Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 31

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 31
Harald Höffding. Það muim ná fáir lærðra manna á Islandi, þeirra er siglt hafa og stundað nám við Kaupmannahafnarháskóla, að ekki kenni þeir yls í brjósti, er þeir heyra eða sjár' Höffdings prótessors getið. Þeim verður eflanst á að minnast á stundirnar, er þeir undu hjá honum fyrsta námsárið sitt, og mun þeim þá andlitið á manninum einna minnisstæðast, andlitið, er þeim alltaf fannst svo skrítið og jafnvel ófrítt í fyrstu, en þeir sumir hverjir fóru að dást að, þegar fram í sótti og þeir fóru að sjá, hvaða sál kom í Ijós í hinum tíðu svipbrigðum þess, og hvern vina- þokka og góðvild bar ósýnilega út frá manni þessum í allar áttir. . Það er ekki heldur að ástæðulausu, er landar snúa nafni manns þessa á íslenzku og nefna hann Höfðingja. Að vísu berst hann ekki á í framgöngu og lætur lítiðyfir sjei’, en það er svipurinn, — hann er eitthvað svo heiður, að þar hlýtur höfðingssál að búa inni fyrir, höfðingssál í orðsins sönnu merkingu, maður rjettsýnn og rjettlátur, er ekki vill vamm sitt vita, maður, sem ann sannleikanuni og gengur því götu sína beint, en þó hægt og yfirlætis- laust, án þess að hrinda öðrum úr vegi, maður, er vill meta allt rjettilega, jafnt hjá sjúlfum sjer og öðrum, og því ávalt kemur fram eins og sönnum höfðingja sómir. Það mun sumum enn í minni, að árið 1890 háðu þeir Höffding og Brandes allsnarpa hólmgöngu út af Nietzsche heimspeking um það, hvort mikilmennin ættu að vera drottnar eða þjónar mannkynsins. Hjelt Brandes fram hinu fyrra og fór allgeist á stað, en Höffding mótmælti þessu, Dró Brandes þá þegar úr orðum sinum, en brá á glímu við Höffding sjélfan. Brandes var þar, eins og hann á eðli til, öllu glímnari, þó að hann ljeki nokkuð opt á bolahragði persónulegra aðdróttana; Höffding var aptur á móti stirðari, en barðist þó fallega og vel og hol- (25) [a]

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.