Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Síða 6
daga, er við stendur í fjórða dálki hverrar mánaðartðflu „tungl læg3*
á lopti“, kemur það ekki upp. þá daga, er við stendur í fjórða dálkr
„tuDgl hæst á lopti“, er það á þeim tíma, sem til er tekinn, bjer-
umbil 52 stig fyrir ofan sjdndeildarhring Reykjavíkur í suðri og
allan sólarhringinn á lopti. Viku fyrir og viku eptir hvern þessara
daga er það á þessari tilteknu klukkustund hjerumbil 26 stig fyr'1'
ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur í suðri, kemur upp í austri 6
stundum áður og gengur undir í vestri 6 stundum síðar. Sjá enn-
fremur greinina „Gangur tungls og sólar á íslandi“.
í yzta dálki til hægri handar stendur hiS forna íslenzka tímatal í
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávalt skulu fylgja þriðja mánuði eumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stfl; það heitir sumarauki
eða lagningarvika.
Árið 1910 er sunnudagsbókstafur: B. — Gyllmital: H■
Milli jdla og langafðstu eru 6 víkur og 1 dagur.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56m., skemstur3st,58 tn.
Myrkvar 1910.
1. Sólmyrkvi 9. Maí, sjeet ekki á Islandi. Hann sjest í
Ástralíu. í austurhluta Nýja-Hollands verður hann í mjóu belti
almyrkvi.
2. Tunglmyrkvi 24. Maí. Hann verður almyrkvi, en sjest
alls ekki á Islandi.
3. Sólmyrkvi 2. Nóvember, sjest ekki á íslandi Hann sjest
í norðausturhíuta Asíu, í Japan og í norðvestasta hluta Ameríku,
og nær í mesta lagi yfir ®/7 af þvermæli sólhvelsins.
4. Tunglmyrkvi nóttina milli 16. og 17. Nóvember. Hann
stendur yfir frá kl. 9. 44' til 12. 58', og er almyrkvi frá kl. 10. 55'
til 11.47'. Hann sjest á íslandi frá upphafi til enda.
Athugasemd. 12. December hylur tungliS plánetuna
Satúrnus hjerumbil kl. 8 e. m. 1 Reykjavík stendur þessi yfir-
skygging yfir frá kl. 8. 18' til 9. 7' e. m.