Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Minni umferð í verkfalli Þótt það sé skelfilegt að það sé verkfall, þá er umferðin léttari þegar fólkið er ekki að keyra krakkana í skólann. Venjulega er samt allt fullt á milli hálfátta og níu á morgnana, Miklabrautin, Kringlumýrarbrautin og Sæbrautin. Allt stopp. Það sem Óli Ómar Óskarsson ÓliÓmar segir qö rrieð lít• illi fyrirhöfn sé hægt að bæta merkingar við vegaframkvæmdir. Leigubílstjórinn segir mér finnst þó leiðinlegast í umferð- inni eru merkingamar þegar fram- kvæmdir eru í gangi. Þær eru oftar en ekki inni á leggjunum þannig að maður getur ekki valið aðrar leiðir. Maður þarf að setja upp gleraugtin til að lesa hvað er lokað og hvert maður getur farið til að komast áfram. Mér finnst þetta merkinga- leysi óvfrðing við umferðina. Fyrir nokkrum árum var ég að keyra í laxveiði á Fellsströnd og æd- aði í gegnum Dalina með öldruðum foreldrum mínum og fleirum í sam- floti. Við vorum á fjónim bílum og 5000 sprengjur til ísraels Bandaríkjamenn ætla að selja ísrael 5000 svokall- aðar smart-sprengjur en margar slíkar hafa kostað fjölda Palestínumanna líf- ið. Um er að ræða ein- beygðum eins og venjulega þegar við vorum komin framhjá Borgarnesi en þegar við vorum komin kílómetra norður fyrir Borgames kom skilti þar sem stóð að Brattabrekka væri lokuð vegna viðgerða. Þetta þýddi að við þurftum að snúa öllum bflunum við á þjóðveginum. Þegar ég gerði at- hugasemdir við lögguna, spurði hún mig hvort ég væri eitthvað „tens“. Svona gerist ekki bara úti á landi heldur lflca í bæjartraffíkinni. Mér finnst að menn ættu að geta lagað þetta með lítilli iýrirhöfh og merkt almennilega hvar framkvæmdimar em til að fólk geti vaiið aðrar leiðir. Þannigyrði umferðin greiðari og fólk kæmist betur þangað sem það ætlar. hverja stærstu vopnasölu á milli ríkjanna hingað til. Verðið er um 25 milljarðar króna. Að sögn dagblaðs- ins Haaretz í ísrael er mál- ið viðkvæmt pólitískt séð þar sem íraelsmenn hafa áður notað þessar sprengj- ur gegn Palestínumönnum og ein slík drap þannig 15 Palestínumenn í árás á Gaza-svæðinu árið 2002. Vændiskonur með utsölu Það er hart í ári í vændis- bransanum í Rúm- em'u þessa dagana og mellur í bæ ein- um þar í landi hafa því bmgðið á það ráð að veita mikinn af- sláttafþjónustu sinni. Sumar af mell- unum í bænum Bacau segja að þær viti að fólk þar um slóðir sé frekar að hugsa um vetrarforðann en kynlíf á þessum tíma árs- ins. Því hafi þær ákveðið að veita viðskiptavinum sínum allt að 50% afslátt. Ein stúlknanna segir í samtali við blaðið Ziarul de lasi að þær hafi leyfi til að bregðast við minnkandi eftirspurn með þessum hætti. „Þetta er jú frjáls markaður, er það ekki?“ segir hún. Reisti kross gegn bölvun Skólastjóri einn í Rúm- em'u hefur reist risastóran kross á skólalóðinni til að verjast bölvun sem hann telur að hópur nemenda hafi sett á sig. Ilie Verdes hefur ver- ~ ið skólastjóri við Lovinescu-mennta- skólann í Focsani und anfarin 25 ár. Nemendumir segja að hann sé mjög strangur skóla- stjóri. Er hann fékk upplýsingar um að hópur óá- nægðra nemenda hefði keypt bölvun gegn honum af spákonu reisti hann krossinn á leiksvæðinu á skólalóðinni. Ásmundur Jóhannsson, fyrrverandi stórútgerðarmaður, segir að sjávarútvegsráðu- neytið hafi með óeðlilegum kvótatilfærslum kostað sig hálfan milljarð króna. Þetta hafi kippt fótunum undan rekstri á skipi hans, Þórshamri GK. Hann segir að skerð- ingar hafi kostað sig hálfan milljarð og vill bætur. Boðar samtök hinna sviknu í sjávarútvegi Ásmundur Johannsson, fyrrverandi útgerðarmaður nótaskipsins Þórshamars GK, segir að sjávarútvegsráðuneytið hafi á upphafsár- um kvótakerfisins haft af sér 500 tonna þorskkvóta og smám sam- an kippt fótum undan rekstrinum. Ásmundur starfaði sem sjó- fiski. Þórshamar GK fékk þá sem Ásmundur Jóhannsson Missti stóran hluta eigna sinna þegar útgerð hans var skert á upphafsárum kvótans. maður í 37 ár. Hann varð árið 1977 einn eigenda loðnuskipsins Þórshamars og starfaði á skipinu sem stýrimaður og skipstjóri. Þeg- ar brestur varð