Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 32
JT* Y £ t CjJí 0 i Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. r-> r-1 f j f \ C i—' <—' r \ i—* 2)2jU 2J SKAFTAHLIÐ24,10SREYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910] SÍMISSOSOOO McOstborgari, jógúrt meö ferskum ávöxtum og miðstærð af gosi | Stjörnulið borgarfulltrúans DagurB. Eggertsson með félögum sínum. Þarna má sjá Andra Snæ Magnason, séra Þór Hauksson og Björk Vilhelmsdóttur. Hannes Hólmsteinn Fylgir bók eftir með sjón■ varpsmyndaflokki um forsætisráðherra. Stöð 2 sýnir Englana aftur „Við sýndum Angels in America í sumar en verðum að gera það aftur eftir öll þessi Emmy-verðlaun sem þættirnir fengu,“ segir Björn Sigurðs- son, dagskrárstjóri á Stöð 2. „Þættirnir verða á dagskrá hjá okkur á milli jóla og nýárs og sýndir í þremur köflum, tveir þættir í einu.“ Alls eru þættirnir um Englana í Amer- íku sex talsins og hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum þó þeir hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum þegar Stöð 2 sýndi þá síðastliðið sumar. Þættirnir hlutu Emmy-verð- launin sem besta þáttaröðin og eru skreyttir með stjörnum á borð við A1 Björn Sigurðs- son Jólagjöftil áskrifenda. Al Pacino Emmyífyrsta sinn. Pacino, Meryl Streep, Mary-Louise Parker og Jeffrey Wright sem öll hlutu Emmy-verðlaun fyrir leik sinn. Englar í Ameríku var sett upp á sviði Borgarleikhússins fýrir ellefu árum í leikstjórn Hlínar Agnarsdótt- ur og var þar um sama verkið að ræða og nú sópaði til sín Emmy- verðlaununum um helgina. f I • Bogi Ágústsson yfirfréttastjóri ríkisins hefur viðrað þá skoðun sína að ekkert liggi á að auglýsa eftir nýjum fréttastjóra Ríkis- útvarpsins nú þegar Kári Jónas- son lætur af störfum og verður ritstjóri Fréttablaðsins. Innan stofnunarinnar er vilji fyrir frek- ari sameiningu fféttastofa út- varps og sjónvarps en þegar er orðin og líklegt að menn sæti nú lagi og ráði alls ekki fréttastjóra í stað Kára. Gæti því stefnt í að Elín Hirst yrði sett yfir eina stóra sameiginlega fréttastofu ríkisins... Hannes yrði fínn fréttastjóri! Ævlntýri í Árbæ Borgarfulltrúi með elgið knattspyrnuliö Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, hefur nú bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Stofnað knattspyrnulið sem vann glæstan sig- ur í Árbænum þegar liðið lagði meist- araflokk Fylkis frá 1973 um síðustu helgi. Tilefni leiksins var vígsla nýs gervigrasvallar hjá Fylki sem lagður var ofan á gamla malarvöllinn „... sem aldrei var kallaður annað en besti malarvöllur landsins", eins og Dag- ur orðar það. Sjálfur skoraði hann sigurmarkið en leikurinn fór 3-1. Dagur er alinn upp íÁrbæjar- hverfinu og í tilefni vígslu gervi- grasvallarins fór hann um hverfið og valdi í liðið eftir minni. Reyndi ná saman helstu fótboltahetjum æsku sinnar og það með þessum ár- angri. Þama mátti sjá séra Þór Hauks- son og Andra Snæ Magnason rithöf- und en hann er hverfisskáld Árbæjar- ins og liðtækur á kantinum. að Hannes selur RÚV fleiri myndir Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur enn og aftur selt Ríkissjón- varpinu sjónvarpsþáttaröð og núna um alla forsætisráðherra íslenska lýðveldisins. Forráðamenn Ríkis- sjónvarpsins hafa áður borið það af sér að hafa keypt nýtt sjónvarpsefni af Hannesi Hólmsteini en nú munu þættirnir sem um ræðir vera á borði Rúnars Gunnarssonar dagskrár- stjóra. Þeir verða á dagskrá í vetur. Heiti sjónvarpsmyndaflokksins er Forsætisráðherrarnir og er í raun sama verk og kom út á bók á dögun- um á kostnað skattgreiðenda. í vinnuskýrslum Ríkissjónvarpsins er Hannes Hólmsteinn þó ekki skráður fyrir myndaflokknum sem keyptur hefur verið, heldur kvikmyndatöku- maður hans, Sigurgeir Orri Sigur- geirsson, en þeir tveir hafa lengi unnið saman. Áður hefur Hannes Hólmsteinn selt Rfkissjónvarpinu mynd um Halldór Laxness, 20. öld- ina og fjölda þátta undir nafhinu Maður er nefndur. „Ég kannast við að Ríkissjónvarp- ið sé að kaupa heimildarmynd sem heitir Forsætisráðherrarnir og Sigur- geir Orri Sigurgeirsson firamleiðir," segir Bjarni Guðmunds- son, framkvæmda- stjóri Ríkissjón- varpsins. Líta má á lið læknisins og borg- arfulltrúans sem grunninn að því stórveldi sem knattspyrnan er orð- in í Árbænum undir nafni Fylkis. Þegar Dagur lék þar fótbolta var hann hafður í vörninni: „Hins vegar talaði ég svo mikið að ég kjaftaði mig í það að verða fyrirliði. Við vorum kallaðir mömmustrákarn- ir vegna þess hversu vel foreldrarnir studdu við bakið á okkur og í raun voru það þeir sem lögðu grunn- inn að því starfi sem hér hefur þróast," segir Dagur sem er orð- inn 32 ára og neitar því að hann sé farinn að hlaupa hægar en hann gerði áður. Reyndar hafi hann aldrei hlaup- ið svo hratt. Seiglan hafi verið aðals- merki hans. „í þessu liði okkar var líka kven- maður, Björk Vilhelmsdóttir stjóm- arformaður Fasteignastofu borg- arinnar. Hún hvatti okkur til dáða og færði okkur vam,“ segir Dagur sem á eins von á að liðið haldi áfram að leika. í raun sé það ósigrandi. Dagur er fluttur úr Árbænum og býr nú á Óðinsgötu í 101 Reykjavík. Hann á eins von á því að flytja aftur upp í Árbæ þegar árin færast yfir: „Þarna er gott að vera. Ætli maður fari ekki hringinn eins og margir." M Þu ve,ur••• W TILBOÐA McOstborgari, Iftill McFranskar eóa gulrætur og mióstærö af gosi TILBOÐ C McOstborgari lítill McFranskar eóa gulrætur og McFlurry ...og borgar^! i’m lovin’it f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.