Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Sport DV i Gary Payto vandræðum Gary Payton á erfitt verkefiii f>TÍr höndum. ef marka má skrif Steve Kerr, fyrrum NBA-leikmanns, um piltinn. Staða faans hjá Boston Celtics er langt frá að vera á hreinu enda hefur r Payton sýnt reiði sína í verki með því að mæta ekki í læknisskoðun hjá liðinu. Payton sam- át* ' þykkti að klára tveggja J ára samning sinn við Los Angeles Lakers en var, sér að óvorum, skipt til Ceitics. i x Hann brást æfur i við og sagðist v' 1 fremur vilja f leggja skóna á — J hilluna en að leikameð Boston- Æ- > ' liðinu. ||F'' •Æfinga- búðir Boston Celtics ý heíjast 5. október og i. stóra spuming er; verð- * ur Payton þar eður ei?," sagði Kerr. „Þó að hann sé orðinn 36 ára gamall þá getur hann reynst ungum leikmönnum Boston vei og tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem félagið stendur frammi fyrir,“ full>Tti Kerr. Kerr iýsti yfir aðdáun sinni á Payton sem skoraði 14 stig á síðasta tímabili í sóknarleik sem hentaði honum afar illa. „Hann getur sniðið sér stakk eftir vexti þó að hann sé kominn á eldri ár. Ef hann tekur ranga ákvörðun, gæti ijóminn farið af glæsilegum ferli hans," sagði Steve Kerr. Bullur í bann Fimm grískar fótboltabullur voru handteknar á leik gríska iiðs- ins PAOK Salonika og AZ Alkmaar frá Hollandi, í Meistaradeild evr- ópskra félagsliða. Mennimir fimm rifu í sundur sæti á ieikvanginum, kveiktu í þeim og sköpuðu mik- inn glundroða á leiknum. Þeir voru dæmdir í 12 mánaða bann frá leikjum liðsins og er gert að mæta tii lögreglunnar í hvert skipti sem lið þeirra spilar næstu 8 mánuði. Takist það, eru þeir frjáisir allra ferða. Því má bæta við að Salonika tapaði leiknum 3-2. Maradona til Kúbu Diego Armando Maradona, knattspyrnugoðið mikla, berst nú hatrammri baráttu við kókaínfíkn sína á Kúbu. Kappinn nýtur stuðnings frá rQdsstjórn Kúbu sem er tilbúin að gera hvaö sem er fyrir Maradona og mun hún mun kosta meðferð hans. Mara- dona er fjörutíu og þriggja ára gamali og á við hjartveiki að striða af völdum fíknarinnar. Hann hef- ur dvafist í Argentínu í sumar en óskaði eftir að komast tii Kúbu vegna aðdáunar sinnar á Fídel Castro, forseta Kúbu, og viil Maradona að auki fá frið frá fréttamönnum og aðdáendum. ■ M4 Minnast goðsins Blóm og gjafír streymdu til City Ground, heimavallar Nottingham Forest, eftir að fréttir bárust afandláti Brians Clough sem var bæði hæfileikaríkur knattspyrnumaður með liðinu og kom þvf sfðar sem þjálfari á toppinn f Evrópu. Reuters Þaö er tvennt sem Nottingham-skíri er þekkt fyrir í heiminum: Hróa Hött og Brian Clough Clough, sem lést á mánudaginn úr magakrabbameini, hefur verið lýst sem afar einkennilegum snillingi sem stjórnaði með járnaga og skildi eftir sig einstakt tímaskeið hjá litlu ensku félagsliði sem hefur aldrei náð að fóta sig á ný. Umdeildur snillingur „Ég get fullyrt að hann var einn hinna alira stærstu í boltanum og sennilega sá stærsti sem ég þekki til,“ sagði Stuart Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og einn þeirra sem léku undir stjórn hins stórmerkilega þjálfara, Brian Clough. Fáir hafa náð jafngóðum árangri með enskt lið og Clough en honum var gjarna lýst af andstæðingum sínum sem snobbuðum rudda. Brian Clough Goðsögn ílifandi Iffí enda af gamla skólanum og einn affáum þjáifurum sem iét sig engu skipta hvað framkvæmda- stjórar eöa hiuthafar lögðu til mátanna. Ferill Brian Clough er með ólík- indum bæði sem leikmaður og þjálf- ari. Hann flosnaði upp úr námi fimmtán