Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Qupperneq 40
ar voru honum veitt friðarverölaun Nobels-sjóðs-
ins sænska.
í fyrra (1908) lá við sjálft að til ófriðar drægi
með Bandaríkjunum og Japan út af réttindum Jap-
anskra innflytjenda í Vesturríkjunum. Roosevelt
reyndi að miðla málum, en Vesturríkin vildu ekki
sveigja til i neinu og Japanar létu ófriðlega. Var pá
send flotadeild vestur í Kyrrahaf, sem allir vissu að
átti að vera þar til taks, ef út af bæri með friðinn.
F’etta skaut Japönum skelk í bringu, og jöfnuðust
máiin á friðsamlegan hátt að pvi sinni.
I baráttu Iians fyrir jafnrétti pegna sinna n'á
einkum nefna það, að hann aílaði svertingjum í Suð-
urríkjunum jafnréttis við aðra menn. Má nærri geta,
hvernig þarlendum mönnum, sem mundu það, að
þessir svörtu samborgarar þeirra voru seldir og
keyptir eins og fénaður, muni hafa getist að þeirri
ráðabreylni. Enda væri synd að segja, að hún hefði
gengið fram baráttulaust.
En Jang-hörðust hefir orrahríð lians gegn ójafn-
aði auðvaldsins verið, enda er siður en svo, að lienni
sé lokið enn. Roosevelt telur auðmannaspillinguna
höfuðmein þjóðar sinnar, og gerir alt, sem í manns-
valdi stendur, til að hnekkja yfirgangi þeirra. Mestar
sögur hafa gengið af viðureign hans við Rockefeller,
steinolíukonginn nafnkunna. Hefir þar gengið áýmsu.
Pá tók hann einnig röggsamlega í strenginn, er það
komst upp fyrir skömmu siðan, að ríkir kjötsalar í
Bandaríkjunum seldu skemdar og eitraðar vörur, og
nú segja nýjar fréttir ^ð hann hafi hótað að fletta
ofan af ýmsu óheiðarlegu gróðabralli þingmannanna,
og er honum til þess trúandi. Fyrir skömmu gerðu
auðmennirnir honum og flokki hans það til ills, að
gerspilla peningamarkaði Bandarikjanna, sem hafði
hin skaðlegustu álirif út um heim allan og gerði það
tjón, sem ekki verður tölum talið.
Enn mætti nefna fjölda margt, þar sem Roose-
(30)