Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 1 7 Stórhöföa. Kassagítar með poka kostar 9.900 kr. og rafmagnsgít- arsett kostar frá 29.900 kr. Þá kosta trommusett frá 54.900 kr. • ítölsk leðursófasett með þriggja sæta sófa og tveimur stól- um eru á sprengitilboði í GP hús- gagnaversluninni í 1 Hafnarfirði. Sófa- settin kosta nú 179.000 kr. en kostuðu áður 249.000 kr. • Risa-útsala stendur yfir á XI8 skóm í Skómarkaðn- um í Fálkahúsinu við Suðurlands- / braut. Leður kvenskór kosta frá 1.499 kr., leður- og efnis-íþrótta- skór kosta frá 999 kr. Boðið er upp á póstsendingu um land allt. • Á raftækjadögum í Húsasmiðj- unni kostar Electrolux ísskápur 39.990 kr., tólf hundruð snúninga Amica þrottvél er á 49.990 kr. og Electrolux blásturs veggofn kostar 36.370 kr. og keramik hellu- borð frá sama ~._____________ fyrirtæki ___________________ kostar 34.590 kr. Vifta með skyggni frá Electrolux kostar 8.990 kr. Fá hugljómun í samræðum „Skemmtilegast þykir mér að rökræða við gott fólk, skerpa mfn eigin rök fyrir þeim, fá hug- Ijómun f samræðum og taka flugið," segir Jó- hann Hauksson forstöðumaður og dagskrár- stjóri. „Meira að segja (vinnunni þykist ég stundum rækta andann þegar ég reyni að finna lausnir á aðkallandi viðfangsefnum. Maður þarf oft að hemja sjálfan sig og aga tilfinningar og rökhugs- un til góðra verka. Svo er oftast innan um einhver fræðibók á náttborðinu hjá mér, heimspeki, félagsfræði o.þ.h. Þetta er einhver þörf til að nálgast kjarna hlut- anna og mannlffsins..." DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða birtist í blaðinu alla virka daga. Búlemíusjúk- lingar of þungir í æsku „Ofþungum krökkum sem borða of mikiö er hættara við aö fá átröskun- arsjúkdóminn búlemíu þegar þau eru orðin fulloröin,"segja breskir sér- fræöingar. Þeir rannsökuðu hundrað fímmtlu og fjórar tvíburasystur þar sem önnurþeirra hafði fengiö átröskunarsjúkdóminn og einnig voru mæður þeirra spurðar um hvernig mataræðið hafði verið í æsku. IIjós kom að þær stúlkur sem þjáðust afbúlemiu höfðu I æsku ver- ið ofþungar, alls ekki matvandar og tekið hraustlegar til matar en tví- burasystur þeirra. Sérfræðingarnir segja að matarvenjur í æsku hafi engin áhrifá það hvort maður fær anorexíu á fullorðinsa/dri en að vera matvandur í æsku komil veg fyrir búlemíu þegar fram á fullorðinsár kemur. Misnotkun og hjartasjúkdómar Bandarískir vísinda- menn segja að efein- staklingur hafi verið mis- notaður kynferðislega I æsku og búið við af- skiptaleysi og óreglu á heimili sínu sé llklegra að hann fái hjartasjúk- dóma á fuilorðinsaldri. Visinda- mennimir sendu rúmlega átján þús- und hjartasjúklingum spurninga- lista um aðstæður þeirra I æsku og þetta er niðurstaða rannsóknarinn- ar. Einn aðstandenda rannsóknar- innar segir niðurstöðuna sýna að þegarkomi að þvi að rannsaka hjartasjúkdóma verði að skoða fleira en áhættuþætti á fullorðins- aldri. „Offitusjúklingum sem verða fyrir alvarlegum slysum er hættara við að látast afþeirra völdum en grennra fólki," segja bandariskir læknar. Heilsa þeirra feitu er oftar en ekki verri og hættulegra er fyr- ir þá að gangast undir nauð- synlegar aðgerðir. Offita, sem sérfræðingarnir segja að sé landlægur faralduir þar i landi, getur dregið úr lungna- starfseminni og valdið hjarta- sjúkdómum sem gera aðgerðir erfiðar. Þá er vitaskuld erfið- ara að gera innvortis aðgerðir á offitusjúklingum. Fyrir tveimur árum var gerð rann- sókn á tæplega tvö hundruð og fimmtíu sjúklingum sem fluttir voru á bráðamóttöku þar af voru sextiu og þrir offitusjúklingar og reyndist dánartíðnin i þeirra hópi mun hærri. Þegar barn verður fyrir því að hitta eða sjá flassara er mikilvægt fyrir foreldra að taka málinu með ró. Lögreglan segir svona mál ekki algeng. Guðrún Inga Guðmunds- dóttir sátfræð- , ingur Ollum bregður pegar þeir hitta llassara Við og við fréttist af flössurum eða mönnum sem fletta sig klæðum fyrir ff aman aðra á ýmsum stöðum. Oftar en ekki eru þeir á göngustígum, við leik- velli barna, skólalóðir og jafnvel í kirkjugörðum. „Ef fólk verður vart við að flassari sé á ferð á það að láta lög- regluna vita. Þá fylgjumst við með svæðinu," segir Ámi Vigfússon aðstoð- aryfirlögregluþjónn. „Svona mál eru ekki algeng. Þessir menn eru að sýna sig og ráðast yfirleitt ekki á neinn. Eng- in sérstök viðbrögð við flössurum eru til enda kannski erfitt að hafa þau uppi. Stundum finnast þessir menn ef þeir