Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 62
— 18. Osinan Hidayet Pasha, tyrkneskur hershöfð-
ingi, skotinn til bana af undirforingja sínum.
— 24. Tyrkjasoldán veitir þegnum sínum stjórnarskrá.
— 27. Rússakeisari og forseti Frakklands hittast á
skipum framundan Reval í Eystrasalti.
Ag. 3. Stórkostlegir skógareldar gera slórtjón í fylk'
inu British Columbia í Ameríku.
— 5. Tyrkneska ráðaneytið segir af sér. — S. d. loft'
far Zeppelins greifa brennur upp skamt frá Stutt-
gart. Pjóðverjar satna þegar stórfé til að bæta
honum skaðann.
— 6. Fréttist frá Grænlandi lát Mylius-Erichsens og
förunauta hans, Hagen og Brönlunds. Lik Brön-
lunds fanst ásamt kortum o. fl. Mikill vísindaleg'
ur árangur af ferðinni.
— 11. Játvarður konungur og Vilhjálmur keisari tal-
ast við í Friederichshof. Daginn eítir liittir Ját-
varður konungur Austurríkiskeisara að máli. —^
S. d. Stjórnarbót kemst á á Tyrldandi að dæffli
vesturþ|óðanna.
— 17. 4. alþjóðafundur Esperantista settur í Dresden-
— 18. Námusiys skamt frá Wigan á Englandi vai’ð
76 mönnum að hana.
— 19. 18 af 26 þingmönnum fyrstu dúmunnar á Rúss-
landi, sem teknir voru fastir, látnir lausir aftur-
Hinum flestum ætluð Síberíuvist.
Sept. 3. Abdul Aziz, fyrrum soldán í Marakkó, feU'
ur frá kröfu sinni til valda.
— 4. Kirkjuþingið »helga« í Pétursborg leggurtil, að
bönnuð séu öll hátíðahöld á 80 ára afmæli Leo
Tolstojs. Bannið kemst á, en mælist illa fyrir 1
öllum blöðum Rússa og um heim allan.
— 8. Alberti, fyrrum dómsmálaráðherra Dana, selur
sig í hendur lögreglunni fyrir fjársvik og falsanir,
sem nema alt að 20 miljónum króna. Sparisjóður
bænda á Sjálandi tapar mestu.
— 10. Tolstoj áttræður. Samfagnaður um allan heim.
(52)