Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 11
r DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 11 SAGA STEFÁNS LOGA íf Viö upphaf afbrotaferilsins Þessi mynd afStefáni er tekin um það leyti sem afbrotaferill þeirra þræðra hefst. 1992 Börðu unga móður Stefán Logi og Kristján Markús Sívarssynir eiga að baki langan afbrotaferil. Fyrstu afskipti lögreglu af piltunum voru árið 1992 en þá gengu þeir í skrokk á ungri móður á Eiðistorgi er hún reyndi að vernda börn sín fyrirdrengjunum sem hrellt höfðu börn sem héldu tombólu á staðnum. Þeir bræður höfðu þá stolið peningum aftombólubörn- unum og hrækt á borð sem þau höfðu til afnota. 1997 Árás á ölstofu Árið 1997 þegar Stefán Logi var 16 ára réðst hann á starfsmann Rauða Ijóns- ins á Eiðistorgi sem þá var að loka ölstofunni. Stefán kýldi manninn ítrekað og stal að lokum gsm-síma hans. Bræðurnir létu svo næst til skarar skríða við áramótabrennu á Ægisíðu áramótin þar á eftir. Þá varð maður á sextugsaldri fyrir barðinu á bræðrunum sem réðust að honum og veittu áverka. 1998 Sex dómar og ofbeldi Bræðurnir stunduðu inn- brot árið eftir og fengu dóma fyrir sex þeirra. Samkvæmt heimildum DV var fíkniefnaneysla þeirra orðin grlðarlega mikil á þeim tíma og innbrotin til fjármögnunar neyslunni. Þann 23. apríl réðust bræðurnir svo á mann I Hveragerði. Síðar sama ár kýldi Stefán Logi tönn úr manni við Meöferðar- stöðina Vog. 2002 Skeljagranda- hryllingurinn Þetta ár voru Skeljagranda- bræður dæmdir I fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás en fórnarlamb þeirra var þá skilið eftir í blóði sínu I ná- grenni heimilis þeirra. Stefán Logi hlaut tveggja ára fangelsisdóm og Krist- ján Markús þrjú og hálft ár. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir líkamsárás á Eiðistorgi sama dag i ágúst 2002. 2003 Reynslulausn Stefáni er sleppt úr haldi á reynslulausn eftir að hafa afplánað tvo þriðju tveggja ára dóms. 2004 Ofbeldið heldur áfram Stefán Logi er handtekinn fyrir líkamsárás á hendur ungum dreng I byrjun apríl. Sleppt að loknum yfír- heyrslum. Tveimur dögum síðar er hann handtekinn vegna tveggja annarra lík- amsárása I félagi við Óskar Þór Gunnlaugsson. Settur I gæsluvarðhald og bíðurnú dóms vegna þriggja ofbeldisbrota og eins umferðarlagabrots. Vitnaleiðslur fóru fram í máli Stefáns Loga Sívarssonar, annars svokallaðra Skeljagrandabræðra, sem ákærður er fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir á jafn mörgum dögum í apríl síðastliðnum. Vitni sem einnig er fórnarlamb einnar árás- arinnar dró fyrri framburð sinn svo gott sem til baka í gær enda stangaðist fram- burður þess þá í veigamiklum atriðum á við fyrri yfirlýsingar þess hjá lögreglu og frásögn annarra vitna. ískaldur í réttarsal Stefán Logi Sívarsson sat meö krosslagðar hendur og starði fram fyrir sig meðan vitni lýsti atburðum fyrsta dags ofbelsdisöldu sem stóð íþrjá daga. f< *- S ■: §! A ■ > g •. *«/ y í- m M m Jfe §& ** ^ , 'sl % M fj % M *£ fS ■ - jj ij| :W; - ’ííi' : " •^0;" - J0W Ifihii minnislaust og hrætt við Skeliagrandabnóður Aíleiðingar alvarlegrar fiknieftianeyslu blöstu við hverjum sem vildi þegar vitnaleiðslur héldu áfram í þriggja árása máli Stefáns Loga Sívarssonar, annars