Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Side 91
Þúfnasléttan með gamla laginu heíir gengið
pannig:
Árin 1871—80 var árl. sléttað að meðalt. 63 dagsl.
— 1881—90 — —— — — 128 —
— 1891—1900— — — — — 378 —
— 1901—1905— — — — — 621 —
Búast má við því, að nokkuð af þvi, sem fyrst
var sléttað, og miður vandlega gert uppliaflega, sé nú
°rðið smáþýft aftur, en þó er það þakkarvert, að
eBir skýrslu þessari er þúfnasléttan í landinu að
aukast með hverjum áratug. Ef til vill hafa verð-
launin eða tillagið frá landssjóði fyrir þúfnasléttun,
ekki niinna ýtt undir þessar framfarir en áhugi lands-
ruanna að bæta landið. En vonandi er samt, að sá
hrni sé nálægur, að áhuginn fyrir framför búnaðar-
lns Vaxi svo, að ekki þurfi að kaupa af bændum
fyrir fé úr landssjóði, að þeir bilti við sínum eigin
Þúfum, og búi til lýtalaust smjör úr mjólkinni sinni,
scr sjálfum til hagnaðar. í fljótu bragði virðist þau
utgjöld landsjóðs vera nokkuð öfug og óeðlileg.
Sauðfjár-kynbótabú, eru nú 6 í landinu, 5 eru ný-
jega stofnuð, en það sjötta er elzt, stofnað árið 1897
i Bingeyjarsýslu. Landbúnaðarfélagið styrkir þessi
kynbótabú. Pað er þarft verk, að styrkja þau með-
an kostnaðurinn er mestur i byrjuninni. Oskandi
að slík bú fjölgi í landinu, og helzt þar, sem fjár-
kynið er rýrast og hefur að undanförnu verið verst
með farið.
Til erueinnig í landinu félög með þeim tilgangi,
að bæta kyn hesta og nautpenings, þau eru jafn-
Þörf og kynbótabúin, en tölu þeirra veit eg ekki.
Verðlaun úr Rœkturiarsjóði. Árið 1908 var veitt
fyrir góðan búskap 3000 kr., sem skiptust þannig:
(81)