Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 47
þær öllu, sem fyrir hann hefir boriö á ferðum hans,
svo að lesandinn ferðast með honum í huganum afl-
ar hinar löngu og erfiðu leiðir. Þessar bækur eru
gefnar út samtímis á 12 tungumálum og þykja i öfl-
um löndum hinir beztu gestir, Hedin segir skáldlega
og skemtifega frá ferðum sínum. Eftirtekt hans erein-
slök og hæfiieikinn tif að raða efninu, búa það við-
feidnum búningi og koma orðum að öllu svo að
frásögnin verði hvergi langdregin, hvergi þreytandi
og hvergi full mælgi eða endurtekningu, er mikiu
meiri, en menn eiga að venjast í ferðasögum vísinda-
manna. Yfir aiiri frásögninni er bjartur blær, ein-
hver yndisþokki, sem faðar að sér engu síður en
verk beztu skáida. Öllum, sem lesa ferðabækur Hed-
ins, iærist að þykja vænt um hann sjáifan.
Vísindalegi árangurinn er þó miklu meiri og dýr-
mætari, en auðvitað hafa ekki aðrir með hann að
gera en þeir, sem sérstaklega leggja stund á landa-
fræði, jarðfræði, náttúrufræði eða mannfraíði. Eftir
eina af hinum miklu ferðum sínum í fjallabeltinu
norðan við Himalayafjöllin lagði hann fram 173 landa-
uþþdrætti og í þeirri ferð hafði hann fundið 23 sölt
stöðuvötn, sem mönnum voru ókunn áður. I mann-
fræðilegu tilliti er árangurinn engu minni. Hann
hefir brotist áfram í löndum, sem þeir þjóðflokkar
byggja, sem aldrei hafa áður verið athugaðir vísinda-
lega, dvalið lijá þeim langdvölum, kannað trú þeirra
og siðu, ætterni, útlit ög likamsbyggingu og fært hin-
um mentaða heimi ótæmandi fróðleik i þessu efni.
Ur þessari vísindlegu starfsemi er auðvitað ekki
unnið enn til hlítar. Pað verður verk margra manna
og margra kynslóða. — 1903 veitti sænska rikisþing-
ið honum 75000 kr. til útgáfu bóka sinna og landa-
bréfa úr þeirri ferð, sem þá var ný afstaðin. Við
sama tækifæri var hann gerður að aðalsmanni í
föðurlandi sinu og látinn fá miklar árstekjur. Utlend
visindafélög hafa einnig stutt starfsemi hans rækilega
(33)