Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 40
verið örðugust viðfangs. Pó er nú svo komið, að
einnig þar er mannlegri þekkingu sigurs von.
Þetta er nokkuð að þakka þeim mönnum, sem
almanakið flytur myndir at að þessu sinni.
Sven Anders Heíliii
svenski landkönnunarmaðurinn heimsfrægi, er fædd-
ur Stokkhólmi 19. febrúar 1865. Hann er bróðurson-
ur eins af merkustu stjórnmálamönnum Svía á öld-
inni sem leið, Sven Adolph Hedin, sem lengi var
ritstjóri »Aftonbladet«; framfaramaður hinn mesti.
Ættin er að góðu kunn meðal Svía og í henni margt
af mentuðu og efnuðu fólki. — Sven Hedin fékk
ágætt uppeldi og var þegar í æsku settur til náms.
Hann hefir sagt sjálfur frá einu atviki frá skólaárum
sinum, sem hefir ef til vill liaft mikil áhrif á líf hans.
Hann var 15 ára drengur, nýlega kominn í menta-
skóla, þegar Nordenskjöld kom heim úr hinni frægu
ferð sinni norðan um Asíu sjóleiðis. Hedin stóð á
hæð i Stokkhólmi, þar sem útsýn var mikil yfir
borgina og höfnina, og horfði ásamt vandamönnum
sínum á hinar hátíðlegu móttökur. Öll borgin var
dúðuð í flöggum og fánum og fólkið safnaðist saman
prúðbúið þangað sem helst var von um að sjá eitt-
hvað af allri dýrðinni. Allur herskipaflotinn létti
akkerum og sigldi í fögrum fylkingum út úr höfninni
til þess að fagna »Vega« — þessari litlu, isnúnu rann-
sóknarskútu, sem Nordenskjöld var á. Skipin voru
prýdd fánum frá hæstu húnum ofan á borðstokka
og fellin umhverfis höfuðstað Svía og undir honum
skulfu af skotadunum. Mitt í þessari skrautbúnu
skipaþvögu seig »Vega« áfram hægt og hægt inn i
höfnina. Þar beið konungur með föruneyti sínu til
þess að taka fyrstur manna við liinum fræga land-
könnuði, er hann stígi þar fæti á land. Líkar þessu
höfðu viðtökurnar verið í öllum löndum og álfum
heimsins, þar sem »Vega« kom við á heimleiðinni
(26)