ára gamail og gerði ári síð- ar samning við Middlesbrough en þá hófst stuttur en frábær ferill hans sem leikmanns. Með Middles- brough og síðar Sunderland skoraði hann 251 mark í 274 leikjum. Aðeins þrítugur að aldri tók hann við stjómartaumunum hjá Hart- lepool í ensku þriðju deiidinni og varð þar með yngsti þjálfari á Englandi. Eftir tvö tímabil þar fór orðspor hans að aukast sem hæfi- leikaríkur þjálfari en einnig fyrir sér- kennilega hegðun og stórar yfirlýs- ingar á stundum. Frá Hartlepool fór Clough til Derby þar sem hann leiddi liðið til sigurs í annarri deild- inni. Hann var látinn taka pokann sinn þegar hann neitaði að hlíta ákvörðunum stjórnar Derby en alla sína tíð fór hann sínar eigin leiðir og gaf engum öðrum gaum þegar kom að stjórnun. Eftir það dvaldi hann um tíma hjá Brighton og níu mán- uðum síðar bauðst honum að stýra Leeds United sem þá var eitt af stóra liðunum í Englandi. Leikmenn Leeds þoldu þó ekki járnkrumlur Cloughs og var hann látinn fara eftir rúman mánuð í starfi. Koman til Forest 1975 lá leið Cloughs tii Notting- ham Forest og þar gerði hann hluti sem verða lengi í minnum hafðir í knattspyrnusögunni. Á fjóram áram þar kom hann félaginu í fyrstu deild, vann þá deild og bikarkeppnina að auki og setti svo punktinn yfir i-ið með því að sigra Evrópubikarinn tvö ár í röð. Ólíklegt er að nokkrum öðr- um hefði tekist slflct afrek með ekki stærra félagi en Nottingham Forest en klúbburinn hefur síðan Clough hætti varla borið sitt barr. Mörgum þótti Clough mjög sér- kennilegur en hann gat tekið upp á ótrúlegustu hlutum þegar sá gállinn var á honum. Eitt hið frægasta er þegar hann elti uppi nokkra áhang- endur sem létu illum látum, húð- skammaði alla saman og sló einn þeirra. Seinna bauð hann builunum í bjór þar sem hann baðst afsökunar. í annað skipti tók hann einn leik- mann sinn út af fyrir grófan leik, hélt yfir honum þramandi ræðu fyrir ailra augum og bað hann hunskast í sturtu. Hann var ekkert að hafa fyrir „Eina ástæðan fyrír því að ég tók aldrei við enska landsliðinu varsú að knattspyrnu- sambandið óttaðist að fá þá ekkert að segja um liðið. Þeir höfðu rétt fyrir sér." Brian Clough „Fyrsta flokks framkvæmdastjóri og sannar- lega skortur á fleira fólki eins og honum í fótbolta." Alex Ferguson því að skipta öðram leikmanni inn á í hans stað. „Ég man eftir að hafa hugsað, þegar ég fylgdist með gengi Forest þegar það var sem best, að þetta ætti eftir að komast í sögubæk- ur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, en met það sem lið hans setti um daginn þegar Arsenal lék sinn 43. leik án taps tilheyrði áður Forest. „Það era engar ýkjur að segja að ég hafi metið það afar mikils að heyra Clough iýsa því yfir fyrir skömmu að Arsenal léki það vel að þeir ættu skilið að brjóta metið." Fjölmargir stuðningsmenn For- est auk ýmissa úr knattspyrnuheim- inum hafa vottað Brian Clough virð- ingu sína. Ber þar kannski hæst Alex Ferguson, þjálfara Manchester United, en þeim lenti oft saman hér á áram áður. „Hann gerði einstaka hluti með lítið félag." aiben@dv.is Á fjórum árum kom hann félaginu í fyrstu deild, vann þá deild og bikarkeppnina að auki og setti svo punktinn yfir i-ið með því að sigra Evrópu- bikarinn tvö ár í röð. „Fyrír mér var hann algjör snillingur og ég er viss um að hann væri sammála þessu mati mínu." Martin ONeill „Það voru heiður og forréttindi að fá að spila undir hans stjórn." Trevor Frands Sannarlega sönn goðsögn í enskum fótbolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.