Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 23 „Ég mun ekki koma eins og í Vinabse. til meö aö sitja við borö og snua sveií og draga litlar kulur Það verða mjög nystárlegar aðferðir við bingódráttinn." Minus the Bear á Grand Rokki Minus the Bear er rokkhljómsveit frá Seattle sem gerir tílkall til heimsfrægðar. Og er býsna nálægt þvf að „meika" það. Þessi hljómsveit er að leggja upp f tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu þar sem hún mun leika á yfir 30 tónleikum. Og hvar er betra að hefja slfkan túr en einmitt á íslandi? Nú virðist sem eng- inn tónlistar- maður sé maður með mönnum fyrr en hann hef- urtroðið upp hér. Og það ber vel í veiði fyrir rokkáhugamenn að fylgjast með því helsta sem er að gerast á þvf sviði. Minus the Bear treður upp á föstudaginn á tón- leikabúllunni Grand Rokki. Islenskar ofur- hetjur á Popptívi Islenska brettamyndin Noxious Dreaming frá Team Divine Akureyri var frumsýnd í sjónvarpi á Popptívi i gær og verður hún endursýnd I kvöld kl. 20. Um er að ræða alislenska framleiöslu þar sem fjórir ofurhugar frá Akur- eyri sýna listir slnar á snjóbrettum og hjólabrettum svo eitthvað sé nefnt. Myndin er um 40 minútur að lengd en hún fer svof sölu á dvd fljótlega. Á dvd-útgáfunni verður að finna um klukkustund af aukefni þar sem m.a. veröur hægt að skoða nokkur jackass-atriði og fleira skemmtilegt. Gott er aö taka forskot á sæluna meö þvi að sjá sjálfa myndina I kvöld á Popptíví en þar verður þvl miður ekki hægt að skoða aukaefnið. Það verður að biða betri tima en hægt verður að kaupa myndina á næstu dögum I verslununumm Brimi og Optical Stúdiói Sól I Smáralindinni og I Sportveri, Glerártorgi á Akureyri. Lokbrá sér fyrir endann Hljómsveitin Lokbrá er alltafað vinna að plötunni sem ekki er alveg vist hvenær kemur út. Biggi gítar- leikari og söngvari hljómsveitarinnar Maus hefur verið piltunum innan handar og munu Lokbrármenn vera sérlega ánægðir með samstarfið við hann. Nú er Biggi reyndar haldinn aflandi brott, eins og ítar- lega hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins, og þvi standa strákarnir einir eftir. Þeir örvænta þó ekkert þvi mestu vinnunni við plötuna er lokið og segja þeir á heimasiðu sinni að þeir sjái nú fyrir end- ann á þessu upptökuferli. Gaman verður að heyra útkomuna en ekkert hefur verið ákveðið varðandi útgáfudag enn sem komið er. '■'y Fahrenheit 9/11 ádvd Heimildarmynd Michaels Moore Fahrenheit 9/11 sem fyrir löngu er orðin umtalaðasta og tekjuhæsta heimildarmynd sög unnar verður gefin út á dvd i byrjun október. Á sama tima mun geisladiskur með tónlistinni úr myndinni koma i verslanir en þar má finna lög með ýmsum þekktum listamönnum s.s. Jeff Gibbs, R.E.M., Bloodhound Gang, Jethro Tull og Neil Young. Annars er það að frétta af Moore að hann er á fullu i , kosningabaráttunni fyrir demókrata. í gær . Ji sendi hann tölvupóst til þeirra sem skráð ", hafa sig á heimasiðu þar sem hann -J'] S, hvatti fólk til að gefast ekki upp W i þótt skoðanakannanir sýndu að Bush hefði talsvert meira fylgi ÍÍÍrT' s en Kerry. Fór hann þá illum orð- \ i \ um um repúblikana og sagði þá . hægt og rólega vera að skemma " f, •, , ' A jörðina svo fátt eitt sé nefnt. j j Skjár einn mun í október hefja sýn- ingar á bingóþætti þar sem öllum \ landsmönnum verður boðið upp á ókeypis skemmtun og, að sjálfsögðu, bingó. Umsjónarmaður þáttanna verð- ur Vilhelm Anton Jónsson, oftast kall- aður Grili-Villi eða Villi naglbítur. Vil- helm segir að áhorfendur megi búast við heljarinnar fjöri á sunnudagskvöld- um og að aldrei hafi nokkuð þessu líkt sést á skjánum á íslandi, og þótt víða væri leitað. „Við erum á kafi í að klára hug- myndavinnuna. Fyrsti þátturinn verður sýndur 17. október og þetta er allt að komast á hreint," segir Vilhelm. „Fólk mun geta prentað út eins mörg bingóspjöld og það vill heima hjá sér og allir geta tekið þátt. Þegar þú færð bingó getur þú svo hringt inn." Vilhelm segir að vinningarnir verði alveg rosalegir og hvergi verði til spar- að til að gera þetta sem skemmtilegast. „Við stefnum á að vera með gríðar- legt magn vinninga. Þannig að þegar fólk vinnur fær það alveg heilan helling af vinningum. Allir fá eitthvað við sitt hæfi og meira til. Þátturinn verður mjög hraður og skemmtilegur. Ég mun^ ekki koma til með að sitja við borð og snúa sveif og draga lidar kúlur eins og í Vinabæ. Það verða mjög nýstárlegar aðferðir við bingódráttinn en þettá mun allt koma í ljós þann saútjánda." Villi segist aðspurður munaeftir—--— þáttunum Bingólottó sem sýrídir voru á Stöð 2 fyrir mörgum árum og hinu stórkostlega lukkudýri þáttarins, Bingó Bjössa. Hann segir að ekki hafi enn ver- ið rætt um að endurvekja Bjössa fyrir þættina en ítrekaði þó að ekki væri komið endanlegt form á þættina, þannig að það er aldrei að vita nema Bingó Bjössi skríði úr hýðinu og láti sjá sig á ný á Skjá éinum. rap@dy.ls:. ■+

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.