Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 23
géngur hann þegar undir um miðnætti og verður nú (JsýnilegUr á Islandi. Fyrst í árslolcin munu menn geta sjeð hann aptur, er hann kl. 4 e. m, er í suðri. Mars er í ársbyrjun 82 milj. milna frá jörðunni og nálgast síðan jörðina og verður jafnframt skærri. Um miðjar) Maí er hann næst jörðunni, 11 milj. mílna, og skíu þá skærast. Úr því fjarlægist hann jörðina og fer þá skærleikur hans þverrandi. I árs- lokin nemur fjarlægð hans frá jörðunni 35 milj. mílna. Mars, sem er auðþektur á roðaskini sínu, sjest í ársbyrjun nokkru fyrir ofan meginstjörnu Meyjarmerkisins Spica og reikar síðan frá þvi stjörnumerki austur á bóginn inn i Metaskálamerki, og um miðjan Febrúar strýkst hann norður fyrir meginstjörnn þess merkis, a libræ. í byrjun Aprílmánaðar heldur hann kyrru fyrir meðal stjarnanna f Metaskálamerki og reikar svo í vesturátt meðal þeirra. Um miðjan Maí strýkst hann aptur fram hjá tjeðri stjörnu a libræ, en í það sinn suður fyrri hana. Um miðjan Júní snýr hann aftur við og heldur nú austur á bóginn. í Decembermánnði er hann á þessu reiki kominn inn í Steingeitarmerki og gengur í árslokin inn í Vatnsberamerki. 26. December strýkst Mars norður fyrir Satúrnus. Júfiiter sjest í ársbyrjun kl. 7 á kveldin i suðri, 33 stig fyrir ofan sjúndeildarhring Reykjavíkur, og gengur undir kl, l1/^ á morgnana. Úr því gengur hann æ fyr og fyr undir, í byrjun Febrúar um miðnætti, um miðjan Apríl kl. 9 á kveldin, og nú hverfur hann í kveldbjarmanum. 4. Maí gengur hann á bak við súlina yfir á morgunhimininn, en verður þar þú ekki sýnilegur fyr en eptir að dagnr er orðinn lengstur. I öndverðum Júlí kemur hann upp um miðnætti, um miðjan Agúst kl. 9 á kveldin, í önd- verðum Október kl. 6 á kveldin. 24. Nóvember er hann gegnt sólu og sjest um miðnætti í suðri, 45 stig fyrir ofan sjóndeildar- hring Reykjavíkur. 1 árslokin er hann í suðri kl. 9 á kveldin. Júpíter reikar fyrstu mánuði ársins austur á við milli stjarnanna í Fiska-, Hrúts- og Nautsmerki. I ofanverðum September heldur liann kyrru fyrir dálítið á hægri hönd við hið rauða auga Nauts- merkisins Aldebaran, og reikar svo það, sem eptir er ársins, vestur á bóginn. í árslokin sjest hann nokkru fyrir neðan stjörnuþyrpinguna Sjöstjörnuna. Aatúmus sjest í ársbyrjun á kveldhimninum og gengur þar undir í útsuðri 4 stundum eptir sólarlag, en úr því æ fyr og fyr, svo að hann brátt hverfur í kveldbjarmanum. 12. Febrúar gengur hann á bak við sólina yfir á morgunhimininn, en mun þó ekki sjást þar á íslandi fyr en eptir að dagur er orðinn lengstur, þegar ekki fer að verða eins bjart á nóttunni. 23. Ágúst er hann gegnt sóiu, og um miíínætti 1 suðri, 13 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur. Úr því sjest hann æ fyr og fyr í suðri: í lok Oktúbermánaðar kl, 77/2 e. m., í árslokin Kl. 3t/j e. m. Satúrnus heldur sig mestan hlut ársins í Vatnsberamerki, og reikar hann fiá því um miðjan Júní og fram undir lok Októbermánaðar vestur á við meðal stjarna þess merkis, en annars austur á við.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.