Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 33
„innri missjón“ heitir, eigi líka þnngað rót sína að rekja. En á Höffding hafði jiað jiau áhrif, að hann sat eins og milli tveggja elda. Fjarstæðunni gat hann ekki trúað og því átti hann hægt með að fórna kreddunum, en um trúar- tilfinninguna sjálfa var honum allt sárara. Yirtist eini vegurinn að íklæða tilfinningu þessa húningi líkinganna og heimspekilegra hugsjóna, og hjelt hann því um stund samkvæmt kenningum Rasmusar Nielsens, að hann gæti sameinað hvorttveggja. trúna og vísindin. En það fór á aðra leið. Höffding dvaldi í París velurinn 18fi8 —69; þar kynnt- ist hann raunspekinni (positivismen) og framþróunarkenn- ingunni ensku. Þá misti guðfræðin góðan mann, en'heim- spekin og vísindin unnu annan hetri, því að upp frá því hefur Höffding verið hinn dyggvasti frömuður allrar frjálsr- ar rannsóknar og hefur lmnn aldrei iðrað þess síðar, enda hrosir hann nú opt að guðfræðingnum sáluga, þó að ekki sje honum ver við hann en hvern framliðinn kunn- ingja. Upp frá því hændist Höffding sjer í lagi að heim- spekinni ensku, eins og síðar kom fram í siðfræði hans og víðar. En.andi Höffdings hefur aldrei nærsýnn eðanægilátur verið, og hann var því búinn að kynna sjer vel áður hug- svifasteinuna þýzku (den romantiske filosofi) eigi síður en rit Kants, er má heita faðir allrar heimspeki 19. aldar- innar og varð nú einnig uppsprettan að heimspeki Höff- dings, þó að raunspekin enska vísaði honum veginn, og háspeki Spinoza yrði honum æ síðasta leiðarljósið, þar er reynslan dvín og mannsandinn hvarflar út yfir takmörk mannlegrar skynsemi, út í ósæið og þá huliðsheima, er kunna að liggja að sjónheimi vorum. Með Kant varð hann að viðurkenna það, að mannsandinn ætti sjer tak- mörk og út yfir þau gæti enginn vitað neitt, — jafnvel ekki guð-„fræðingarnir“, er þættust þó vita svo margt, bæði þessa heims og annars — mannleg skynsemi ldyti því að una sjer i heimi reynslunnar; gæti svo farið, að þar fyndust einhverjir þættir, er lægju út í huliðsheiminn og

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.