Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 24
GrANGUR TUNGLS OG SÓLAR Á Í8LANDI.
í þriðja dálki hvcr.s mánaðar og í tðflanni á eptir Deeember-
mánnði er sýnt, hvað klukkan er eptir ísleuzkum meðaltíma,
þegar tunglið og sólin eru í hadegisstað í Reykjavík. En vilji
menn vita, hvað klukkan sje eptir íslenzkum meðaltíma, þegar
tunglið eða sólin er í hádegisstað á öðrum stöðum á íslandi, þá
verða menn að gera svo nefnda „lengdar-leiðrjetting“ á Reykja-
víkurtölunni. Verður hún 4- 4 mínútur fyrir hvert lengdarstig, sem
staðurinn liggur austar en Reykjavík, og -(- 4 m. lyrir hvert lengd-
arstig, sem staðurinn liggur vestar en Reykjavík, t. d. á Seyðisfirði
-i-32m., á Akureyri 4- 16 m., á ísafirði -|- 5 m. 28. Janúar er
tunglið t. d. í hádegisstað í Reykjavík kl. 7. 34' e. m.; sama
kveldið er bað þá í hádegisstað á Seyðisfirði kl. 7. 2', á Akureyri kl.
7. 18', á Isafirði kl. 7.39', alt eptir íslenzkum meðaltíma.
Á þeim tölum, sem sýna sólarupprás og sdlarlag, verða menn
auk lengdar-leiðijettinganna að gera ,,breiddar-leiðrjetting.“ Hún
verður á þeim stöðum, sem liggja 2° og 1° (stigi) norðar en
Reykjavík, sem hjer segir:
24. Jan. 21. Fehr. 20. Marts 17. Apr. 15. Maí
20 N. 4- 24m. 4-9m. Om. =F 9 m. 25 m.
10 N. -4- 11 m. -f- 4m. Om. T 4 m. p 11 m.
31. Júlí 28. Ág. 25. Sept. 23. Okt. 20. Nóv.
2»N. 4- 23 m. 7p 9 m. 0 m. ± 9 m. -4- 24 m.
1° N. 11 m. 4- 4m. 0 m. ± 4 m. ± llm.
og sýnir þá efra teiknið á undan tðlunum sólarupprás, en liið
neðra sólarlagið.
Sem dæmi má taka Akureyri, sem er 11/2 hreiddarstigi norðar
en Reykjavik;
20. Nóvember í Reykjavík s. u. 9. 15' s. 1. 3. 11'
lengdar-leiðrjetting 4-16 4-16
breiddar-leiðrjetting + 17 4-17
20. Nóvember á Akureyri s. u. 9.16' s. 1. 2.38'
eptir íslenzkum meðaltíma.
Um uppkomu og undirgöngu tunglsins er alment þetta að
segja: Kringum þann dag, er við stendur í 4. dálki hvers mán-
aðar „tungl lægst á lopti“, er tunglið, þegar það er í hádegisstað,
fyrir neðan sjóndeildarhringinn og kemur yfirleitt ekki upp. Kring-
um þann dag, er við stendnr „tungl hæst á lopti", er tunglið,
þegar það er í hádegisstað, hjerumbil 54 stig fyrir ofan sjón-
deildarhringinn og gengur yfirleitt ekki undir. Viku á undan og
viku á eptir þessum dögum er tunglið hjerumhil 26 stig fyrir ofan
sjdndeildarhringinn, þegar það er í hádegisstað, kemur upp í austri
6 stundum áður og gengur undir í vestri 6 stundum síðar. 18.
September stendur t. d. „tnngl lægst á lopti“. Það merkir nú á
árinn 1912, að það hemur ekki upp þann dag, og þá líka heldnr
ekki daginn áður og á eptir.