Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 44
(Mansjúría, Mongolía og Tíbet). Sunnan að pví
liggja ýms ríki, svo sem Indland, Afganistan, Persía,
og lönd Tyrkja í Litlu-Asíu.
Áður en Sven Hedin hóf rannsóknarferðir sínar,
var pekking manna á pessu afskaplega hálendi öll
i brotum. Uppdrættir af pví voru allir skakkir og
víða í peim auðir flákar, par sem enginn vissi hvað
átíi að standa. Árnar voru markaðar á landabréfin
í sundurlausum spottum. Enginn vissi um upptök
peirra, enginn vissi hvað af peim varð. Menn höfðu
komið að peim hér og par, dregið pað upp, sempeir
náðu til, en hitt vantaði. Heila fjallgarða vantaði
alveg, eða stefna peirra og sambandi við aðra fjall-
garða var öll af handa hófi. Vegir um fjallaskörðin
voru gersamlega ókannaðir. Enginn vissi glögthvar
landamæri ríkjanna voru og hver átti petta, hver
hitt. Stöðugar landamæraprætur höfðu gengið milli
Englendinga og Rússa út af landamærum Afganistan
og Rússlands, Rússa og Kinverja út af austurlanda-
mærunum, og Rússa og Tyrkja aftur vestar á há-
lendinu. Hvað eftir annað lá við ófriði. Rússar
höfðu fært út kvíjarnar suður og austur á bóginn,
svo langt sem peim var írekast fært. Slegið pareign
sinni á stór, en strjálbygð, landflæmi og hálf-viltar
pjóðir. Þar höfðu peir komið upp sterkum landa-
mæravirkjum, áður en nágrannapjóðirnar áttuðu sig
á, hvað peir voru eiginlega að gera, höíðu par her-
vald og góða stjórn og voru alt annað en árennilegir.
Einkum var pað landspilda í miðri Asíu nálega, sem
Pamír heitir, sem var prætueplið. Rússar höfðu
hremt pað. Englendingar vildu ná í pað, Tyrkir
lika, en Kinverjar póttust eiga pað. Rússinn var pó
ekki á pví að sleppa pví og heldur pvi enn. Austan
við landamæri Rússa gekk alt á tréfótum. Þar hafði
maður verið á ferð fyrir skömmu, sem hét Jakub
Beg, tyrkneskur að uppruna (sjá Almn. síðastl. ár).
Hann stofnaði par stærðar ríki í beinni ópökk allra
(30)