Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 6
þá. skulu sigurverk syna 11 stundir og 44 mínútur, þegar sál-
spjaldið synir hádegi, o. s. frv
í þriðja dálki or töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútn
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávat-
föll, flóð og íjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hifl forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár f nýja stfl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Arið 1900 er sunnudags bókstafur: G. — Gyllinilal: 1■
Árið 1900 er hið síðasta ár hinnar 19. aldar, sem endar
31. December árið 1900.
Milli jóla og langafðstu eru 8 vikur og 6 dagar,
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56 m., skemmstur3st. 58 m.
Mvkkvar 1900.
1. Sólmyrkvi 28. Maí, sjest á íslandi. 1 Reykjavík stendur
hann yfir frá kl. 12.5S' e. m. til 2.54' e. m. og er mestur kl. 1.54'
e. m.; er þá myrkvi yfir neðra hluta sdlhvelsins og nær yfir
helminginn af þvermæli þess. Sje miðað við Reykjavíkurklukku,
eru stundatakmörk myrkvans hin sömu um allt ísland, svo að
aðeins munar fám mínútum. Myrkvi þessi sjest um alla Evrdpu,
í Norðurafríku og í Norður- og Miðameríku, og er almyrkvi í
mjóu belti, sem liggur yfir syðsta hlutann af Norðurameríku,
Pyreneaskagaun og nyrzta hlutann af Afríku.
2. Tunglmyrkvi 13. Júní, sjest ekki á íslandi, enda nær og
sá myrkvi ekki nema yfir lj1000 hluta af þvermæli tunglhvelsins.
3. Sdlmyrkvi 22. Nóvember, sjest ekki á Islandi, en sjest um
mikinn hluta Suðurafríku og Ástralíu. Hann verður hringmynd-
aður í mjdu belti, sem liggur yfir Suðurafríku og norðurhluta
Nýjahollands.