Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lilugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. ú um • 1 Hver samdi sögurnar? 2 Hvaðan var Valíant? 3 Hvað hét kona hans? 4 Hvar var hún drottning? 5 Hvað hétu böm þeirra? Svör neöst á slöunni Horfnir heimar Á þessari vefsíðu má vitja horfinna heima og vekja mannkynssöguna til lífs. Þeir fortíðarfíklar sem þegar hafa skráð sig á þessa síður em 15.430 tals- ins og mynda 175 hópa um sín áhugamál. Á vefsíðunni em að finna 87.643 greinar Vefsíðan www.ancientsites.com um líf og störf í hinni fornu Rómaborg, Aþenu, Spörtu, Egyptalandi, Babýlon, Gallíu, German- íu, Machu Picchu í Andes- Qöllum og Austurlöndum fjæ r. Töluvert af krækjun- um stendur öllum til boða að kostnaðarlausu en þeir hörðustu geta keypt áskrift á síðuna og tekið virkan þátt á fleiri spjallþráðum en hægt er að telja. Á síð- unni hefúr dagblaðið hans Júlíusar Sesars, Acta Diurna, öðlast nýtt líf og fastir áskrifendur em öf- undsverðir af því að geta spókað sig um fornar borg- ir. Fíllinn og úlfaldinn Fíll er auðvitaö risavaxna skepnan af hófdýraættbálki og ber skögultennur og rana. Þetta er tökuorö úr arabískunni fil en grlsk-lat- neska heitiö á fllnum er el- ephas og elephantos I eign- arfalli. Og tekurnú nor- ræna máliö að flækjast nokkuð því stór- vaxna burðardýr- iö úlfaldi héthjá Málið Gotum ulbandus, á fornensku olfend en Saxar kölluðu skepnuna olbund- eo. Þjóðir þessar höfðu þau orð öll úr áöurnefndum el- ephantos, hér I norðurálfu varð fíllinn sumsé að úlf- alda. Svör neöst á sfOunni. 1. Hal Foster. 2. Thule eöa Noregi. B. Aleta. 4. Þokueyjunum. 5. Öm, Valeta og Karen. «o E :0 -O rtJ C c d) c c a> m ot aj E Forysta kennara hefur leitt þá í ógöngur Kennarar mega vara sig. Þeir eru á góðri leið með að svipta sig allri samúð þjóð- _____arinnar. Nú er það löngu sannað mál að varasamt er að tala fyrir munn þjóðarinnar álirar. Og auð- vitað ætti ég ekki að fullyrða annað eins og þetta nema fyrir lægju skoðanakannanir og rannsóknir a hvað þjóðin öll er að hugsa í sambandi við verkfall kennara. En ég ætla að gera það samt. Eitt eru kjaramál kennara. Ekki skal ég efast um að kennarar eigi skilið kjarabætur. Þeir fengu að vísu allrækilegar kjarabætur fyrir ekki löngu síðan og var þá ekki vanþörf á en vísast eiga þeir þó enn betra skibð. Því kennarar eiga að vera hálaunastétt, því- líka ábyrgð sem þeir bera á menntun barn- anna okkar. Og þar með framtíð fslensks sam- félags. (Hér skjóti menn svo inn sjálfir nokkrum frösum um gildi menntunar í nútímasamfé- lagi. Þeir eru aliir sannir.) Hitt má skoða hvort kennarar hafa í þessu tilfelli skotið yflr markið í kjarakröfum sín- um. Um það skal ég ekkert dæma. En það virðist að minnsta kosti lýsa veikleika í kröfugerð þeirra hversu Ula gengur að fá ein- hvern botn í hvað kröfur þeirra muni kosta. Og sömuleiðis virðist það í besta falli óljóst hvort leiðtogar kennara hafi þrautreynt allar aðrar leiðir til samkomulags áður en blásið var til verkfalls. En svo er annað mál. Það er hegðun kenn- ara eftir að verkfallið hófst Það er nýlunda í kennaraverkföllum að