Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2004, Blaðsíða 31
DV Siðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 31 Skipan hæstaréttardómara Hæstiréttur íslands er einn af hornsteinum íslenskrar stjórnskip- unar. Um skipan dómara í réttinn verður því að ríkja almenn sátt. Undanfarin ár hefur ríkt mikill órói í kringum skipan dómara sem hefur dregið úr virðingu hans. Tvennt hef- ur einkum verið gagnrýnt. í fyrsta lagi að niðurstaða um hver er skip- aður kunni að ráðast af geðþótta- sjónarmiðum dómsmálaráðherra og hitt að hæfismat og forgangsröðun Hæstaréttar á umsækjendum kunni að taka mið af því hverjir sæki um hverju sinni. Núverandi fyrirkomulag Það fyrirkomulag sem tíðkast hér á landi við skipan hæstaréttardóm- ara hefur gefið þeirri umræðu byr Lúðvík Bergvinsson vill fara nýja leið við skip- an hæstaréttardómara. undir báða vængi að skipað sé í rétt- inn pólitískt. Þá hefur því verið haldið fram að umsögn hæstarétt- ardómara taki mið af því hverja þeir vilji sjá í réttinum og hverjum þeir vilji vinna með. Það væri fásinna að halda því fram að það skipti ekki máli fyrir ríkisstjórn, eða dómara, hverjir setjast í réttinn. í þessu sam- hengi má minna á að deilur hafa lengi verið uppi meðal lögfræðinga, bæði hérlendis og erlendis, um það hversu langt dómstólar geta farið inn á svið löggjafans og endurskoð- að ákvarðanir hans. Ný aðferð Samfylkingin hefur lagt fram hugmyndir um hvaða aðferð eigi að nota við að skipa í réttinn. Þær ganga út á að forsætisráðherra geri tillögu til Alþingis um hvern skipa skuli í réttinn. Þegar forsætisráð- herra hefur ákveðið hvern hann hyggst tilnefna skal hann tilkynna forseta Alþingis um tilnefningu sína. Tillögu ráðherra skal vísa til meðferðar í sérnefnd skv. 32. gr. laga um þingsköp Alþingis sem kjósa skal til að fjalla um tilnefningu ráðherra. Nefndin skal fjalla um Það fyrirkomulag sem tíðkast hér á landi við skipan hæstaréttardómara hefur gefið þeirri um- ræðu byr undir báða vængi að skipað sé í réttinn pólitískt. hæfni þess sem tillaga er gerð um og skila skýrslu með mati sínu innan fjögurra vikna frá því að hún fær til- löguna til umfjöllunar. Sá skuli skip- aður í réttinn sem hlýtur 2/3 hluta greiddra atkvæða á Alþingi. Kostir og gallar Kostimir við að fara þá leið sem Samfylkingin hefur lagt em margir. í fyrsta lagi að meiri sátt myndi ríkja um skipan í réttinn um leið og virð- ing fyrir réttinum myndi aukast. í öðm lagi færi umræða um kosti og galla viðkomandi dómara fram fyrir opnum tjöldum. Það væm meiri lík- ur til þess að fagleg sjónarmið réðu för við skipan dómara því öll um- ræðan færi fram fyrir opnum tjöld- um. Helstu gallarnir væm að ein- hverjir hæfir einstaklingar kunna að heykjast á því að sækjast eftir emb- ættinu vegna hinnar opinbem um- ræðu. Það breytir ekki því að hvaða leið sem farin verður hefur ein- hverja galla, en mikilvægast er að sú aðferð leiði til aukinnar virðingar fyrir dómstólum landsins og Hæsta- rétti. Það á að vera útgangspunktur málsins þegar aðferð við skipan dómara í Hæstarétt fslands er ákveðin. Hvað segir mamma „Mér finnst sonur minn standa sig vel sem þingmaður og vona bara að hann haldi áfram að vera sjálfum sér samkvæmur og heiðarlegur," segir Elín Þórjónsdóttir, móðir Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingis- manns Sjálfstæðisflokksins. „Ég legg mikið upp úr því að menn standi við orð sín og það hefur Sigurður Kári alltaf gert. Það má vera að hann sé ákveðinn en hann er sanngjarn. Sem krakki var hann aldrei frekur en setti sér ungur markmið og náði þeim yfirleitt. Varðandi tóbaksvarnar- lög þá veit ég það eitt að Sigurð- ur Kári hefur alltaf verið á móti tóbaksreykingum og ekki reykt sjálfur frekar en ég. En hann vlll að fólk fái sjálft að ráða því hvort og hvar það reykir. Pabbi hans reykti á tímabUi en það varð ekki friður á heimUinu fyrr en hann hætti.