Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 54
Febrúar 1. Kappglíma í Rvík um Ármannsskjöldinn.
Sigurjón Pétursson vann hann.
— 18. Snjóflóð féll í Hnífsdal. Biðu 20 menn bana
og margir meiddust. Eignatjón metið um 10,000 kr.
— 26. Bjarni Jónsson kosinn prestur í Reykjavik.
— 28. Gerði ofsaveður víða um land, og gerði víða
mikinn skaða. í Revkjavík slitnuðu upp 7 fiski-
skip og skemdust sum peirra mjög. í Vestmanna-
eyjum og á ísafirði brotnuðu bátar og bryggjur.
Mars 1. Snjóflóð féll á Breiðabóii í Skálavik ytri við
Isafjarðardjúp. 4 menn biðu bana.
— 12. Friðrik Kristjánsson útbústjóri íslandsbanka
á Akurej'ri hvarf, og komust síðan upp stórkost-
leg fjársvik, er hann hafði gert sig sekan í. Hann
strauk til Ameríku.
— í þ. m. voru peir Ketill Ketilsson i Iíotvogi, Olaf-
ur Ketilsson á Kalmanstjörn og Jón Jónsson, skóia-
stj. í Kirkjuvogi sæmdir þýzku Arnarorðunni rauðu.
Apríl 20. Úr kennaraskólanum útskrifuðust 22.
— 30. Reglugerð sett fyrir styrktarsjóð barnakennara.
Maí 7.—8. Ofsaveður og stórhríð á Austurlandi. Fjár-
skaðar urðu þar víða.
— 12. »Dagur«, ísfirska blaðið, hætti að koma út.
—- 17. Brynjólfur Magnússon kosinn prestur að Stað i
Grindavík.
— 20. Prófreglugerð fyrir lærdómsdeild almenna
mentaskólans hlaut staðfestingu konungs.
— 20. Varð Metúsalem Stefánss. skólastj. Eiðaskólans.
— 26. Geir Zoéga kaupm. í Rvík haldið fjölment sam-
sæti á 80. afmælisdegi hans.
— 31. Skot úr landi á vélarbát við Öndverðarnes
vestra varð manni að bana.
Júní 4. Helmingur alþingismanna skoruðu á ráðherra
að kalla saman aukaþing, en hann neitaði með bréfi
til deildarforsetanna 8. s. m.
— 12. Íslandsglíma í Reykjavík. Sigurjón Pétursson
vann Grettisbeltið.
(40)