hinna alræmdu Skeljagrandabræðra í gær. Tvö vitni komu fyrir dóminn í gær og báru vitni um sitt hvorn ákæruliðinn. Fyrra vitnið var förnarlamb fyrstu árásar Stefáns í þriggja daga ofbeldisöldu sem vakti mikla athygli í þjóðfélaginu og varð tilefni til lagabreytingar sem kvað á um rétt lögreglu til að setja þá í gæsluvarðhald sem ekki héldu lögin á reynslulausn. Stefán mætti í fylgd fangavarða í héraðsdóm í gær enda hefur hann verið í gæslu á Litla-Hrauni frá því í byrjun april er árásirnar voru gerðar. Hann leit talsvert betur út en þegar málið gegn honum var þingfest í júní og ræddi við lögfræðing sinn milli þess sem vitni voru leidd í salinn. Stefán vill sem minnst kannast við téðar þijár ofbeldiskærur á hendur sér; ber við minnisleysi, neitar, eða játar að litlum hluta þeim kærum sem liggja fyrir gegn honinn. Móðir fórnarlambs horfði á Stefán Rekistefna varð við þinghaldið í héraðsdómi í gær þegar ljóst varð að eitt þriggja vitna sem mæta áttu fyrir dóminn mætti ekki. Það vitni er talið geta varpað ljósi á tvo hluta ákær- unnar. Árásina á stúlkuna, sem sam- kvæmt ákæru var framin í bíl sem vitnið keyrði niður Skólavörðustíg og aðra árás sem framin var fyrr sama dag í heimahúsi við Hverfisgötuna. Reynt var að fá aðstoð lögreglu til að finna vitnið og koma því á staðinn en ekkert gekk. Næsta vitni var kallað inn í salinn stuttu síðar: Ungur drengur sem varð fyrir árás Stefáns Loga á heimili Stefáns við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur þá 16 ára gamall. Vitnið gekk í salinn ásamt móður sinni sem settist sömu megin í saln- um og ákærðu, Stefán Logi og Óskar Þór. Hún horfði þungum augum í átt til Stefáns Loga sem sonur hennar „Ég sá bara augun í honum fyllast afreiði og hann blés allur út." segir að hafi barið sig ítrekað í andlit og kvið með þeim afleiðingum að miltað sprakk og tönn brotnaði. Stefán leit tmdan þegar móðir pilts- ins horfði í átt til hans. Annars horfði hann beint fram fyrir sig allt réttar- haldið og virtist lítið brugðið við lýs- ingar vitnanna. Keypti kókaín og var barinn Ungi drengurinn lýsti því hvernig hann, daginn áður en meint árás var gerð, setti sig í sambandi við Stefán sem vitnið bar að „hefði átt helvíti gott kók“, eins og hann kallaði kóka- ín sem Stefán virðist hafa selt eða út- vegað á þeim tíma. Vimið lýsti svo næstu kynnum þeirra Stefáns þannig að daginn eftir að umrædd viðskipti vitnisins og Stefáns með kókaín hefðu farið fram hafi þeir hist í miðbæ Reykjavflcur og haldið heim til Stefáns Loga að Skeljagranda þar sem þriðji aðili hafi bæst í hópinn. Þar segir vitnið að Stefán hafi byrj - að að hóta sér í gríni með öxi sem var á heimilinu. Smám saman hafi þó Stefán gengið lengra og lengra í að ógna sér. Vitnið bar svo að vegna ótta og ekki síst vitneskju um fyrri afbrot Stefáns hafi hann fyllst mikilli hræðslu þegar þarna var komið sögu og þegar Stefán hafi í eitt skipti gripið um axlir sér hafi hann kippst við en æði þá runnið á Stefán: „Eg sá bara augun r honum fyliast af reiði og hann blés allur út.