Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fréttir J>V í gær var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur gegn Tryggingamiðstöðinni vegna dánarbóta Hlyns Þórs Sigurjónssonar sem lést í bílslysi á Spáni fyrir fjórum árum. Tryggingamiðstöðin greiddi foreldrum Hlyns Þórs tíu milljónir króna sem Hafdís Perla telur sig eiga rétt á í ljósi sambúðar sinn- ar með hinum látna. Dáni kaldi formaður Bolvíski trillukarlinn Guðmundur Halldórsson, betur þekktur sem Gvendur Golli, hefur látið af for- mennsku í Eldingu, félagi smábátaeiganda á Vest- fjörðum norður. Nýr for- maður félagsins er Hálfdán Kristjánsson frá Flateyri, en Vestfirðingar þekkja hann sem Dána kalda. Gvendur Golli hefur vakið mikla at- hygli íyrir skelegga baráttu sína í þágu trillukarla, ekki síst þegar línuívilnun var í hámæli. Náði barátta hans þeim fáséða hátindi að út- gerðarmaður í Bolungarvík hótaði að yfirgefa bæinn, meðal annars eftir orða- skak við hann. Dáni kaldi hefur að sama skapi vakið mikla athygli fyrir baráttu sína og orðfæri. Kaupmáttur á uppleið í gærmorgun birti Hagstofan launavísitölu fyrir ágúst og hækkaði hún um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,2% en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 3,7%. Kaupmáttur launa hefur því hækkað um 1,5% síðastliðna 12 mán- uði og er þetta sama meðaltalshækkun og í júlí. Hækkun húsnæðis- verðs skýrir 0,97% af hækkun vísitölu neyslu- verðs á tímabilinu. Þessi hækkun hefur einungis áhrif á lítinn hluta laun- þega og því má álykta aö kaupmáttur annarra launþega hafi verið meira en meðalkaup- máttur gefur til kynna. Greining Landsbanka segir frá. Flýti mislægi Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu í gær fram tillögu um að undirbúin yrði gerð mislægra gatnamóta Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar. „Lögð verði áhersla á að ljúka skipulagsþætti máls- ins sem fyrst og markvisst haldið áfram því ferh sem þegar er hafið, að leggja mat á umhverfisáhrif á þeirri mislægu lausn sem legið hefur fyrir frá því í ársbyrjun," segja sjálfstæð ismenn óánægðir með „stórlega ámælisverða" framgöngu R-listans í mál- Tryggingamiðstöðin Borgaöi foreldrum manns sem fórst í bilslysi á Spáni 10 milljónir króna. Reykurinn við slökkvistöðina Stuttu fréttirnar í blöðunum geta oft verið stærri en þær löngu. Svart- höfði veit yfirleitt meira eftir að hafa lesið stutta frétt en langa. Og hann les þær líka oftar af því þær eru svo stuttar. Eins og fféttin „Jónan kostaði vinnuna" í blaðinu í gær. Þar sagði frá tveimur mönnum sem höfðu tyllt sér við slökkvistöðina á Selfossi og fengið sér smók. Lögreglumenn sem leið áttu hjá sáu hvar reykur stóð upp úr slökkvistöðinni og tóku mennina því tali. Gátu þeir rétt reist sig upp frá slökkvistöðvarveggnum og voru bæði reikulir í spori og tO Hvernig hefur þú það? „Ég uni mér vel,"segirJón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaöur og prófessor við Há- skólann i Reykjavík. Hann vill ekkert tjá sig um umsögn Hæstaréttar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti en segist ánægöur við málflutningsstörf sín og kennslu.„Ég er að kenna réttar- far ÍHáskólanum í Reykjavík og kenni þar skemmtilegum nemendum. Ég er með bók í smíðum ummálskot til Hæstaréttar en er nervös aðtala um það fyrr en maður hefur pródúktið I hendi. augnanna. í fram- haldinu fundu lög- reglumennirnir lítil- ræði af marijúana í fórum þeirra sem enn var óreykt. Að auki kom í ljós að annar mann- anna var frá Bandaríkj- unum og hafði ekki at- vinnuleyfi hér á landi. Hvað þá leyfi tíl þess að reykja marijúana við slökkvistöðina. Var hald lagt á vega- bréf hans og honum gert að mæta daglega á næstu lögreglustöð og tO- kynna sig á meðan mál hans er í rannsókn. í raun er stórmerkOegt að at- I burður sem þessi geti átt sér stað í | lidu þorpi eins og Selfossi um miðjan september. Kjarni málsins er hins vegar sá að það voru lög- reglumenn en ekki slökkviliðs- menn sem urðu reyksins við slökkvistöðina varir. Svona svip- að og ef slökkviliðsmenn hefðu handtekið innbrotsþjóf á lög- reglustöðinni. Eins og aðrar góðar fréttír sldldi þessi eftir bergmál úr hirslum sannleikans sem jafnan fylgir almæltum tíðindum. Sem sagt að þar sem er reykur, þar er líka eldur. Og ekki síður hitt: ar sem er slökkvistöð, þar á ekki að vera reykur. Svaithöfði Kærastan vill milljóna- bætur foreldranna „Málið snýst um réttindi sambýlisfólks og óljósa skilmála trygg- ingarfélaga," segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlög- maður sem stefnt hefur Tryggingamiðstöðinni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrir hönd Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur gerir hann kröfu um að Tryggingamiðstöðin greiði skjólstæðingi sín- um tíu milljónir króna í formi bóta eftir að sambýlismaður Hafdísar Perlu lést í bílslysi á Spáni árið 2000. Tryggingamið- stöðin greiddi foreldrum hins látna hins vegar tíu milljónirnar. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Hafdís Perla, sem nú er 25 ára, hafði verið kærasta Hlyns í fjögur ár en í sam- búð með honum í eitt ár þegar hann lést í bflslysi á Spáni. í ljósi þess, svo og vegna árslangrar sambúðar þeirra, telur Hafdís Perla að hún eigi rétt á dánarbótunum upp á tíu mfllj- ónir króna. Tryggingamiðstöðin túlkaði málið hins vegar á annan hátt og greiddi féð aflt tfl foreldra Hlyns Þórs. Þar sem Tryggingamiðstöðin hef- ur þegar greitt út dánarbæturnar á Hafdís Perla engan kröfurétt á féð sem er í höndum foreldra sambýlis- manns hennar fyrrverandi. Hitt er Hafdís Peria, sem nú er 25 ára, hafði verið í sambúð með Hlyni Þór Sigurjónssyni ( eitt árþegar hann lést i bilslysi á Spáni. lfldegra að Tryggingamiðstöðin verði að greiða henni sömu upphæð á ný og tvígreiði þannig líftryggingu Hlyns Þórs. Að mati lögfræðinga er oft erfiðara að gera upp fjármál sambúð- arfóUcs en giftra við skflnað en fordæmi má þó finna þar sem ' sambúðarfólk hefur haft betur þegar farið hefur verið með shk mál < fyrir dómstóla. Jafnvel er for- dæmi þess í hæstaréttardómi að sambúðarkona hafi verið tekin fram yfir börn látins föður við greiðslu líftrygging- ar. Verjandi Trygginga- miðstöðvarinnar í máh þessu er Valgeir Pálsson hæstaréttarlögmaður en dóm ari Sigríður Ólafsdóttir. Einar Gautur Steingrfmsson Lögmaöur Hafdisar Perlu Hafsteinsdóttur færir rök fyrir réttindum sambýlisfólks þegar kemur aö tryggingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.