Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 102
ekki ímyndað þjer hve mikið jeg þrái það, að þu
flnnir mig. Myndin þín elskulega hangir hjá mjer a
veggnum, og hvert sinn, sem jeg lit á hana, þá óska
jeg, að pú sjálfur héngir þar«.
Maður nokkur lét grafa á legstein konu 'sinnar:
»Tár geta ekki kallað þig til lífsins aftur, pess vegna
grœt ég.
Annar ekkill gjörði þessa grafskrift eftir konu
sína:
»Harmþrunginn drunga í brjósti ber,
burtu konan mín fló frá mér,
en það huggar fróun hjarta þels,
að hún er til fóta Gamaíels«.
Konan (í banalegunni): »Jeg dey nú líklega Jón
minn, en langai til að vita, hvort þú hugsar til að
giftast henni Stínu, þegar ég er dauð«.
Jón: »Jeg get ekki svarað þessu núna. En efþu
degrð Anna mía þá er nógur tími vð tala um pað seinnae.
Aslin nœr langt.
Árni slœpingar: »I*vi drapslu ekki flóna, Jón,
fyrst þú náðir henni«.
Jón slœpingur: »Og mjer var heldur meinlaust
til hennar, því jeg mun hafa fengið hana hjá henni
Slínu kœrustunni minni«.
Jón var í vandræðum, hann langaði til að biðja
Maríu vinnukonu á sama bæ, en kom sér ekki að þvi.
Loksins tók liann það ráð, að ná ketti, sem María átti,
og fór svo að strjúka honum og tala við hann, þar á
meðal sagði Jón: »Má eg eiga hana Maríu þína, kisi
minn?«
María var þar nálægt og gellur við: »Segðu mjá,
kisi minn«. — Jón skildi, og svo var sú þraut unnin.
Tr. G-
(92)