Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 53
Júlí 3. Varð landskjálfta vart í Rvik.
— 4. Dr. Þorvaldur Thoroddsen kom aftur úr landfræðis-
könnun um óbygðir upp af Húnav.s.
— 10. Hallgr. Sveinsson biskup hóf yfirreið sína yfir Suð-
ur-Múla og Austur-Skf sýslur.
s. d. Druknuðu tveir menn á Gilsfirði, Sigvaldi Snæbjörns-
son, bóndi í Innri-Fagradai, og vinnumaðnr hans; 2
varð bjargað.
— 14. Jón Oddsson, tómthúsmaður i Rvík, varð bráðkvaddur.
— 21. Holdsveikraspítaiinn í Laugarnesi vigður með við-
höfn mikilli. Þjóðminningardagur haldinn i þessum
mán. í Skagafirði, Húnavatns og Arnes-sýslum (2., 8.
og 10.). — Bréfdúfufúlag stofnað i Rvik. — Rak hval
á Eiðsreka við Héraðssand.
Ágúst 2. Þjóðminningardagur haldinn í Rvík.
— 4. Jens Sigurðsson, tómthúsmaður i Rvík, um þrítugt,
drekti sér í mógröf.
— 7. Þjóðminningardagur haldinn i Borgarfirði, á Mýrum
og í Múlasýslum.
— 14. Þjóðm.-dagur haldinn í Biskupstungum. Strandaði
hvalveiðaskip, »Thoniasine Amalie«, frá Langeyri, við
Sauðanes í Önundarf. Manntjón ekkert.
— 19. Menn 2 druknuðu við uppskípun á Eyrarbakka-
— 21. Kristín nokkur úr Reykjavík brendi sig í laugunum
þar og beið bana af.
— 22. Skamt frá Ögnrshólma við Isafjarðardjúp druknaði
maður af bát, er hvolfdi, en 3 varð bjargað.
— 24. Sigurður nokkur Straumfjörð druknaði af bát 4
Borgarfirði (eystra); 2 komust af.
— 30. Jón Vidalin. stórkaupmaður, settur af ensku stjórn-
inni brezkur konsúll fyrir Island.
— 31. Bændunum Arna Þorvaldssyni á Innra-Hólmi og
Vigfúsi Jónssyni á Vakursstöðum í Vopnafirði veitt
heiðursgjöf úr Styrktarsjóði Kr. IX. (140 kr. hvorum).
— Biskup kom heim úr yfirreið sinni. — Vigt nýtt gisti-
hús, »Valhöll«, á Þingvelli.
I þessum mán. rak hval á Langanesi.
Sept. 5. Bærinn á Hamri á Þelamörk í Eyjafirði brann
með öllu og 2 kúm. Manntjón ekkert.
(39)