Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 42
nafninu kemur stórum aukið lif og fjör í allar framkvæmd-
irnar.
Það er svo sem ekki nýtt að hin og þessi trúarfélög
hafa að einhverju leyti kent sig við her, og þarf eigi ann-
að en minna á riddarafélögin á krossferðunnm. Yt'irmenn
ýmsra munkafélaga bera og generalsnafri, þó að visu liggi
eigi heint herforusta i þeim heitum. En ekkert trúarfélag
hefir sem Hjálpræðisherinn komið herneskjubragnum á alt
sitt stjórnarfar og alla háttsemi sína: Bænirnar eru skot-
hríðir gegn fylkingum djöfulsins; hendur réttar til himins
eru steyttir byssustingir; hólpnar sálir, er flokkinn fylla,
eru sigurmerki og herfengur; gjafaféð i löndunum, þar sem
herinn starfar, er herkostnaður greiddur af herteknu landi.
Starfsmennirnir jafnt konur sem karlar eru dátar eða for-
ingjar, sem hækka stig af stigi með öllum þeim heitum sem
i her tíðkast. Herreglurnar eru strangar og nákvæmar,
snerta eigi síður heilsu og þol likamans en heill sálarinnar.
Og eigi mætti siður segja um William Booth en Haraldur
konungur harðráði sagði um Gissur Isleifsson, að hann
mætti bæði vera víkinga-höíðingi og konungur af sínu skap-
lyndi, og væri þess vel fengið. Fáir hershöfðingjar
munu hafa haft traustari fylgd sinna manna og verið ein-
ráðari um alt smátt og stórt.
Ósjálfrátt verður manni jafnan að hera þá saman
William Booth og Ignatius Loyola, föður Jesúitanna Jesú-
itar eru sterkasta aflið i hinum katólska heimi. I hinum
evangelíska heimi liggur við að ætla, að Metódistar séu
sterkasta aflið, þrátt fyrir allan þýzkan lærdóm og lúterska
ferðakeisarann i Berlín, og þessi kvistur af hinni frjóu grein
Metódistanna, Hjálpræðisherinn, fer að verða eitt stórveldið
í heiminum. Báðir eru þeir Booth og Loyola framúrskar-
andi löggjafar og hershöfðingar, en andinn og tilgangnrinn
er ekki hinn sami i liðinu hvoru um sig. Hjá háðum stofn-
endunum er brennandi trú og kærleiki til sálnanna, en fra
Spáni kemur tiúarofsókn, frá Englandi liknarstarfsemi.
Annað mál er það að allar líkur eru til, að her Booths
verði eigi jafnlanggæður og her Loyolas. Það gjörir hið
nána samhand Jesiiíta við páfavaldið, og i þessum heimi
reynist yfirdrotnan og auður haldseigara félagBband en
(28)