fjöldi aðila, einkum fyrirtæki, hafa tekið að sér að gæta þeirra barna fólks sem verkfallið bitn- ar a. Þar hefur í fiestum tilfellum verið boðið upp á skipidagða dagskrá - leiki, föndur, vett- vangsferðir, íþróttir. Bara til að hafa ofan af fyrir börnunum meðan foreldramir neyðast til að vera í vinnu. En yfir þessu eru kennarar og agnúast og telja farið inn á sitt verksvið. Að farið sé með böm í leiki sé ótvírætt verkfallsbrot af því að í námsgreininni lífsleikni sé farið f leiki. Að bömum sé leyft að sprikla í íþróttasal sé verk- fallsbrot af því að enginn megi stýra slíku nema fúllmenntaðir íþróttakennarar. Þetta er einfaldlega fáránlegt. Og að þessi mórall sé uppi hjá kennarastettinni bendir til þess að þeir hafi æst sig upp í einhvem bunkers-hugsunarhátt sem venjulegt fóik skilur hvorld upp né niður f. Það er hins vegar spurning hvort forysta kennara, sem att hefur þeim út í þetta forað, sé þess umkomin að leiða þá upp úr þvf aftur. Úlugí Jökulsson JAFNMERKILEGT ÞÓTTI 0KKUR hversu eindregið hinir dómarar Hæstaréttar virðast berjast gegn því að fá Jón Steinar inn til sín. Þeir haga málum þannig að ómögulegt verður fýrir dómsmálaráðherra, hvað sem hann heitir, að velja Jón Steinar öðruvísi en að það kosti klögumál, kærur og leiðindi. Jafnvel peninga. Það gerðu þeir með því að búa til nýja kríteríu fýrir það hvern- ig velja skuli dómara. Þeir leggja umsækjendurna á mælistiku sem fær fólk til að velta fyrir sér hvernig aðrir umsækjendur áður fyrr, og dómarar hefðu komið út. Hefði Ragnar Hall, sem rétturinn valdi heppilegastan síðast ásamt Eiríki Tómassyni, staðist þetta nýja próf? Nei, segja þeir sem hafa skoðað það. Þýðir flokkun Hæstaréttar að hæstaréttarlögmenn eigi aldrei séns á að komast inn í Hæstarétt? Þetta er allt í rugli. Það er ómögulegt að ráðríkur ráðherra geti skipað hvern sem honum sýnist, en það er líka slæmt að Hæstiréttur geti búið til nýjar reglur í hvert sinn. ÞAÐ VITA ÞAÐ ALLIR SEM VILJA VITA að hugur helstu ráðamanna hefur staðið til þess að skipa sinn mann í Hæstarétt. Eins og þegar Ólafur Börkur var tekinn fram yfir fjölda umsækjenda í fyrra. Engu skipti hvað Hæstiréttur, kærunefndir og Umboðsmaður alþingis kynnu að segja. Okkar maður skal inn, hvað sem tautar og raular. Svo var afsök- unin fundin eftir á: Hann er svo fær í Evrópurétti. Hvað ráðherrarnir telja nú að vanti, á eftir að koma í ljós. Helst vantar þá náttúrulega menn í Hæstarétt sem geta varið gjörðir þeirra og dæmt þeim í hag, þegar mikið liggur við. JÓN STEINAR VAR VISS UM AÐ FÁ DJ0BBIÐ. Hann sagði sjálfur - í gamni - að hann væri orðinn dóm- ari ef hann hefði sótt um fyrr. Við höfum heyrt af lögfræðingum sem ákváðu að sækja ekki um því þeir töldu víst að búið væri að ráðstafa embættinu til Jóns Steinars. Hann hefur unnið vel fyrir sitt fólk, er ör- ugglega kröftugasti málflutnings- maður landsins og vinnur oft mál. Hann hefur líka komið stjórnmála- mönnum til varnar og fundið hina lögfræðilegu vörn fyrir atvik sem einhverjir hefðu séð sem pólitísk glappaskot. AUtaf þegar Davíð lenti í vanda, kom vinur hans og briddsfé- lagi fram með