“ Síðan ber vitnið að Stefán hafi kýlt sig föstum högg- um í andlit og kvið áður en hann hafi sparkað í sig liggjandi á stofugólfinu. „Ég veit svo ekki fyrr en hann gefur mér bara einn „gúmoren"," sagði drengurinn þegar hann lýsti árásinni. Hló að grátandi fórnarlambi Pilturinn segir Stefán og vin hans hafa helgið að sér þegar hann sagði þeim grátandi að lokinni árásinni að honum væri iilt í maganum og hann væri mikið kvahnn. Hann segist síðan hafa haltrað upp að verslunar- miðstöðinni Eiðistorgi, sem er í ná- grenni Skeljagranda, hringt í móður srna sem hafi sagt honum að hafa samband við lögregluna. Drengurinn bar fyrir dómi í gær að hann hefði nú snúið baki við frkniefhaneyslu, flust búferlum til útlanda með móður sinni og gengi nú í skóla. Stefán sýndi engin svipbrigði meðan vitnið, sem var 16 ára þegar meint árás átti sér stað, lýsti tiidrögum hennar. Við þingfestingu máisins í sumar lýsti Stefán sig saklausan af árásinni á drenginn og sagðist einungis hafa slegið fórnarlambið með flötum lófa og svo ýtt við honum með fætinum til að athuga hvort hann væri með með- vitund. Vitni hrætt við ákærða Áður en næsta vitni, ung stúlka, gekk í salinn bar Kolbrún Sævarsdótt- ir, fulltrúi ríkissaksóknara, ffarn beiðni fýrir hönd þess um að ákærðu yfirgæfu dómsalinn meðan viðkom- andi bæri vitni. Þeirri kröfu varð Guð- jón Marteinsson, dómari í málinu, að hafna þar sem ekki eru til lagaákvæði um að verða við slrkri bón að sögn hans. Þegar vitnið svo gekk í salinn leyndi sér ekki að unga stúlkan var hrædd; hún forðaðist að horfa r átt til sakbominganna sem samkvæmt ákæru veittu henni áverka þegar hún var farþegi í bfl með þeim auk þess sem hún átti að bera vitni vegna annars ákæruliðs vegna árásar sem gerð var í heimahúsi við Hverfisgötu þar sem stúlkan, ákærðu og fómar- lamb þeirrar árásar vom í annarlegu ástandi að sögn stúlkunnar. Dró framburð sinn til baka Stúlkan var mjög óöragg í vitnis- burði sínum því eins og verjendur bæði Óskars Þórs og Stefáns Loga og Kolbrún sækjandi bentu á þá var veigamikill munur á fr ásögn hennar í lögregluskýrslu, fr ásögn vima og þess sem hún bar við dóminn í gær. Stúlkan sagði mikla fQcniefria- neyslu, en hún hefði verið spraum- frkill á þeim tíma sem árásin var gerð, hafa sveipað dagana sem árásirnar vora gerðar og næsm á eftir miklu óminnisskýi. Hún sagði það ekki rétt, sem ffam hefði komið hjá vitnum að árásinni á hana, að Stefán, þá sitjandi ber að ofan í ff amsæti bflsins, hefði slegið sig tvfvegis, einungis Óskar hefði slegið sig í andlitið og það laust. Þá var ffá- sögn stúlkunnar af atburðum tengd- um árás í húsi við Hverfisgötu óljós og ekki í takt við lögregluskýrslu. Stúlkan sem nú dvelur í Byrginu var augljós- lega hrædd og dró í raun fyrri fram- burð sinn til baka fyrir dómi í gær enda virtist hún engar skýringar geta gefið á minnisleysinu aðrar en að hún hefði verið í mikiili neyslu harðra vímuefria þegar árásin var gerð og skýrslutaka hjá lögreglu fór fram. Að loknu þinghaldi í gær spurði blaðamaður Kolbrúnu Sævarsdóttur, fulltrúa ríkissaksóknara, hvort hún teldi að viminu hefði jafnvel verið ógnað eða hún látin breyta fram- burði sfnum. Kolbrún sagðist ekkert geta sagt um það. „Henni var að minnsta kosti ekki vel við að vera innan um sakbomingana og kvaðst hrædd," sagði Kolbrún. helg'mdv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.