Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 3
r DV Fyrst og fremst „Þessi mynd er tekin í myndveri Sjónvarps- ins 1979,“ segir Viktor Urbancic hjá Sparibíl- um, sem var einn aðal diskódansarinn í bæn- um, John Travolta íslands. "Við vorum að dansa sem statistar í áramótaskaupinu. Ekki ólíklegt að þetta haíi verið einhvers konar diskóatriði sem við erum með á þessari mynd,“ segir Viktor. Ára- mótaskaupið þetta árið var mjög litað af diskóæðinu sem var allsráðandi á klúbbum bæjarins á þessum tíma. Skrautlegir búningar, ljós og litadýrð var allsráðandi að sögn Viktors. „Flestir þarna tilheyrðu dansflokki frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Þetta voru miklir dansarar sem döns- uðu mikið saman. Þetta gekk voðaiega mikið út á danssýningar og tískusýningar á þessum tíma,“ segir Viktor sem auk þess að vera einn helsti diskódansari tímabilsins var líka virkur með- Áramótaskaupið 1979 Dansarar í diskósveiflu í ára- mótaskaupi Sjónvarpsins. limur í Módel ‘79 tískusýningasamtökunum sem voru stofnuð þetta sama ár. Þetta var frá- bært tímabil við vorum alveg á fullu að skemmta. Það var mikið að gerast á þessum árum og skemmtanir í klúbbum bæjarins alveg frá miðvikudagskvöldum fram á sunnudagskvöld. Hollywood og Klúbburinn voru aðalstaðirnir. Það var mikið djamm en h'tið drukkið þessar skemmtanir fóru frek- ar vel fram. Ég var að kenna dans með menntaskóla hjá Heiðari Ástvaldssyni í Drafnarfelli með Auði Haraldsdóttir danskenn- ara, sem er að því er ég best veit ennþá að kenna. Ég kenndi að- allega diskódansa en iflca samkvæmisdansa. Svo var ég lflca að kenna á skíði, þannig að ég var skíða- og danskennari á sama tíma," segir Viktor sem var íslandsmeistari í diskódansi þetta árið ásamt sumum félögum sínum úr áramótaskaupinu. Viktor Urbancic Gamla myndin MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 3 Spurning dagsins Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hangin svið, söltuð í strjúpann „Uppáhaldsmaturinn minn eru svið og hangi- kjöt. Svið að vestfirskum hætti sem ég hefhaft hönd í bagga með að svíða. Síðan hafa þau verið iátin hanga og söltuð í strjúpann. Með sviðunum borða ég bæði rófustöppu og soðnar kartöflur. Hangikjötið verður að vera heimareykt með uppstúfi, ORA grænum baunum, rauðkáli og heimaræktuðum rauð- um íslenskum kartöflum." Finnbogi Hermannsson fréttamaður „Steiktýsa að hætti mömmu erminn uppá- haldsmatur. Með sítrónu, steiktum lauk, salati og kart- öflum. Mér finnst hún ofboðslega góð og hlakka til að að fá hana þegar ég kem heim. Ég er staddur á Spáni núna og hangi á mat- sölustöðum. Hefsmakkað margt mjög gott, indverskan mat, kín- verskan mat og auðvitað spánskan mat." Andrés Sigurvinsson fram- kvæmdastjóri „Minn uppá- haldsmaturer bitafiskur með smjöri og ísköld mjóikmeð.Ná- kvæmlega núnaerég að borða þetta hér uppi í Borgarfirði þar sem ég skellti mér í réttir." Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður „Einu sinni voru svið minn uppáhalds- matur. En nú er þaðalltsem konan mín býr til. Bæði ís- lenskir réttir og erlendir eins og indónesískir og kínverskir. Konan mín eræðis- genginn kokkur." Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands „Uppáhatds- maturinn minn ermaturinn sem hún Stein- unn í mötu- neytinu í Há- skólanum reiðir fram hverju sinni. Hádegismaturinn hennar er uppáhaldið þann daginn, hvortsem það ergræmetis eða ítalst. Maður hlakkar alltaf til að fara að borða hjá henni." Salvör Nordal heimspekingur (íslensku orðtaki segir„þekkja matinn frá moðinu” - greina hismið frá kjarnanum eða illt frá góðu.Orðtakið er kunnugt frá 19. öld. Moð er heyúrgangur. Þegar allt er í eyði, heitir það friður Frá því Gaius Júlíus Sesar sté á land á Englandi um 55 árum fyrir okkar timatal og þangaö til Vespasíanus keisari sendi þang- aO Gnaeus Júlíus Agricola aO deila og drottna af alvöru, haföi rómverska heimsveldinu dugaö aö leggja undir sig suöur- og miösveitir þessa skógi vaxna eylands. En Agricola hélt ein- beittur í noröur aöberjaá piktunum eöa pjéttunum á Skotlandi. Með honum i för var tengdasonur hans og ævi- sagnaritari, sagnfræöing- urinn Publius Cornelius Tacitus. Þegar rómverski herinn meö Agricola í broddi fylkingar koma aö þvi sem þeir kölluðu Mons Graupius og enginn veit hvar er en nærsveitir Aber- deen þykja líklegar, þá sló i bardaga meö þeim og heimamönnum. Þetta var á því herrans ári 84 og þá kemst fyrsti piktinn á spjöld sögunnar, Calgacus, stundum kallaður Kaledóníukóngur. Heimsveldi ' m....... .... földun; a.m.k. tólf þjóöflokkar bjuggu á Skotlandi um þær mundir og Kaledón- ar voru einn þeirra. En Calgacus viröist hafa náð aö sameina alla þessa til varnar fólkinu og landinu, - aö svo miklu leyti sem það var hægt. Piktarnir voru nefnilega sömu geröar og Keltar flestir, þótt mannmergðin væri mikil og sammála um aö berja á innrásar- herjunum, er ekki hægt aö tala um her. Hver barðist fyrir sig og meö sinni aö- ferö og ekki nokkur leið að hafa stjórn á mannskapnum. Calgacus telstþví hafa tapaö orrustunni viö Mons Graupius en unnið stríðið, róm- verski herinn skundaði suöur og kom aldrei síðan til Skotlands, reisti i staðlnn heljarmikla múra til aö halda piktunum í burtu. En Agricola og Tacitusi virðist hafa þótt nokkuð til Calcagusar koma; i ævi- sögu Agricola hafa þeir fyr- irþví aö segja frá hvatningar- ræöu hans tilsinna manna fyrir orrustuna. „Ræningjar heimsins, Rómverjar," hafa þeir eftir Kaledóniu- kóngi,„þeir hafa eytt landinu meö vægðarlausum hernaði sínum og nú umturna þeir höfunum. Auöæfí óvina þeirra vekja þeim logandi græögi, fá- tækt óvina vekur þeim valdaþorsta. Austur og vesturseöja ekki lengur græögi þeirra og ólíkt öðrum ráðast þeir jafnt á fátæka sem ríka. Rán, grip- deildir, morð og nauöganir kalla þeir heimsvald og þegar þeir hafa lagt allt í eyði, heitirþað friöur." Það er hættuspil að fara út 1 vi úr húsi. J.R.R. Tolkien 1892-1973. □ 41114 itstjorinn og lögtræðineminn Finnur Vilhjálmsson, lögfræðinemi, blaðamað- ur og sjónvarpsstjarna, og Jón Kaldal, aðstoð- arritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi rit- stjóri Skýja, eru systrasynir. Finnur er sonur Fríðu Kristinsdóttur handavinnukennara en Jón er sonur Steinunnar Kaldal. Fjölmiðlaheim- urinn nýtur enn starfskrafta Jóns Kaldals en Finnur fetar slóð föður sfns Vilhjálms og sam- nefnds bróður og stefnir (lögfræðina. Frábærverðtilboðá heilsársdekkjum/vetrardekkjum. BILfAÞ.VO.T,TUR' Jnmuuiwiu 'buIkoí EUPOCARD 155/80R13 frá kr. 4.335 §£9‘0 185/65R14 frállrr. 5.300 195/65 R15 frá kr. 5.900 §£90 195/70R15 8 pr. sendib. frá kr. 8.415 JJirOO Sækjum og sendum bílinn þinn! VISA Léttg reiðslur ■ vtí’í t ** ' ....„ . . . BILKO bilkoíis Betri verð! Smíðjuvegí 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.