Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 15 Hrjótandi hundur borinn út Mastiff-hundur í borginni Cluj í Rúmeníu hefur verið borinn út af heimili sínu sökum þess að hann hraut of hátt. Hundurinn heitir Sumo og hefur unnið til verðlauna á sýningum. Það voru næstu nágrannar sem kvörtuðu til yfirvalda sökum hávaðans í hrotunum. Yfirvöld mældu hroturnar og reyndust þær 32 desibel. Því var ákveðið að bera Sumo út. Eigandi hundsins, Attila Varga, er síður en svo ánægður með þessa niðurstöðu og hefur ákveðið að áfrýja útburðarúrskurðinum. Attila segir Sumo sérstakan hund sem sofi í rúmi hans og Attila skilur ekki kvörtunina. Sumo hafi aldrei haldið vöku fyrir honum. Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. HAUSTTILBOÐ Full búð af nýjum vðrum fyrir hunda, ketti og ðnnur gæludýr. 30% afsl. af ötlum vörum Mán. föstd. 10-18, laugard. 10-16, sun 12- 16. Tokyo, Hjallahrauni 4. Hfj. S. 565 8444 Garpur er týndur Kötturinn Garpur hefur ekki sést sfðan 16. september en hann á heima á Brekkustfg 19 í Vesturbæ Reykja- víkur. Hann er Ijósgrár, bröndóttur, með hvítar loppur og bleika snoppu. Hann er eyrnamerktur nr. 381 og með græna hálsól. Garpur er frekar stór og auðþekkjanlegur á stórum plástri á skotti sfnu. Hans er sárt saknað og ef einhver veit um ferðir hans, vinsamlegast hafið samband við Ingu Dagmar í síma 847 1118 eða 553 9077. TýndiPöu dyrinu pínu? Það kemur aiitaffyrir annað slagið að gæludýrin okkar týn- ast og koma ekki heim aftur þegar þeirra er vænst. Öll þekkj- um við óttann og örvæntinguna sem grlpur mann undir slíkum kringumstæðum. Til að minnka áhættuna er númer eitt tvö og þrjú að hafa dýrin merkt með aðgengilegum upplýsingum. Oft dugar það ekki til en það þarf ekki að taka fram hve það er mikilvægt að vera með vel girt- an garð og gæta þess að hafa alltafmillihurðir lokaðar ef menn eru með hund. Efhundur- inn tapast þá er um að gera að hringja strax í hundaeftirlits- manninn á svæðinu og lögregl- una og láta vita áður en hann hefur verið færður að Leirum. Erfíðara er með kisurnar, fugl- ana og kanínurnar en eigi aö siður er hægt að hringja I lög- regiuna þvi oft er komið með týnd dýr þangað. Kettirnir fara á Kattholt og þar eru óskilakettir settir beint inn á heimasiðuna kattholt.is og þar er lika hægt að auglýsa eftir þeim. Nú, svoer að augtýsa arnir líða og kalla útleitar- flokka vina og ætt- ingja. Það hefur oft reynst vei. Kettling vantar heimili Þessi kisa er ein þeirra sem búa I Kattholtiog enginn telur sig eiga eða vill afhenni vita. Hún er blið og yndisleg og vantar sáriega gott heimili sem allra fyrst. Þeir sem telja sig geta veitt henni það sem hún þarfn- ast og eru tilbúnir til að gefa af sér, geta talað við Sigríði í Katt- holti og falast eftirhenni. Kötturinn Miles missti annan framfót við herðablað en það virðist ekki há honum mikið. Ótrúlega mikill karakter, skemmtilegur og mannelskur eftir aðgerðina. VeiÉir í btflnr fóim „Við tókum eftir því í desember í fyrra að Miles steig ekki í fótinn en þegar betur var að gáð þá voru engin ummerki um sár,“ segir Björg Bjarnadóttir eigandi ofur- kattarins Miles sem aðeins hefur þrjá fætur og plummar sig vel. Björg fór strax með hann til dýralæknis í Garðbæ og Hanna Arnórsdóttir tók við honum til rannsóknar. „Hann var lagður inn og rannsakaður en Hanna hringdi í okkur daginn eftir og sagði að hann væri illa brotinn fremst á loppunni. Aðeins væri um tvennt að ræða; taka af honum fótinn við herðablað eða leyfa honum að fara," segir Björg og bætir