Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Fórnarlamb skemmdi bíl Snemma morguns um helgina var fólksbifreið ekið á lamb neð- an við bæ- inn Núp undir Eyja- fjöllum í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að fólks- bifreiðin er mikið skemmd á eftir. Lambið drapst. Sök- um þessa viO lögreglan á Hvolsvelli taka fram að rétt er að minna á að bændur og aðrir þeir sem eru með búfénað gæd þess að bú- fénaðurinn sé ekki á eða við vegi. Búfé getur reynst hættulegt á þessum árstíma þegar myrkur er á kvöldin og langt frá á morguninn. Varasöm brúargerð Síðustu daga hafa staðið yfir framkvæmdir við brúna yfir Rauðalæk í Rangárþingi ytra en þar er meðal annars verið að lagfæra brúargólfið og hefur önnur akreinin yfir brúna verið opin meðan hin er lokuð vegna fram- kvæmdanna. Lögreglan á HvolsveUi segir öku- menn verða að sýna ítr- ustu varkárni, sérstak- lega í rnyrkri þegar þeir fara þarna um en leyfilegur umferðarhraði er aðeins í 30 km. Roman reif nýbyggingu Roman Abramovich, eigandi knattspyrnuliðs Chelsea, leit aðeins einu sinni á nýja 500 milljón króna viðbyggingu við hús sitt og sagði smiðunum síðan að rífa hana. MUlj- arðamæringurinn segir að viðbyggingin sé of lítil fyrir heilsu- og líkamsræktarstöð sem hann ædar að koma upp á lóð sinni. í staðinn pantaði hann nýja 600 miUjón kr. viðbyggingu. Landsíminn „Hér er norðanátt og rigning og frekar kalsalegt, “ segir Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði 2 í Mývatnssveit. „Sumarið hefur verið sólrikt og þurrt og ekki mikið grasár en þó gott fræár. Veiði i Mývatni hefur verið slök eins og undanfarin sumuren vel hefur veiðst afurriða í Laxá. Lokun Kísiliðjunnar hangiryfir mönnum og kemur mörgum illa. En þess má geta að upp- gangur er á ýmsum öðrum sviðum. Nýju baðlónin í Mý- vatnssveit hafa gengið vel. Mikið hefur verið afferða- mönnum og því nóg að gera hjá Mýflugi og öðrum í ferða- þjónustu." Sjómannasamtökin eru á öðrum endanum vegna samnings sem rekstrafélag gerði við áhöfn Sólbaks EA. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, kallar útgerðarmanninn „aumingjans mann“ og hótar hörðu. Guðmundur M. Kristjánsson, eigandi Brims, segir breytingarnar vera til góðs fyrir sjómenn og að hann sé ekki ljóti kallinn. Útgeröarmaðiir lagfærir heimilisbókhald sjóara Forystumenn sjómannasamtakanna eru ævareiðir eftir að áhöfn Sólbaks EA samdi við nýtt rekstrarfélag um að hafnafrí yrðu af- lögð og uppgjörsaðferðum beitt. Samningarnir eru utan við hefðbundna samninga sjómanna og útgerðarmanna. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að sér lítíst „djöfuUega" á þetta mál og það sé ljóst að félagið muni beita hörðu tíl að reka útgerð Brims á Ak- ureyri tU baka með ákvörðunina. Áformað er að ísfisktogarinn Sólbak- ur haldi úr höfn undir merkjum hins nýja rekstrarfélags á næstu dögum. „Þetta er aðför að verkalýðshreyf- ingunni og við förum 100 ár aftur í tímann takist þessum aumingjans manni að ná fram áformum sínum. Það er ekki nokkur spurning að ef þetta tekst þá munu aðrar útgerðir fylgja á eftir. Við þekkjum nú útgerð- armenn," segir Konráð. Hann segir að einungis einn sjó- maður hafi sagt sig úr félaginu vegna þess enda skUjist honum að áhöfnin sé víða af landinu. Komáð hefur óskað eftir hjálp heUdarsamtaka launafóUcs vegna þessa. „Við höfum leitað aðstoðar Sjó- mannasambandsins og Alþýðusam- bands íslands. Það er morgunljóst að við munum berjast. Þetta eru ger- ræðisleg vinnubrögð og menn voru neyddir til þess að fallast á þetta fyr- irkomulag," segir Konráð. Sævar Gunnarsson, forseti Sjómannasam- bands íslands, hefur þeg- ar bmgðist við tilmælum Konráðs og sagði í fréttum Bylgj- unnar að Guðmundur M. Kristjánsson væri með sið- ferðisvit- undina niður í rassgatí. Sjálfur seg- ist mundur vi hinn rólegasti og kannast ekki við siðferðisbrest. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig sjálf og ég er enginn ljóti kaU í þessu máli,“ segir hann. Guðmundur segir að sjómenn á Sólbaki séu aUs ekki hlunnfarnir með hinum nýja samningi svo sem sjómannasamtökin haldi fram. Þvert á mótí sé kjörum þeirra hag- rætt og aUir hagnist á breytingunni. Með því að vera með skiptiáhöfn sé tryggt að sjómenn fái vikufrí í senn í stað þess að fá snubbótt 30 klukkutíma frí í senn. Þá sé aflahlut mánaðarins deUt niður á úthaldsdaga og aUir fái sama hlut samkvæmt því. Uppgjör komi síðan eftir hver mánaðarmót sem leiði af sér betri yf- irsýn manna yfir fjár- mál „Við erum að færa launamál sjó- manna til nútímans. Okkar reynsla er sú að flestír sjómenn vUji fastar greiðslur og það styrkir heimUisbók- hald þeirra að fá uppgert einu sinni í mánuði. Við erum ekkert að krukka í enda hef ég aUtaf verið góður við sjómenn," segir Guðmundur M. Hann segir að ef fyr- irkomulagið á Sól- bak reynist vel þá muni það verða reynt víðar en útgerð Guð- mundar er ein sú stærsta á landinu. „Ef þetta reynist vel þá verða aUir glaðir og við munum halda áffarn," segir Guðmundur. rt@dv.is Guð- A.jý- >-:■ . ■ „ Við förum 100 ár aftur i 'hifmtm*aki$pessum aumingjans manni ná fram áformum sínum. Þrjátíu metra háar háspennulínur munu prýða Reyðarfjörð vegna álvers Engar raflínur sýndar á álversteikningum Eins og menn vita eru nú að hefjast framkvæmd- ir við stórt álver í norðan- verðum Reyðarfirði. Alcoa hyggur á bygginguna en rafmagn til vinnslu álsins fá Alcoa-menn frá Kára- hnjúkavirkjun sem nú er í byggingu. Reyðfirðingar eru flestir kátir og glaðir með álverið - enda búnir að bíða lengur en nokkur kærir sig um að muna. Búið er að ganga frá öUum lausum endum við byggingu versins og meðal ALCDA annars búið að efna til samkeppni um útlit þess sem nú er í hönnun að sögn talsmanns fyrirtækisins. Athygli hefur vakið að tölvugerð- ar myndir sem sýna fyrirhugað ál- ver og staðsetn- ingu þess í firðin- um sýna sjaldnast raflínurnar tvær sem liggja munu frá Kárahnjúkum um Skriðdal niður íbotn Iíeyðarfjarð- ar og út með firð- inum að álverinu. Þetta hefur mörg- um þótt sérkennUegt þar sem for- senda byggingar álversins hafi verið að nægt rafmagn yrði tryggt tU vinnsl- Alcoa Hefur ekki verið að fela rafHnurnar og ætla að frumsýna nýtt útlit ál- versins fljótlega - þar verða háspennlínunum frá Kárahnjúkum gerð góö skil á mynd. unnar. Þeir sem mesta furða sig á týndu raflínunum segja enda sérstakt að ekki skuli vera gert ráð fyrir aUt að þrjátíu metra háum möstmm Fljóts- dalslínu 3 og 4 við álverið. „Þetta á sér nú eðUlegar skýringar sem liggja í tvennu," segir Hrönn Pét- ursdóttír, talskona Alcoa á íslandi, í samtali við DV. ,Annars vegar hefur endanleg lega Unanna ekki verið á hreinu og svo er endanlegt útlit ál- versins ekki alveg klárt. Við emm ekk- ert að reyna að fela neitt þama enda er það tæpast hægt." Reyðfirðingar og aðrir áhugasamir geta því virt fyrir sér útlit háspennulínanna í landslagi ál- verslóðar- innar áður en langt um líður. helgi@dv.is Hrönn Pétursdóttir Talsmaður Alcoa á Islandi segir að bráðum verði kynntar teikningar afnýja álverinu þar sem rafllnurnar koma fram, ólíkt áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.