Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 90

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 90
Fóðrið kýrnar vel, svo þaer hafi nægilegt fóður fram yfir sitt eigið líffóður, og geti launað fóðrið með mjólk. Hafið tjósin rúmgóð og björt. Básana slétta og kýrnar hreinar. Mjólkið eftir reglum í almanakinu fyrir árið 1903. Sveltið ékki sawðféð, og fyrir hvern mun forðist tior- dauða; hann er kvalafullur skepnunum, átumeiu fyrir efnahag manna og mínkun fyrir þjóðina. Látið sauðkind- urnar ekki liggja lengi og skjálfa við húsdyrnar í hríð og vetrarfrosti. Látið fjármanninn fylgja fénu, þegar hag- skarpt er. Sigið ekki hundum grimdarlega á féð. Klipp- ið vel fylt fé og rífið ekki ullina af því. Gjörið skepnum. sem láta lífið fyrir yður, dauðann sem kvalaminstan. Yirðið eigi lítils tryijð hunclsins. Reiðið hann yfir ár og eggjagrjót. Látið hann ekki vera svangan; gætið að bænaraugum hans, þegar hann hungraður sér mat. — Berjið hann ekki; minnist sorgarsvips og óþreyju, þegar hann finnur ekki eiganda sinn eða fær ekki að tylgja honum. Engin skepna er jafn trygg húshónda sínum sem hundurinn. Berið moð út fyrir snjótitlingana í vetrarharðindum; þeir launa það með söng á sömrin. Hættið að taka egg frá smáfuglum, skiljið að minsta kosti aldrei færri en 2 egg eftir í hreiðri. Farfuglarnir koma til landsins til að syngja fyrir oss og verpa fyrir sig. Þegar öll eggin eru tekin eða ungarnir drepnir, hafa þeir aðeins sorg af sinni löngu ferð. — Drepið aldreí móður frá ósjálfbjarga ungum. Hlifið skógarleifunum alstaðar, nóg er aðgjört. Fyrir athugaleysi og græðgi feðranna er landið viðast nakið. Allir verða að hjálpa til að klæða landið aftur. En það er miklu hægra þar sem skógarleifarnar eru, en þar sem grasrót er blásin burt niður að mel. Fáið trjáplöntur frá gróðrarstöðinni og plantið þær í skjóli við bæina. Að því er prýði og skemtun, og opnar augu manna svo þeir sjá, að vér eigum og getum byi'jað að klœða landið. Tr. G. (84)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.