Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 50
orpið. ísbreiðurnar á sjó og landi ná miklu lengra
ut frá Suðurskautinu en Norðurskautinu.
Arið 1901—02 gerðu Englendingar skip út til rann-
sókna við suðurskautið. Fyrir peirri för var maður
nokkur að nafni R. Scott. Þótti verða allmikill ár-
angur af peirri för og vasklega fram gengið. í peirri
för var Shackleton. Fékk hann pá pegar allmikið
orð á sig fyrir röskleik og ráðsnild. Undir eins eftir
heimkomu sína tók hann að húa sig undir nýjan
leiðangur suður í heimskautalöndin og á nýársdag
.1908 lét hann í haf frá Nýja-Sjálandi. Skip hans hét
»Nimrod« — eítir kóngi peim, sem sagt er að bygt
hafi Babelsturninn — traust seglskip, bygt fyrir ís-
hatsferðir, en pó orðið fertugt að aldri.
Pað var frábrugðið venjulegum útbúnaði í pess-
ari ferð, að smávaxnir hestar frá norðausturhluta
Asíu (Mansjúríu) voru hafðir í stað hunda til að
draga sleða og bifreið var búin út með skíðum undir
framhjólunum, sem átti að renna yfir hjarnið.
Fimtán manns voru í förunni, Áttu par ýmsar
greinar náttúruvísindanna fulltrúa, svo sem jarðfrœð-
in, stjörnufræðin, veðurfræðin, dýrafræðin o. s. frv.
En Shackleton var formaður fararinnar.
Skipið náði höfn á Viktoriulandi, sem er ein af
ströndum suðurheimskautslandanna. Par bjuggust
menn um og biðu vorsins. Á meðan var landið
kannað og gengið upp á eldfjall mikið, Erebus að
nafni 13500 fet á hæð. Rað er alt jökli pakið. Gýgur-
urinn í pví er um 900 feta djúpur og rauk úr honum.
Síðan var ferðinni haldið áfram og stefnt á skaut-
ið. Bifreiðin reyndist vel á sléttum lagis, en á jökl-
um og ósléttum ís varð henni ekki við komið. Asíu-
hestarnir reyndust fráir og prautseigir, poldu kuld-
ann ágætlega og höfðu pann ómetanlega kost fyrir
heimskautafara, að peir komust af með lítið fóður.
Shackleton komst á 88° 17' (skautið er 90°); Átti hann
pá að eins ófarið að skautinu 1° 43', eða sem svar-
(36)