Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Síða 73
Árið 1901 þáðu sveitarstyrk 1036 karlmenn og 1294
kvenmenn, það er 3°/0 af öllum landsmðnnum. Árið 1880
voru þeir 3,4 °/0 og 1801 4,6°/o; er þetta gleðilegur votturþess,
að efni og menning í landinu hefur aukist talsvert næstl. öld.
Þó eigi séu til nákvæmar skýrslur frá fyrri árum um
það, hve margir hafa lifað af handverki og iðnaði, verzlun
og samgöngum, þá hlýtur sá flokkur að hafa aukistmjög
síðustu 20 árin, en af skýrslunni V sést þetta. Trésmiðir
eru langflestir, og örmull er til af saumakonum, en aftur
er furðanlegt, að steinsmiðir eru ekki fleiri í jafn stein-
ríku landi, sem Island er.
Skýrslan VI sýnir, að alla næstliðna öld hafa karl-
menn verið færri en kvennmenn, sem er aíleiðing þess, að
vinna karlmanna á sjó og landi er hættul,egri en kvenna,
það sé6t af skýrslunni VII. Það telst svo til að á tima-
bilinu 1880—1890 hafa flutt úr landina fleiri en inn fluttu
2960 karlmenn og 3342 kvennmenn og 1890—1901 karlm.
1127 og kvennm. 1605. Þetta sýnir, að fækkun karlm.
I samanburði við kvennmanna stafar eigi af flutningi til
Ameríku, heldur er mismnnurinn sprottinn af slysförum og
strangri og hsettulegri vinnu karlmanna. Eigi erheldurorsökin
sú, að færri sveinbörn fæðist, því eins og sjá má af skýrsl-
unni VIII, fæðast fleiri börn karlkyns en kvenkyns, og
fram að tvítugs aldri eru fleiri af kyni karla en kvenna,
en eftir þann aldur fækkar karlmönnum óðum.
Árið 1901 voru utan þjóðkirkjunnar 194 karlm. og 100
konur, eins og sést af skýrslunni IX; en síðan hefur utan
þjóðkirkjumönnum mjög fjölgað, einkum í Reykjavík. í
skýrslunni X eru vanheilir taldir að vera 632, en væri
talin berklaveiki og fleiri innlend veikindi, mundi sú tala
aukast yfir helming. Landssjóður hefur talsvert hlynt að
holdsveikum mönnum og heyrnar- og málleysingjum, en
geðveikum og vitskertum mönnum hefur hann enga líkn
veitt, og má það eigi ganga svo mörg árin enn þá.
Tr. a.
(67)