Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV „Ég er örvhentur, en hefverið að reyna að leika golfundanfarin tvö, þrjú ár með hægri, eins og ég lærði á fyrsta námskeiðinu. Hafði ekki prufað vinstrihandarsett fyrr en fyr- ir tilviljun um síðustu helgi og átti auð- vitaö Hvað liggur á? Helgi Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur alltafaö fylgja mínu vinstra eðli. Nú er að æfa sig afkappi fram á haust- ið og taka svo til fyrir alvöru með réttri vinstri sveiflu." Leikskólakennari í Reykjavík ráðleggur foreldrum að leita á námskeið hinnar um- deildu Gitte Lassen sem landlæknir hefur opinberlega varað við. DV náði tali af Maríu AntalTek sem á tvö börn á leikskólanum. María hefur snúið baki við kærasta sinum og foreldrum eftir að Gitte náði heljartaki á henni. Sjálf vill hún sem minnst segja um Gitte. Leikskólastjóri til varnan arkunámskeiDum „Gitte hefur breytt lífi mínu," segir Lilja Oddsdóttir leikskóla- stjóri á leikskólanum Höfn í Vesturbæ Reykjavíkur, sem aðhyllist þá lífsstefnu sem Daninn Gitte Lassen hefur kennt á svokölluð- um orkunámskeiðum. Samkvæmt heimildum DV vísar Lilja for- eldrum hiklaust á Gitte eigi börnin við einhvers konar vandamál að stríða, andleg eða líkamleg. Gitte segir lausnina á vanda barnsins alltaf að finna hjá foreldrunum sem smiti neikvæðri orku til barna sinna. Námskeið þau sem Gitte hefur staðið fyrir hafa verið sögð sundra fjölskyldum. Aðstandendur þátttak- enda segja námskeiðin leiða til höfnunar á ættingjum og jafnvel skilnaðar. „Móðir mín yfirgaf mig þegar ég var aðeins þriggja ára og alla mína ævi hef ég þurft að kljást við tilfinningar móðurmissis," segir Lilja. „Það var samt ekki fyrr en ég byrjaði á meðvirkninámskeiðum Gitte að ég komst að því hvað var að hrjá mig. Vandamálið kom upp á yfirborðið." Og vandamálið var leyst. Lilja ítrekar að eftir kynni sín við Gitte sé hún ný manneskja. Barðist við meðvirkni Meðvirkni er tilfinningalegur vanþroski. Gitte hjálpaði mér að standa með sjálfri mér og leyfa mér að vaxa og vera hamingjusamari. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm og nú," segir Lilja og fær sér vatn með sjálfstyrkjandi olíu. Þriggja ára börn á sjálfshjálp- arnámskeiði DV fékk spurnir af því að Lilja hjálpaði foreldrum að leysa vanda- mál barna sinna með því að koma þeim í kynni við Gitte Lassen í stað þess að vísa þeim til menntaðra fag- aðila. Gitte Lassen er reyndar jarð- eðhsfræðingur en hefur enga form- lega menntun í meðferðarráðgjöf. Lilja neitar því að hún beini foreldr- um til Gitte en segir þá foreldra sem sendi börnin sín í Waldorfleikskóla mjög meðvitaða. Erfiðar breytingar MyndUstarkonan María Edit An- tal á tvö börn í leikskóla Lilju. Hún staðfesti að þegar vandræði komu upp með bömin ráðlagði Lilja henni að leita tU Gitte Lassen. „Ég var ekki í nógu góðu sam- bandi við börnin," segir María. „Eft- ir að Gitte kom til sögunnar er sam- bandið orðið mun betra. Það er frek- ar unnustinn og ættingjarnir sem eiga erfitt með að sætta sig við breyt- ingarnar." Sjálfshjálp og orkulæknar Gitte mælir með því að foreldr- arnir taki börnin með á sjálfshjálp- arnámskeið sín sem meðal annars hafa verið haldin yfir helgi á Sól- heimum í Grímsnesi. Auk þess að ffytja inn „orkulæknana" hefur Gitte verið með austurríska aðstoðar- menn sem hafa komið henni til hjálpar á námskeiðunum á Sólheim- um þar sem foreldrar mæta með ung böm sín, aUt niður í þriggja ára gömul. Landlæknir hefur varað við námskeiði sem Gitte hélt með breskum „orkulæknum" um síð- ustu helgi, þar sem fóUc var meðal annars var- að við nútíma lækna- vísindum. Óútskýranleg- ur kraftur Á gólfinu í stofu Maríu liggja tvær dýnur. Á miUi þeirra er stór steinn. j María er hins f vegar ófáanleg í tU að útskýra tUganginn með dýnunum og steininum. „Þú getur ekki fengið mig „Eftir að Gitte kom til sögunnar er sam- bandið orðið mun betra. Það eru frekar unnustinn og ættingj- arnir