við að það hafi aldrei verið spurning. „Þrátt fyrir að aðgerðinni fylgdi kostnaður þá greiddum við það með ánægju ef það gat orðið til þess að Miles minn lifði og ætti möguleika á að lifa góðu lífi með aðeins einn fót." Það hefur komið á daginn og hann er ekki eftirbátur kattanna í kring sem fara ekki langt með hann. Björg segir að þau hafi verið dáh'tið hrædd um að aðrir kettir myndu ráðast á hann en sú hefur ekki orð- ið raunin. Hann veiðir flugur og einn daginn kom hann með fugl," segir hún og rifjar upp hve Miles var ótrúlega fljótur að ná tökum á að nota aðeins eina framlöpp. „Okkur finnst hann líka hafa breyst, hann er ljúfari og hændari að okkur enda var hann á sjúkrabeði hjá mér í Einhver hefði látiö Miles fara í þessum sporum „Ég get ekki séð að hann þjáist á nokkurn hátt eða fótleysið hamli honum, þviá að gefa dýrunum sjens." m ■ ríí'i síSsafevi''* nokkrar vikur á meðan hann greri sára sinna. Hann treystir okkur betur og á einhvern veginn meira í okkur eftir þetta," segir hún. Okkur finnst hann líka hafa breyst, hann er Ijúfari og hændari að okkur enda var hann á sjúkrabeði hjá mér í nokkrar vikur á meðan hann greri sára sinna. Miles hefur að undanfömu ver- ið að fóstra kettlinga heima en systir hans eignaðist fjóra litla fyrir nokkrn. Björg segir sérlega skemmtilegt að sjá hvernig hann ber sig við að halda utan um þá á meðan hann þvær þá. „Miles virð- ist vera búinn að ná sér fullkom- lega eftir þetta og veitir okkur mikla gleði og ánægju," segir Björg. Sjötíu kisur í Kattholt á einum mánuði Nítján kisur komust heim aftur í ágústmánuði komu sjötíu kisur í Kattholt en það er ótrúlegur fjöldi á einum mánuði. Sigríður Heiðberg segir þennan fjölda sýna svart á hvítu hvað kattaeigendur em í raun kærulausir um dýrin sín. Það má einnig spyrja hvar allar þessar kisur væm ef ekki væri staður eins og Kattholt en þar er starfsfólk alltaf reiðubúið að taka við dýrunum. Af þessum sjötíu kisum vom nítján sóttar af eigendum en tíu fegnu ný heimili. Tíu söfnuðust til feðra sinna af ýmsum ástæðum, en margar kisur em í mjög slæmu ásigkomulagi þeg- ar komið er með þær og í raun ekk- ert annað fyrir þær að gera en leyfa þeim að sofna svefninum langa. Þrjátíu og fjórar em enn í Kattholti og bíða þess að eigendur þeirra sæki þá eða eitthvað gott fólk komi og veiti þeim heimili til frambúðar. Sigríður segir að tími sé kominn til að kattahald á höfuðborgarsvæð- inu verði tekið föstum tökum. Ef vel eigi að vera þurfi að skylda fólk til að skrá hvern kött, örmerkja og greiða af honum gjald. Fyrr verði þessi mál ekki í lagi og engum til hags að hafa ástandið eins og það Þessar eru t eigo heimili og vel er um pær hugsaö en yfir helmingur þeírro kalta sem koma í Katt holt er ekki svona heppinn. Pekinghundur bjargar eiganda sínum frá birni Sauðahirðir í Rúmeníu á litla peking-hundinum sfnum lífið aö launa eftir að hundurinn bjargaði honum úr klóm skógarbjamar sem réöist óvænt á hairn. Petre Preda var að líta eftir fé sínu ná- lægt Magurii Casunului þegar bjöminn kom allt í einu æðandi að honum úr skógarþykkni. Petre lagði á flótta en féll og fótbrotnaði. Hann hélt að sín síðasta stund væri upp runnin þegar hundurinn greip til sinna ráða og réðist á bjöminn. Með því að áreita bjöm- ixm tókst hundinum að fá hann til að elta sig aftur inn í skógar- þykkniö. Um klukkutíma síðar kom hundurinn aftur óskaddaður til Petre. Vegna þessa atburðar hefur Petre ákveðið að hundur hans skuli heita Bjöm hér eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.