Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 13 Leó Löve vill að Geir H. Haarde taki tillit til reynslu hæsta- réttarumsækjenda úr atvinnulífinu Eg er fremstur ef þette snýst nm „Þjóðfélagið snýst ekki bara um lögfræði, eiginlega snýst það minnst um lögfræði þannig að mér finnst að veitingavaldið eigi að taka það með í reikninginn þegar dómarar eru skip- aðir,“ segir Leó E. Löve, umsækjandi um starf hæstaréttardómara. Leó var raðað aftast í umsögn Hæstarétt- ar um hæfi umsækjenda í Hæstarétt, en var þó talinn hæfur til að gegna embættinu. Leó, sem var starfandi stjómar- formaður ísafoldarprentsmiðju í tólf ár með tugi manna í vinnu hverju sinni, telur að taka ætti meira tillit tU reynslu úr atvinnulífmu. „Mín sér- þekking liggur í mikUli reynslu úr ís- lensku atvinnu- og efnahagslífi. Ef veitingavaldið tekur tUlit til þess að ísland snýst um meira en lögfræði, þá er ég fremstur. Það er ekki ein- faldara en það, eins og einn skjól- stæðingur minn segir,“ segir hann. „Annars geri ég mér engar sérstakar vonir en ráðherrann gæti gert hvað sem er,“ segir hann. „Ég vissi að ég væri aftastur í þess- um hópi þegar miðað væri við fræði og hlaupagetu. Mín sérstaða ] er í grasrót- inni,“ segir Leó. Leó sendi læknisvott- orð ír H. Haarde Leó vill hann taki tillit til nsluhans úratvinnuog ahagslífi þjóðarinnar. með umsókn sinni en hann er með MS sjúkdóminn. „Læknirinn sagði að ef ég treysti mér sjálfur í starfið, þá gæti hann ekki annað en mælt með því,“ segir Leó. „Ég benti á 32. grein laga um málefni fatlaðra þar sem segir að fatíaðir skuli eiga forgang að öðm jöfnu við veit- ingu starfa hjá rUd og sveitarfé- lögum. Hæstiréttur sagðist ekki geta lagt mat á fötíun mína en taldi hana ekki gera mig óhæfan," segir hann. „Ég get ekki gagnrýnt áht Hæstaréttar og er ekkert ósátt- ur við það. En ef ég á að segja alveg eins og er þá tekur Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson rétt- asta póUnn í hæðina og gefur frá sér skynsamlegt álit, “ segir Leó. í umsögn Hæstaréttar sem DV birtí frétt um í gær má lesa að dóm- arar réttarins hafi ekki áhuga á að fá Jón Steinar Gunnlaugsson tU liðs við sig. Margir töldu Jón Steinar manna líklegastan til að hreppa hnossið, en nú má ljóst vera að ákveði Geir H. Haar- de að skipa símavin sinn úr þættínum VUtu vinna miUjón, getí það leitt af sér kæmmál. Jón Steinar vUdi ekki tjá sig um máUð. kgb@dv.is Leó E. Löve Ég benti á 32 grein \ laga um málefni fatlaðra þar sem segir að fatlaðirskuli eiga forgang að öðru jöfnu við veitingu starfa hjá hinu opinbera. Hálftíma töf bíleigenda vegna eistnesku Vestmannaferjunnar Logskera þurfti af bryggjutengingu St. Ola Eistneska ferjan St. Ola leysir Herjólfafl tvær vikur. Eigendur sextán bíla sem vom um borð í eistnesku ferjunni St. Ola í Þor- lákshöfii um kvöldmatarleytið í fyrra- kvöld þurftu að bíða í hálftíma á meðan bílalandgangi skipsins var breytt. „Það em flapsar á skipinu sem eiga að leggjast inn á bílabrúna. HaUinn var aimar en við reiknuðum með þannig að flapsamir náðu ekki yfir. Við leyst- um það hreinlega með því að skera þá í burtu," segir Guðfirmur Pálsson, rekstrarstjóri Samskipa í Vestmanna- eyjum. Samskip reka Vestmannaeyja- ferjuna Herjólf sem nú er erlendis í reglubundinni sflppferð. „Þetta er náttúrulega ekki sama skipið og gengur hér yfir dags daglega. Það var því við því að búast að ein- hverjir hnökrar gæm komið upp. Eftír að flapsamir hafa verið teknir í burtu geta allir ekið yfir. Við gemm einhverj- ar smábreytingar á þessu þannig að þetta verður alveg í góðu lagi," segir Guðfinnur. Að sögn Guðfinns gengu ferðimar með eismesku ferjunni vel í gær. „Það hafa allir látið mjög vel af skipinu. Það er öðm vísi að vinna við heldur en Herjólf og menn þurfa einfaldlega að stflla sig inn á það,“ segir Guðfinnur. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur verði í sUpp í tvær vikur í Danmörku. ...falla úr Úrvalsdeildinni? „Það er bara ekki hægt að lýsa þessu, því þetta er ómögulegt. Þetta munaði bara 5 mínútum sem gerði það Ult verra og faUið enn grátlegra. Ef Fram hefði unnið hefði þetta þó verið aðeins skárra. Mann langaði að gráta - og gerði það næstum þegar þetta var búið." Stjarfir í leikslok Við stóðum stjarfir og sögðum ekki orð í klukkutíma eftir að við komum inn í klefann. Það fór í taugamar á manni að missa þetta svona niður. Það var ekki laust við að maður skoraði mörg mörk sem við klúðmðum í sumar þama í búningsklefan- um eftir leik. Við fórum svo nokkrir og feng- um okkur nokkra bjóra og enduðum á hálf- gerðu trúnó. Þetta varð að hálfgerðri erfi- drykkju." Hvað klikk- aði? „Síðustu fjór- ir til fimm leik- imir vom lélegir og þá misstum við þetta niður. Siggi (JónssonJ þjálfari orðaði þetta vel þegar hann sagði leik- inn í Grindavflc vera tímabflið hjá okkur í hnot- skum; þar sem tókust á vel- gengni í byrjun og klúður í lokin. Við fýlgdumst með leiknum í laug- ardalnum og ég man að í innkasti, í stöðunni 1-3, var kaUað á okkur og sagt að staðan væri orðin 5 eða 6-1 í leik Fram og Keflavíkur. Þá færðist bros yfir mannskapinn og við héld- um að þetta væri að verða komið. Ákváðum samt að kýla á þetta og reyna að setja fleiri mörk.“ Litli maðurinn og skallinn „Við fengum á okkur klaufalegt mark rétt fyrir leikslok og staðan var orðin 3-2 fýrir okkur. Mér fannst nógu klaufalegt að fá á sig mark beint úr homi svo við þyrft- um ekki að láta það hafa af okkur sigurinn. Vmdurinn var rosalegur þama undir lokin og ég var orðinn einn fiammi þegar rothöggið kom: Þeir jöfnuðu. Það er eitt að fá á sig mark en að vera sendur niður um deild með skaUamarki fiá manni sem er einn og sextíu á hæð eins og Grétar Hjartarson, það er hryUilegt. Grétar gerði þetta samt vel eins og svo margt annað en þetta áttí ekki að gerast, fjandinn hafi það.“ Meira stuð í Firðinum „Ég hef ekki hitt neina FH-inga síðan um helgina en get rétt ímyndað mér að stemningin hjá þeim sé góð. Þeir em vel að þessum sigri komnir strákamir en maður getur ekki varist þeirri hugs- un að 5 mfnútur muna því að við mætum þeim og ftínum liðunum að ári í Úrvals- deildinni. Þetta er grátíega h'tíð sem munar þama en svona er nú fót- boltinn og h'tíð við því að gera. Við erum ekki búnir að leggja árar í bát, ó nei!“ Víkingar ekki búnir á því „Ég er uppal- inn KR-ingur og fór tfl Víkinga ný- lega þar sem ég fékk að spila og kunni vægast sagt vel við mig. Mórallinn er búinn að vera ffábær og í raun sá bestí sem ég hef kynnst í þessum fótbolta öUum; samheld- inn hópur og þjálfari sem á engan sinn líka. En við erum ekki hættir og ætlum okkur stóra hlutí. Ég hef ekki áhyggjur af því að Vfldngur verði lengi í fyrstu deild ef við höld- um mannskapnum, Jiá verðum við mættir í slaginn í Úrvalsdeildinni áður en langt um líður. Það verður fúlt að þurfa kannski að fara úr þessum hópi þar sem mórallinn er svona góður." r fylgdu KA-mönnum niður i fyrstu deild þetta árið eWrað hafaleikið „Það ereittaðfá á sig mark ett að vera sendur niðurum deifd með skalla~ markí frá manni sem er einn og sex~ tíu á hæð eins og Grétar Hjartarson, það er hryllílegt. Grétar gerðí þetta samt ireí eins og svo margt annað en þetta áttí ekki að gerast, fjandinn hafíþað/'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.