sem eiga erfitt með að sætta sig við breytingarnar að útskýra aðferðir Gitte," segir hún og bætir svo við: „Þú getur ekki útskýrt fyrir nein- um bragðið af óh'fum. Þú verður að bragða þær sjálfur." simon@dv.is Leikskólinn Höfn Samkvæmt heimildum DV hefur Lilja beint foreldrum barna á leik- skólanum til Gitte. Gitte Lassen Skipuleggur nám- skeiö sem eiga aö hindra orkuleka úrlikömum fólks. Lilja Oddsdóttir leikskóla- stjóri Segir námskeiö Gitte Lassen hafa breytt lifi slnu. Verjendur í líkfundarmálinu fá ekki gögn um heilsufar Vaidasar Verjandi segir ekki vilja til að leysa málið „Það er greinUega ekki vUji tíl að leysa málið," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jónasar Inga Ragnarssonar, eins sakborninganna í líkfundarmálinu, að loknu þing- haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Beiðni verjenda um að réttur- inn aflaði gagna um heilsufar Vaid- asar Jucievicius fyrir komu hans til íslands var hafnað þar í gær. Enginn hinna þriggja sakborninga í málinu mætti fyrir dóminn í gær. Vaidas þessi kom til íslands 2. febrúar síðastliðinn en lést fjórum dögum síðar, að því er talið er, í íbúð landa síns Tómasar Mala- kauskas við Furugrund í Kópavogi vegna umbúða 230 gramma af am- fetamíni sem stífluðu meltingarveg hans. Lík hans fannst svo 11. febrú- ar þegar kafari í Neskaupstað hugð- ist athuga skemmdir á bryggju við Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar þar í bæ. Líkið var vafið í plast og á því voru fimm stungur. Krafa verjenda í máhnu snýst um upplýsingar sem komu fram í frétt DV skömmu eftir hkfundinn þar sem móðir Vaidasar ber að heilsa hans hafi verið slæm fyrir íslands- förina. Heilsu hans hafi farið hrak- andi frá því hann fór í fangelsi fyrir bflþjófnað. „Hann varð alvarlega veikur í fangelsinu, fékk bæði magasár og lungnabólgu. Eftir að hann losnaði út var hann stöðugt undir læknis- höndum og dvaldi lengi á sjúkra- húsi. Hann var með magasár og lungnabólgu og ég einfaldlega trúi því ekki að hann hafi svona veikur farið til íslands sjálfviljugur," sagði Irena Juceviciene, móðir Vaidasar heitins í samtali við DV stuttu eftir að lík hans fannst í Neskaupstað. Ákæruvaldið taldi ekki nauðsyn- legt að afla gagnanna heldur, fannst þau ekki tengjast málinu beint þar sem krufning hefði leitt í ljós að um- búðir af fíkniefnunum hefðu valdið dauða Vaidasar heitins. „Með fullri virðingu, þá veit ákæruvaldið ekki allt," sagði Sveinn Andri í gær og Ragnheiður Harðar- Jónas Ingi Ragnarsson Lögmaöur hans bendir á aö móðir Vaidasar hafi sagt son sinn veikan áöur en hann flutti fíkniefni hingaö til lands. dóttir saksóknari svaraði strax: „Það er réttarmeinafræðingur á vitnalist- anum." Aðalmeðferð verður 18. og 19. október. hetgi@dv.is Landsvirkjun sýknuð Landsvirkjun ber ekki að greiða landeiganda í Mývatnssveit, Reykja- hhð ehf., 47 þúsund krónur vegna þátttöku fulltrúa félagsins í vali á stæði fyrir vegaslóða um land Reykjahlíðar. Héraðsdómur Reykja- vflcur segir ekki hafa verið sýnt ffarn á að samið hafi verið um slíka greiðslu til landeigandans. „Þvert á móti hafi hann verið að gæta sinna eigin hagsmuna þegar hann, að eigin ósk, var hafð- ur með í ráðum varðandi ákvörðun um lagningu um- rædds vegslóða." Reykjahh'ð efh. á að greiða Landsvirkjun 100 þúsund krónur í máls- kostnað. Leita að textíl á Reykjanesi Bæjarbúar í Reykjanes- bær eru nú hvattir til leita í fataskápum og uppi á háa- lofti að textflvörum fyr- ir Byggðasafn Reykja- nesbæjar. Textfleign safnsins er flokkuð í dúka, púða, teppi og mottur, gardínur, eld- hústau, famað og bún- inga, rúmfatnað og fána og veifur. Leitað er eftir textfl með menningar- söguleg tengsl við svæðið. Bæði er leitað að dæmigerð- um, venjulegum textfl og að sérstökum textfl sem tengist ákveðnum persónum, til dæmis handprjónuðum peysum og heimasaumuð- um flflcum. Einnig hsku- textfl. tm mtw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.