Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 48
með fjárframlögum og útlend ríki, einkum Rússland
•og enska stjórnin á Indlandi hafa greitt götu hans
af öllum mætti og jafnan haldið 3'flr lionum vernd-
arliendi sinni.
Pær þrautir og mannraunir, sem Sven Hedin
hefir ratað í á þessum ferðum sínum, eru ótrúlegar.
Pær líkjast meira tröllasögum en sönnum sögum.
Hvað eftir annað hefir hann legið úti upp á jöklum
í hríð og gaddi, miklu hærra yfir sjávarmál er hæstu
tindar Norðurálfunnar ná. Hann hefir kafað gulan,
fínan foksand Asiu-eyðimarkanna í brennandi, steikj-
andi sólskini og orðið að horfa á menn sína og vinnu-
dýr hniga niður máttvana af porsta og láta þar lífið.
Hann hefir lent í sandbyljum á þessum sömu eyði-
mörkum og orðið að láta skefla yfir sig og farangur
sinn. Hann hefir ferðast margar dagleiðir samfleytt
á reginhvítu hjarni, i suðurlanda-sólskini, — hálf-
blindur af snjóbirtu. Hann hefir orðið að þola þann
geisi-mikla mismun hita og kufda, sem fjdgja nótt
og degi í þessum löndum, þar sem enginn vindblær
frá hafinu nær til að milda foftið, 38 stiga hita á
daginn, 20 stiga kulda á nóttunni. Hann hefir orðið
að sitja hreyfingarlaus á fararskjóta sinum á fjall-
vegum, sem liggja yfir 20000 fet yfir sjó. Þarerloft-
ið svo þungt, að hjartað hlýtur að springa við hverja
minstu áreynslu. Ur einni slíkri fjallaför komst hann
aleinn lifandi af; allir fylgdarmenn hans hnigu í val-
inn og urðu þar eftir. Hann hefir orðið að velkjast
um hin miklu stöðuvötn í þessum fjallalöndum á
litlum segldúksbát og slarka j'fir beljandi jökulár,
sem enginn þekti vöð á. Nærri þvi daglega hefir
hann verið í lífshættu og oft mist góða og ötula
fylgdarmenn. Með dæmalausri karlmensku, hugrekki
og snarræði hefir hann brotist fram úr öllum þraut-
um — einhvernvegin. Ofan á alt þetta liefir bæzt
ógestrisni þeirra þjóða, sem liaun hefir heimsótt,
ýmugustur á honum sem njósnarmanni, hjátrú, hleypi-
(34)