sterk rök á móti. Ef vandinn var stór, var enginn betri í að benda á gallana í málflutningi þeirra sem gagnrýndu. Kosturinn var að hann var hlutlaus - ekki hin- ir. HÆSTIRÉTTUR HEFUR GERT LEIÐINA ERFIÐARI fyrir þá Davíð, Geir og Björn. Ólafur Börkur, sem hefði get- að siglt lygnan sjó, vaxið af verkum sínum, sýnt sniUi sína í Evrópurétti og teflt fram þeim mannkostum sem vinir hans segja hann búa yfir, tU að verða góður dómari, ákvað í staðinn að tala tU þeirra sem komu honum í Hæstarétt. En átti hann annarra kosta völ? Gat hann skrifað upp á plagg þar sem meirililuti rétt- arins var augljóslega að breyta regl- unum? Setja reglur sem gerðu lítið úr honum? Gera fyrstu einkunn á lögfræðiprófi að skilyrði þegar búið var að feUa það úr gildi? Hann var sá eini með aðra einkunn. Dómarinn ungi ákvað að synda gegn straumn- um. VIÐ HÖLDUM AÐ ÓLAFUR BÖRKUR hafi valið vitíausustu leiðina sem gerir hann að auðveldum skotspón fyrir félaga sína í Hæstarétti, en ekld síður úti í þjóðfélaginu þar sem fólk sér hann ekki sem annað en póli- tískan trójuhest. Dómgreindin brást dómaranum sem gerði sjálfum sér engan greiða. Við spáum því að það reynist Geir of erfitt að skipa Jón Steinar. Sjálfstæðismenn geta ekki sætt sig við Eirík Tómasson, sem dirfðist tU að gagnrýna aðferðir manna við skipanina síðast og í fjöl- miðlamálinu. Þess vegna verður hinn 66 ára gamli, lítt þekkti pró- fessor, Stefán Már Stefánsson fyrir valinu. En svo þarf að breyta reglun- um um ráðningarferlið. Þetta geng- ur ekld svona. Fimm menn sem EKKI ættu að verða hæstaréttardómarar 1. GUNNAR Þ0RSTEINS- S0N trúarleiðtogi í Krossinum. Við vUj- um engan spænskan rannsóknarrétt. 2. BJÖRN BJARNAS0N dómsmálaráðherra. „Þessi lög eru bara barn síns tíma.“ Van- virðing fyrir lögun- um. 3. SN0RRIÁSMUNDSS0N forsetaframbjóðandi. Hann myndi selja af- látsbréf í stað þess að dcBtllð 4. JÓN VIÐAR JÓNSS0N bókmenntagagnrýn- andi. Honum þættu glæpirnir vísast ótta- lega klénir. 5. BUBBI M0RTHENS of harður dómari í Idol en fagnar ógurlega þegar einhver er lam- inn. ÓútreUcnanleg blanda. Fyrst og fremst M var frændi aö pæla? STÓRMERKILEG ÞÓni 0KKUR ÁKVÖRÐUN Hæstaréttardómarans nýja, Ólafs Barkar, að koma svo grímulaust fram og lýsa yfir stuðn- ingi sínum við umsókn Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar í Hæstarétt. Hvað var hann að pæla? Allir hinir dómararnir átta voru sammála um hvernig meta skyldi umsækjend- urna en sá yngsti og nýjasti í þeirra hópi ákvað að sýna sérstöðu. Hann er í uppreisn við samstarfsmenn sína en sérálit hans er túlkað um aU- an bæ sem þakkir tU þeirra sem komu honum þangað sem hann er. “Lögmaðurinn Jón Steinar Gunn- laugsson er, vegna kunnáttu og reynslu, afburðamaður á sviði lög- fræði. Því er mér ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að raða honum jafn aftarlega og gert er í áliti meirihlutans," segir í séráliti Ólafs Barkar. Hinn 66 ára gamli, lítt þekkti prófessor, Stefán MárStef- ánsson verður fyrir valinu. En svoþarfað breyta reglunum um ráðningarferl ið. Þetta gengur ekki svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.