Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 46
þeim áfram, veriö 2—3 ár í hverri ferð, og einungis
komið heim til sín i því skini að leggja fram árang-
urinn af rannsóknum sinum og tj’gja sig á stað í
nýjan leiðangur. Allar hafa ferðirnar stefnt að því,
að kanna austur-hálendi Mið-Asiu, frá vestur-Turkestan
alla leið austur í Kína, eða »löndin bak við Hima'
laj’a« (Trans-Himalaj'ja), sem hann nefnir þau í bók-
um sínum og landabréfum. A þessum ferðum hefir
hann farið yfir mikil fjall-lendis flæmi, þar sem eng-
inn vísindamaður hefir komið áður, fundið fjallgarða,
fjallvegi, stöðuvötn, dali og ár, sem allur hinn ment-
aði heimur hafði enga hugmynd um að til væri.
Fundið meðal annars uþþtök stórfljótanna Indus og
Bralimaþutra, sem renna út í Arabiskaflóann og
Bengalskafióann ogöllum voru áðurókunn. Fjallalandið
Tíbet heflr fram að þessu verið harðlokað fyrir öll-
um útlendingum, einkum þó Norðurálfumönnum
Hedin er fyrsti vísindamaðurinn sem um það hefir
ferðast og það í beinni óþökk þjóðarinnar. 1908
reyndi hann að komast dulklæddur til liöfuðborgar
ríkisins, Lahssa, hinnar heilögu borgar Vestur-Kín-
verja, en varð frá að hverfa fáar dagleiðir frá borg-
inni. Pá komst uþþ hver henn var og var hann rek-
inn vægðarlaust úr landi. Arið eftir sendu Englend-
ingar hersveitir frá Afganistan til Lahssa. Pær var
ekki eins auðvelt að gera aftureka. í þeirri ferö
neyddu Englendingar Tíbetsmenn til að opna landið
fyrir frjálsum viðskiftum og siðmenningu vestur-
þjóðanna. Kinverjar vörðu »hina heilögu« borg sina
sína aí mestu grimd, en Englendingar létu ekki und-
an síga. Enginn Norðurálfumaður hafði komið þang-
að á undan þeim.
Árangurinn af ferðum Sven Hedíns er ekkert
smáræði. Eftir hverja ferð hefir hann gefið út langar
og ítarlegar ferðasögur í tveim þykkum bindum með
fjölda af myndum og uppdráttum. Bessar bækur eru
þó fremur ætlaðar mentaðri hluta alþýðu og lýsa
(32)