Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 76
Pagmœlska. Segðu aðeins það, sem þú eða aðrir hafa
gagn af, en hafðu ekki orð á þvi, sem einskis er
vert eða öðrum til skaða.
Reglusemi. Láttu hverja sýslan hafa sinn tíma og
hvern hlut sinn stað.
Akvörðun. Einsettu þér að gera það, sem skyldan
krefur, og framkvæmdu nákvæmlega það, sem þu
hefir einsett þér.
Sparsemi. Neitaðu þér um þau útgjöld, sem hvorki
verða þér né öðrum að sönnu gagni. Eyddu engu
til ónýtis.
Iðjusemi. Eyddu aldrei timanum til ónýtis, vertu si-
vinnandi að því, sem þér og öðrum er til gagns.
Hreinskilni. Vertu ráðvandur og hreinn í huga og
talaðu samkvæmt því.
Réltlœti. Gerðu það ekki öðrum, sem þú vilt ekki
að þér sé gert. Dæmdu ekki aðra hart.
Jafnlyndi. Vertu.ekki reiðigjarn né hefnigjarn. Stihu
þig, þegar þér virðist aðrir gera á hluta þinn.
Temdu þér glaðlj'ndi og jafnaðargeð. Vertu stiltur
í mótgangi.
Hreiniœti. Forðastu .óhreinindi á likama þinum, a
fötum þínum og á lieimili þínu.
Auðmýkt. Reyndu að líkjast Jesú.
Franklín tók sér fyrir að læra eina dygð í einu
og svo tók hann fyrír þá næstu, þar til hann hafði
lært og tamið sér þær allar; þá fékk hann sér vasa-
bók og bjó til í hana skrá þannig, að stryk var fyrir
hvern dag vikunnar og fyrir hverja dygð, og svo
skrifaði hann á hverju kvöldi, hverja af dygðunu®
hann hafði vanrækt þann daginn.
Margt barnið og margur unglingurinn hefði gott
af að eiga slíkt vasakver, og skrifa í það á hverju
kvöldi eins og Franklín gerði. Ég hefl þekt unglinga,
sem gerðu það.
Tr. G.
(66)