í loðnustofnin- um, um það leyti sem kvótakerf- ið var tekið upp, fengu loðnuskip uppbæt- ur í þorskkvóta og öðrum bol- nemur 1487 tonnum. „Af þessu spratt mikil öfund og næstu árin var tekinn af okkur kvótinn í skömmtum og án þess að sjáanleg rök væru fyrir því með hvernig var að skerðingum staðið. Á þessum árum átti sér stað eigna- upptaka sem er fínna orð yfir þjófnað," segir Ásmundur. Hann segir að með skerðingun- um hafi rekstur skipsins verið stór- skaðaður. „Þegar upp var staðið var búið að skerða kvótann okkar þannig að einungis voru eftir 156 þorskígildi. Þá var okkur boðið að skipta á þeim kvóta og 250 tonna rækjukvóta," segir hann. Asmundur sló til og í fram- haldinu keypti hann rækjuverk- smiðju á Árskógssandi. Árið 1990 seldi Ásmundur sinn hlut í Þórs- hamri. Að hluta var ástæðan hjónaskilnaður sem Ásmundur gekk í gegnum. „Ég var kvæntur Ég var kvæntur kell- ingu sem vlldi skilja og fá peninga út úr fyrirtækinu„ kellingu sem vildi skilja og fá pen- inga út úr fyrirtækinu," segir hann. Þá hafði verðmæti skipsins dregist saman um það sem nam kvótaskerðingunni. Ásmundur áætlar að á núvirði nemi rýrnunin 500 milljónum króna. „Þegar ég seldi var hlutur minn orðinn verðlítill. Það var misjafn- lega farið með útgerðarmenn enda var kvótinn settur á fyrir þá sem vantaði veð. Nú vil ég að þeir sem lentu í svipuðum sporum og ég stofni með sér samtök hinna sviknu í sjávarútvegi. Með réttu ætti ég að fá skaðabætur upp á 500 milljónir króna. Ég vil að allir sem standa í svipuðum sporum berjist fyrir rétti sínum og myndi með sér samtök," segir Ásmund- ur. Hank Marvin, einn merkasti gítarleikari heims, mætir með Fenderinn Gítarsveitin Shadows kemur til landsins Varað við ísingu Tólf ökumenn á Suður- lands- og Þykkvabæjarvegi vom í vikunni kærðir fyrir of hraðan akstur og vom flestir þeirra á yfir 120 km hraða og sá sem hraðast ókvarmældurá 131 km/klst. í svartamyrkri í Kolavatnsmýri. Lögreglan á Hvolsvelli segir að það gefi augaleið að þetta sé alltof mikill hraði í ljósi þess að myrkur er nú á kvöldin og ffarn á morg- uninn auk þess sem búast má við ísingu á yfirborði vega þegar þessi árstími er kominn. Shadows mun leika í Kaplakrika 4. maí næstkomandi. Þetta hefur DV nú fengið staðfest hjá Einari Bárðarsyni tónleikahaldara. Tónleikar Shadows em liður í ferðalagi sveitarinnar um Evrópu en héðan heldur hún til Bms- sel þar sem búið er að bóka tónleika 7. maí. Til íslands koma þeir frá Dan- mörku. Vart þarf að kynna þessa sögu- frægu hljómsveit. Þeir em þekktir fyrir sitt sérstæða og ljúfa gítarrokk og hlýt- ur sólógítarleikari hljómsveitarinnar, Hank Marvin, að teljast eitt af stóm nöfnum rokksögunnar. Shadows varð fræg á bítlaárunum bæði fyrir eigin plötur og einnig sem hljómsveitin sem Cliff Richard studdist við þegar hann var að koma sér á toppinn. DV greindi frá því fýrir nokkm að Laugardalshöll verður lokuð næsta sumar vegna breytinga. Þetta hefur sett fýrirætlanir hinnar vaxandi stéttar tónleikahaldara á íslandi í uppnám. Concert ehf., fýrirtæki Einars Bárðar- sonar, hefur leitað logandi ljósi að húsi sem gæti þjónað þessu hlutverki. Kaplakriki, íþróttahús hinna ný- krýndu íslandsmeistara FH-inga í Hafnarfirði kemst næst því að geta þjónað því hlutverki sem Laugardals- höllin hefur gegnt. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefhi íslend- inga allra, einkum í ljósi þessarar sprengju sem orðið hefur í innflutn- ingi ýmissa tónlistarmanna, hvort þetta ástand geti talist boðlegt. „Ég hef á vissan hátt skiling á lok- uninni sem slíkri og þá því sem vinnst með breyttri og betri Höll. En hjá því verður vart litið að Laugardalshöll er eina „tónlistarhúsið" okkar og varla í önnur hús að venda. En Consert verð- ur ekki lokað þótt Laugardalshöllin sé það og Kaplakriki er ekki slæmur kost- ur,“ segir Einar Bárðarson og ber sig vel sem fyrri daginn. jakob@dv.is Hank Marvin Eittafstóru nöfnunum þegar talað er um gítar og gítarsound I rokkinu. Þessi maður verður á svið- inu IKaplakrika í maimánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.