Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Fegurðardís íAsíuferð Halldóra Rut Bjamadóttir verður fulltrúi íslands í keppninni Miss Intemational 2004, sem fram fer í Peking í Kína þann 16. október. Hall- dóra Rut heldur til Tokyo á laugardag- inn, þar sem hún mun dveljast ásamt rúmlega 60 öðrum keppend- um til 7. október, en þá fer hópurinn til Kina þar sem keppnin verður haldin. Þetta verður í fyrsta sinn 144 ára sögu keppninn- ar sem hún er haldin utan Japan eða Bandaríkjanna. Sumartími í verkfallssundi Bæjarstjóranum á Gmndarfirði hefur verið falið það verkefni af bæjar- ráðinu að kanna hvort ekki megi hafa opið í sundlaug bæjarins samkvæmt sum- ardagskrá á meðan verkfall gmnnskólakennara stendur yfir. Þá var honum falið að skoða framkvæmd annarra atriða sem tengjast verkfaU- inu og rekstri bæjarins, til dæmis vegna samnings bæjarins um skólamáltíðir handa grunnskólabörnun- um. ájirifá þitt lífl Sigurður Sveinsson útibústjóri „Ekki verulega það sem afer. Aö vísu er krakkinn minn einn heima en hann er nú orðinn þrettán ára gamall þannig að það er ekki vandamál. Ég hef einna helst áhyggjur afþví að hann fái ekki nóg að borða og hann getur jú alltaf fengið sér skyr. Ég hefþví ekki áhyggjur afverkfallinu og sonurinn er afskaplega glaður yfir þessu öllu." Hann segir / Hún segir „Nei ekki enn sem komið er. En á það ber að líta að ég hef yfirleitt börnin mín nálægt mér dags daglega og verkfall eða ekki breytir litlu þar um. Annars styð ég kennara í baráttu þeirra og vil að þeir hafi sömu laun og alþings- menn. Þetta er skipulagt fólk sem stendur fast á sínu og þvíættu allirþingmenn í raun að vera kennarar." Didda Jónsdóttir skáld í maí var Friðrik Ottó Friðriksson dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga henni, ógna með hnífi og svipta hana frelsi. Eftir að dómurinn féll dró sambýliskonan framburð sinn til baka en segir nú Friðrik Ottó hafa neytt sig til þess. Hæstiréttur kveður upp úr í málinu í vikunni. Mur lyrir að hóta konu sem hann nauðgafii mun Héraðsdómur taka það mál fyrir þann 29. september næstkomandi. Saklaus maður Fyrir héraðsdómi kom fram að frá árinu 1991 hefur Friðrik Ottó hlotið 22 refsidóma fyrir ýmis konar afbrot. Fjórum sinnum hefur hann hlotið dóma fyrir líkamsárásir og margsinn- is fyrir auðgunarbrot. Þá þótti fram- burður Friðriks ótrúverðugur en hann neitaði að hafa nauðgað sam- býliskonu sinni en játað eignarspjöll- in. Blaðamaður DV hittiFriðrikOttóá Kaffisetrinu þar sem hann sat með fé- laga sínum. Hann sagði málið órétt- látt og benti á að „kærastan" hefði dregið framburð sinn til baka. „Ég er saklaus maður," sagði hann. Að sögn Sveins Andra Sveinsson- ar, lögmanns Friðriks, mun Hæstiréttur trúlega kveða upp dóm í málinu á morgun. simon@dv.is Friðrik Ottó Friðriksson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi í Héraðsdómi fyrr í sumar fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sam- býliskonu sinni. Friðrik hélt henni nauðugri í íbúð þeirra klukkustundum saman; beitti hana ofbeldi og neyddi til sam- ræðis vopnaður hníf. Hæstiréttur tók málið fyrir í síðustu viku. Þar kom fram að sambýliskonan hafi dregið framburð sinn til baka en í kjölfarið kært Friðrik neyða sig til þess. í dómi Héraðsdóms kemur fram að Friðrik hafi ítrekað neytt sambýlis- konu sína til samræðis og ógnað henni með hníf. Lögreglan var kvödd til en þá læsti Friðrik sambýliskonu sína inn í herbergi og bannaði henni að öskra. Þegar sambýliskonunni tókst loks að flýja úr íbúðinni elti Friðrik hana uppi, kom í veg fyrir að hún hringdi á lögregluna, og dró hana aftur á hárinu inn í íbúðina þar sem hann nauðgaði henni á ný. Hann gekk einnig ber- serksgang og skar rúm og sófasett með hnífhum. Nágrannar kvöddu til lögreglu sem handtók Friðrik Ottó. Alvarleg brot Vegna alvarleika brotanna fékk Friðrik þriggja og hálfs árs fangelsi „Ég er saklaus maður." auk þess sem honum var gert að greiða 1,4 milljón króna í skaðabætur. Friðrik ákvað hins vegar að áfrýja dómnum og tók Hæstiréttur málið fyrir á miðvikudaginn í síðustu viku. Þar lagði lögmaður Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, fram bréf frá sambýliskonu Friðriks þar sem hún dregur framburð sinn til baka. Full- trúi ákæruvaldsins lagði hins vegar fram annað bréf þar sem hún segir Friðrik hafa neytt sig til að draga ffamburðinn til baka. Friðrik Ottó hefur því einnig verið kærður fyrir að þvinga sambýliskonu sína til að breyta framburðinum og Sveinn Andri Svelnsson, lög- maður Friðriks Seg- ir dóminn trúlega falla á morgun. Friðrik Ottó Frið- riksson ofbeldis- maður „Égersak- laus maður." Útvarpsráð ræddi tengsl Gunnlaugs Sævars við Skjá einn Formaður sór af sér samkeppni við RÚV Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son formaður útvarpsráðs sór af sér öll afskipti af kaupum Símans á hlutabréfum í Skjá einum og enska boltanum á útvarpsráðsfundi í gær. Hann tók málið upp sjálfur og neitaði að hafa haft nokkuð af við- skiptunum að segja. Ekki urðu miklar umræður um málið en ein- hverjir útvarpsráðsliðar lögðu áherslu á að RUV yrði að líta á Skjá einn sem raunverulegan sam- keppnisaðila. Magnús Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Skjás eins sagði í samtali við DV á dögunum að hann hefði hitt Gunnlaug Sævar á fundi sem formann stjórnar Trygg- ingamiðstöðvarinnar til að ræða fjármögnun Skjás eins. Hann hefði ekki hitt hann sem formann út- varpsráðs. Gunnlaugur Sævar sagði á útvarpsráðsfundinum að oft væri það svo að fólk leitaði til hans um þátttöku í verkefnum en hann væri ekki að bregðast Ríkis- útvarpinu ef hann ætti slíka fundi. Gunnlaugur Sævar sagði útvarps- ráðsliðum að hann hefði reynt að leiðrétta það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Hann hefur ekki svar- að skilaboðum DV í nokkra daga. í frétt DV frá því á föstudag, sást til Gunnlaugs Sævars á fundum með Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Símans og Magnúsi Ragnarssyni svo og með Björgólfi Guðmundssyni og Brynjólfi um það leyti sem verið var að ganga frá samningum milli Skjás eins og Símans en Björgólfur hefur átt töluvert fé í Skjá einum. Hann er einnig sagð- ur hafa reynt að afla fjár hjá \ til að leggja í Skjá einn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.