Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Qupperneq 45
Dalgas andaðist 16. apríl 1894. Danir hafa allvíða
reist honum minnisvarða, og mun sá elztur er reistur var
í Herning, en veglegastur er varðinn í Arósum.
Yfirstjórn Heiðafélagsins situr í Arósum, og einn af
starfsmönnum þess félags er kandídat Flensborg, sem
unnið hefir að skóggrœðslutilraununum hér á landi og:
varð hann á síðast, liðnuin vetri ritari félagsins.
Þórh. Bj.
Arbók íslands 1903,
a. Ymsir atburðir.
Janúar '■>. Byrjað nýtt blað í Rvík „Landvörn11. Rilnefnd'
E. Benediktsson, E. Gunnarsson og B. Sveinsson.
10 tbl. komu út.
— 4. „John Forester", enskt botnvörpuskip, strandaði
við Garðskaga. Skipverjar björguðust.
— 15. Stórviðri með sjáfarflóði sem gekk óvanalega hátt
á land sunnan fjalls. I Herdísarvík urðu all miklar-
skemmdir, bæði á bæjarhúsum og túnum.
— 16. Embættispróf í Guðfræði, tók Gísli Skúlason, við
háskólann i Khöfn með I. eink.
— 18. Nýtt blað „Ingólfur" byrjaði í Rvík. Ritstjóri og
ábyrgðarm.: Bjarni Jónsson frá Yogi.
— 19. „Friedrich Albert Geentemflndi“, þýzkt skip,
strandaði á Skeiðarársandi 9 af skipverjum komust
til byggða, en 3 fórust.
— 21. Botnverpingur strandaði við Landeyjar með 11
manns, 2 björguðust, hinir lorust.
— 29. Embættispróf við læknask. i Rvík, tók Þorvaldur
Pálsson, með II. eink.
— 31. Jón Jónsson kvæntur maður frá Lásakoti á Alpta-
nesi um sjötugt, varð úti á Garðaholti.
I miðjum þ. m. mán., fórst bátur í fiskiróðri með 6 mönn-
um frá Hnífsdal.
(39)