Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 49
dómar og siðleysi fólksins, sem fyrir honum hefir
orðið, ótrygð sumra fylgdarmanna hans, stöðug bar-
átta við ræningjaílokka og villudýr o. s. frv. Þegar
á alt þetta er litið, líkist það góðu æíintýri, að Sven
Hedin skuli enn þá vera til meðal lifandi manna.
Sven Hedin er lang frægasti ferðamaðurinn sem
nú lifir og líklega sem lifað hefir. Eftir hann liggur
miklu meira verk og miklu notasælla en eftir nokk-
urn annan landkönnunarmann. Með því einu, að líta
á hið mikla fjallabelti á iandabréfunum, yfir þvera
Asiu, hæsta fjallabelti heimsins, sem hann einn hefir
kannað og rannsakað, fær maður nokkra hugmynd
um mikilleik starfsemi hans, elju og óþreytandi kapp.
Það er ótrúlegt að nafn hans geti gleymst, meðan
himintindar Asiu standa fyrir augum hugsandimanna.
II
Ernest ShacUleton.
Lítið vita menn að vísu enn þá um Norðurheim-
skautalöndin, en cnn þá minna þó um löndin kring
um Suðurheimskautið. Þau hafa ekki verið rann-
sökuð af öðru eins kappi og Norðurheimskautsná-
grennið. Ef til vill kemur þetta til af því, að þau
liggja fjær menningarlöndunum og lengra er þangað
að sækja fyrir þá, sem lagt hafa á stað í heimskauta-
leitir. Samt er nú svo komið, að komist hefir verið
nær Suðurheimskautinu, en menn vita með vissu að
komist hafi verið norður á við. Pað gerði ensk-
ur sjóliðsforingi, kornungur maður, Ernest Shackfe-
ton að nafni, árið 1908.
Svo hagar til í nánd við Suðurheimskautið, að
þar eru lönd mikil þakin jökli. Ilafa menn rekist á
strendur þeirra til og frá hringinn í kring um heims-
skautið, en annars eru þau sama sem ókönnuð með
öllu. Þó vita menn, að á þessum löndum eru fjöll
mikil og sum þeirra eldfjöll. En alt er þar jöklum
(35)