Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 41
bogabörnin í mannfélaginu. Margir mannvinir bafa fyr og
síöar reynt að hjálpa hinum bágstöddu, bjarga einhverju
broti af þeim. Margt er á boðstólnm og hver lofar sina
hýru: Góð og réttlát lög. — Betri fræðsla i skólunum. —
Loftbetri bústaðir — Hollari matur o. s. frv. — Alt þetta
er gott og blessað, hugsuðu þau hjónin, en alt þetta kem-
ur, sögðu þau, vilji fólkið á annað borð sinna fagnaðar-
boðskapnum um Krist.
Og svo finnur W. B. ráðið til þess að hinn hundheiðni
ríll, sem aldrei á æfi sinni hafði í kirkju komið og ekki
þekti broddstaf frá bókstaf, fengist til að hlusta á kristni-
boð hans. Hann tekur sér ræðustól á hinum allra auvirði-
legustu skemtistöðumúti við og er jafnhávær með sína vörn og
prangararnir i kring um hann. Sá sem hæst getur argað
og látið verst fær flesta áheyrendur og áhorfendur. Tilgang-
urinn helgar meðalið, bara fólkið komi, þá má nota tæki-
færið til að kasta eldibrandi inn í sálirnar. Alt hið óvana-
lega háttalag hjálpræðishersins, að eigi sé frekar að kveð-
ið, stafar frá þessum uppruna hans, samkepninni við trúða
og loddara. Þaðan er kominn trumbuslátturinn og pípna-
blástnrinn. Mestn skiftir að láta bera nóg á sér. Þögn
má aldrei veiða um herinn, geti foringi ekki unnið vinsemd
og hyili blaðanna, þá er talið langtum betra en ekki að fá
skammir og hróp.
W. B varð furðn mikið ágengt í Lundúnnm. Margir
hverjir urðu þeir honum fylgispakastir sem dýpst voru
soknir, W. B. tók við öllum, og vakti hjá öllum hrennandi
ábuga að frelsa glataðar sálir, öllum fól hann sinn ákveð-
inn starfa, konum sem körlum.
Austurhluti binnar miklu borgar er aðallega fátæktar
og spillingarbælið og við þann hluta Lundúna kendi W.
B. trúboð sitt til árslokanna 1877. Það ár vann W. B.
að skýrslu uni þessa starfsemi sina, og sá sem skýrsluna
færði í letur fyrir hann, hafði komist svo að orði, að starfs-
mennirnir væri »sjálfboðalið«. W. B. leit á, og strikaði
yfir hálft orðið: »Sjálfboða« erum vér ekki, »vér gjörum
það eitt er vér neyðumst til að gjöra«, og hann setti
staðinn fyrir orðið: »hjálpræðislið«, eða »Hjálpræðisher-
inn« («Salvations army«). Nafnið kemur þá fyrst, og með
(27)