Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 63
Desember 2. Jóhann V. Heilmann, fyrv. kaupmaður
í Rvik (f. 15/n 1846).
— 15. Sigríður Jónsdóttir, ekkja Jakobs prests Bene-
diktssonar (f. i sept. 1826.)
— 18. Jón Christinn Stephansson dbrm., timburmeist-
ari á Akureyri (f. 25/io 1829).
— 22. Stefán Hallgrímsson, bóndi á Glúmsstöðum i
Fljótsdal.
— 23. Eiríkur Björnsson, bóndi á Karlsskála í Reyð-
aríirði (f. 20/s 1830).
— 25. Guðflnna Jónsdóttir, húsfrú í Gesthúsum á
Álftanesi (f. so/u 1869).
— 26. Jón G. Sigurðsson, b. á Laug í Biskupstungum.
— 30. Kristján Kröyer, bóndi á Hvanná á Jökuldal.
Slysfarir ogj skipströnd.
í janúar strandaði enskur botnvörpungur á Meðal-
landsfjöru. Einn maður druknaði.
Febrúar 3. Bóndi frá Selsskarði á Álftanesi varð úti.
— 13. Benedikt Diðriksson frá Kaldárholti varð úti.
— 28. Vélarbátur (»Argó« frá Hafnarfirði) fórst með
9 mönnum.
— í p. m. druknaði Björgvin Hallsson, frá Hrapps-
gerði í Fellum, i Lagarfljóti.
Mars 3. Jón Guðmundsson sjóm. í Rvík, druknaði á
Reykjavíkurhöfn.
— 4. Franskt seglskip strandaði á Stapavik undir
Ósfjöllum. Menn björguðust.
— 11. Barn i Rvík beið bana af byssuskoti.
— 16. Póstskipið »Laura« strandaði við Skagaströnd.
Menn björguðust og nokkuð af varningi.
— 30. Gufuskip fórst á Selvogsgrunni. Mönnum varð
bjargað.
Apríl 4. Enskt botnvörpuskip sökk fyrir sunnan land.
Skipverjar björguðust.
— 9. Sæmund Jóelsson úr Rvík tók út af fiskiskipi
og druknaði.
(49)