Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Síða 98
Mnðirin: »Eg ætla að kaupa tvo farseðla með
járnbrautinni, annan fyrir barn en hinn fyrir fnll-
orðinna.
Afgreiðslum»Á barnafarseðillinn að vera fyrir
langa drenginn þarna? hann er í siðum bnxum' það
er ekki að tala um að hann geti fengið barna-farseðil
fyrir hálft verð«.
Móðirin: »Það er líklega ekki buxurnar sem á-
kveða fargjaldið, ef svo væri þá ætti ég að fá far-
seðil fyrir hálft verð.
Bóndakona (sem stendur bak við) gellur þá við
og segir: »og ég ferðaseðil fgrir ekki neitta.
Móðirin (þegar Páll kom heim eftir fyrsta daginn
í skólanum): »Hvernig íéll þér, Palli minn, við kenn-
arann í dag.
Páll: »Ég held að ég læri ekki mikið af honum,
hann vissi ekkert og þurft því alt af að spyrjá mig«■
Lára litla lá í mislingaveiki, svo vinstúlkur henn-
ar máttu ekki koma til hennar. Um kvöldið þegar
móðirin lét Láru lesa bænir sínar, þá lo>m það fyrir
að englarnir skyldu vaka hjá henni og gæta hennar,
þá stansar hún og segir: »Nei! mamma min, engl-
arnir mega ekki vera hjá mér, því þá veikjast,peir«.
Lisa lilla kom hlaupandi til stallsystur sinnar og
sagði: O — komdu, Ásta, með mér, ég ætla að sýna þér
nokkuð skrítið. — Hún jómfrú Anna hjá okkur fœddi
í nótt svo ljómandi fallegt pínu lítið barn.
Konan: Skelfmg er að vita það að þú skulir
drekka svona, maður. Pú ert fullur dag eftir dag«.
Hann: »Ó, ég er svoddan mæðumaður, ég er að
reyna að drekkja sorgum minum«,
* Börn eru oftast á stuttbuxum sem ná ofan fyrir hnéö.
(88)