“ Siguröur Kári Kristjánsson alþingismaður er á móti sífeUd- um lagasetningum tíl höfuðs reykingafólki og segir það lýö- • Lögfræðinga- stéttin er öU í upp- námi eftir umsögn Hæstaréttar um umsækjendur um embætti dómara sem losnar þegar Pétur Kr. Hafstein hættir og fer að einbeita sér að hestamennsku og sagnffæði. Skipt- ast menn í tvennt. Mörgum finnst Hæstiréttur vera lokaður klúbbur sem vUji ekki óþekka menn eins og Jón Steinar Gunnlaugsson inn til sín. Aðrir hneykslast á Ólafi Berki Þorvaldssyni og ákvörðun hans að lýsa yfir sérstökum stuðningi við Jón Steinar. Mikið farg hvfiir nú á Geir H. Haarde settum dómsmála- ráðherra að skipa dómara. Tafið er ljóst að aUt verði vitlaust ef hann skipar símavin sinn, Jón Steinar... • Þingmenn í Framsóknarflokkn- um hafa lýst því yfir að það muni reyna á stjómarsamstarfið ef ráð- herra Sjálfstæðisflokksins gengur framhjá Eiríki Tómassyni og skipar Jón Steinar. Þó er talað um að ýmsir þurfi að éta ofan í sig, þar á meðal Bjöm Bjamason, ef Geir ákveður að skipa Eirík. Þess vegna sjá flestir sem málamiðlun að ráðherra skipi Stefán Má Stefánsson sem dómara. Stefán Már er hins vegar annar tveggja umsækjenda sem enga reynslu hafa af málflumingsstörfum enda þykjast menn nú sjá að miðað við aðferðina sem Hæstiréttur notaði við hæfnismatið að hæsta- réttarlögmenn eigi engan séns... • Stefán Már verð- ur 66 ára í október. Hann var metinn fremstur ásamt Eirfki Tómassyni en glöggir menn hafa veitt því athygli að áður hefur of hár aidur verið talinn umsækjendum tU trafala. TU að mynda var Jakob R. MöUer hæstaréttarlögmaður talinn vel hæfur til að verða dómari þegar Ingibjörg Benediktsdóttir var skip- uð en síðast féU hann úr þeim flokki vegna aldurs. Hann ákvað að sækja ekki um í þetta sinn vegna þess að hann væri of gamaU. Hann er þó yngri en Stefán Már og gæti nagað sig í handarbökin ef sá fær stöð- una... Öryggisleysi einbúa Pétur Pálmason, bóndi á Reykja- vöUum nærri Varmahlíð, hringdi: „Ég er 74 ára einbúi í Skagafirði og maður frá Sauðárkróki réðst á mig með kjafti, klóm og hnefum. Hann á Lesendur sumarbústað hér nálægt og sakaði mig um að kindumar mínar hefðu verið inni á lóðinni hans. Hann getur sjálfum sér um kennt því landið er ekki girt. Ég á ekki svona skUið. Ég var með vettlinga og kíki og var að Uta á mína hjörð, hreyfði mig ekki neitt og hann bara andskotaðist á mér. Ég svaraði þessu ekki en hann smásefað- ist og fór burtu. Hann hefur ekki látið sjá sig síðan. Það þýðir líklega h'tið að Skagafjörður Einbúinn Pétur Pálmason I Skagafirði hafði samband og sagði hart að fá á sig árás. kæra. Það sér ekki á mér og við vorum bara tveir þama. Ég get ekki annað gert en að segja frá þessu, ég er einbúi og ekki skemmttiegt að eiga svona yfir höfði sér. Það er orðið helvíti hart ef bændur þurfa að ganga orðið vopn- aðir vegna svona manna." LATTU SJA ÞIG TexMex er lítill oe hlýlegur veitingastaður par sem OPIÐ Virka daga kl. u -14 S kl. 17 - 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 16 - 22 notalegt er að tylla sér niður. Langholtsvegi 89 -104 Reykjavik • Simi 588 7999 • texmex@texmex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.