láta mikið á sér bera. Ef málið er kært til lögreglunnar fer það sína leið til rann- sóknardeildar." Öllum bregður En hvemig eiga foreldrar og aðrir að bregðast við þegar barnið eða unglingurinn segist hafa séð eða hitt flassara á ferðum sínum? „Börnum jafnt sem unglingum bregður við þegar flassari kemur upp að þeim,” segir Guðrún Inga Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá Miðgarði, félagsþjónustunni í Grafarvogi. „Mikilvægt er fýrir foreldra er að taka málinu með ró, leyfa baminu að segja frá og hlusta og skilja það. Það er líka mikilvægt að taka atburðinum eins og hann er, gera hann hvorki stærri né minni, ekki blása hann upp meira en ástæða er til eða gera lítið úr honum," segir Guðrún Inga. Einnig er mikilvægt að hrósa barninu fyrir að bregðast við á réttan hátt (með að forða sér úr aðstæðum og láta vita um atburðinn), eða ffæða það um rétt viðbrögð ef þarf. Láta aðra vita „Ef að bamið er hrætt eða skelkað eftir lífsreynsluna þá þarf að styðja það, ef flassarinn hefur komið upp að bam- inu á leiðinni í skólann eða þegar það er á leiðinni í tómstundir borgar sig að ganga með bömunum fyrstu skiptin eft- ir atburðinn, svo þau verði ömgg á ný. Böm em mislengi að komast yfir svona lífsreynslu, þau em kannski kvíðin og sumir þurfa meiri stuðning en aðrir. Ef að bamið er mjög kvíðið yfir þessu er mikilvægt að hafa samband við kennar- ann þannig að hann leggi sig fram við að taka vel á móti baminu ef bamið virðist óömggt. Þetta er spuming um að skapa öryggi í umhverfi bamsins aftur," segir Guðrún Inga. .Auðvitað bregður for- eldrum þegar bamið tilkynnir þeim að það hafi séð flassara en það borgar sig að forðast allt óðagot í kringum svona uppákomur." Leikvöllur Flassarar sjást oftaren ekki við leiksvæði barna Halda utan um barnið eða unglinginn „En lykilatriðið er að upplýsingar um atburðinn berist til þeirra sem em að hugsa um barnið svo unnt sé að halda utan um það. Oft líður lengri tími þar til unglingurinn segir frá því að hann hafi lent í svona lífsreynslu. Sum- ir unglingar segja foreldmm sínum strax fiá en aðrir kjósa að segja vinum sínum frá atburðinum eða starfs mönnum félagsmiðstöðva eða kenn urum sínum. Þegar svona upplýsing- ar koma frarn sem snerta líðan barns eða unglings ber fólki skylda til að láta vita. Þá borgar sig að gera það í samráði við unglinginn og skýra út fyrir honum að málið sé þess eðlis að það borgi sig að hafa samband við foreldra, það sé best því það hjálpi þeim. En í heildina séð er um sama ferli að ræða," segir Guðrtin Inga Guðmunds dóttir hjá Miðgarði. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og alnæm- isnefnd Sameinuðu þjóðanna hvetja til aðgerða í Afríku. Lítil aðstoð við alnæmis- smitaða berklasjúklinga Á heilbrigðisráðstefriu sem stendur yfir í höfuðborg Eþíópíu sögðu sérfræðingar að ef berlda- og alnæmispróf og meðhöndlun gegn sjúkdómunum væru gerðar sam- tímis myndi það bjarga lífi hálfrar milljónar alnæmissmitaðra Affíku- búa árlega. Talið er að af þeim tutt- ugu og fimm milljónum Affíkubúa sem smitaðir eru af alnæmi muni allt að fjórar milljónir þeirra einnig smitast af berklum. Álþjóða heil- brigðisstofhunin og alnæmisnefiid SÞ gera alvarlegar athugasemdir við að einungis helmingur þeirra sem greindir eru með bæði berkla og al- næmi fái einhverja læknisaðstoð. Án meðferðar deyji sjúklingamir á nokkrum mánuðum. í sumum ríkj- um álfunnar em allt að 75% berkla- sjúkra einnig alnæmissmitaðir. í Eþíópíu, Kenýju, Mozambík, Ug- anda og Zimbabwe fá undir 40% sjúklinganna læknis- og lyfjameð- ferð gegn berklunum og í Nígeru fá færri en 10% smitaðra læknis- og lyfjameðferð. Þrátt fyrir þetta taka alnæmissmitaðir berkameðferð- inni jafn vel og þeir sem ekki em með alnæmi og kostnaðurinn við meðferðina er lítill. Einnig er afar fáum berklasjúklingum boðið upp á alnæmispróf og þeir em teljandi á fingmm annarar handar sem fá lyf sem ætluð em þeim sem smitaðir em af báðum sjúkdómunum. 2— Fá ekki meðferð Talið að af þeim 25 miHjónum sem eru smitaðir af alnæmi fái \ allt að 4 milljónum manna lika berkla. Sendu SMS skilaboöin GAM.W PI)2 í mímerið 1900 og þu getur tirinið miða á myndina. snyrtitösku. Iiand- tösku. hklakijipu og sicartgripaskrín. ; . y Þff fcrö crna'létta spiirmngu scm þtí wirartncð skihlwöuniim GWIAN \. I! cftá C or víö fátnm [' sirar vita fiyorl pú fiSfiir.uniiið'íða okki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.