hann ritgjörðir margar i timarit ýms, einkum heimspekilegs efnis, og frá þvi árið 1848 fór hann að gefa sig allan við þvi; hafði hann ank annara hæt'ileika til þess þá gáfu, að honum var létt um að rita um þungskilið efni svo, að skiljanlegt værí; segja menn, að hann riti móður- mál sitt betnr en flestir menn aðrir, og að eigi séu dæmi til, að heimspekileg rit nokkurs manns hafi verið eins al- ment lesin, enda kann hann svo að fara orðum um hversu þungskilið efni sem er, að hver greindur maður með al- mennri mentun getur haft full not af að lesa ritgjörðir hans. Bæði eðlisfar og uppeldi réð þvi, að frá barnæsku var rótgróin hjá honum hugmyndin nm fast samband milli or- sakar og verkunar í tilverunni; og Jiegar hann lærði að þekkja hugmyndir Kants og Laplaces um myndun sólkerfis- ins og Lamarks’ um breytingar hinna lifandi tegunda, þá varð hann gagntekinn af þeirri skoðun, að alt, dantt og lifandi, væri búið að fá mynd sina við iangvinnar verkan- (37)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.