Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 65
— 19. Franskur botnvörpungur strandaði við Garð-
skaga. Menn björguðust.
— 20. Jóhann Einarsson af Akranesi féll út af vélar-
bát á Seyðisfirði og druknaði.
— í þ. ra. druknaði stúlkaí mógröf á Krossiá Berufj.str.
September 5. Björn Ólafsson Ólsen, málari á Akur-
eyri, beið bana við uppskipun.
September 17. forkell Guðmundsson, trésmiður úr
Bolungarvík, druknaði á ísaflrði.
— 29. Vélarbátur fórstviðBarðaströndmeð3mönnum:
Guðna Guðmundssyni, kaupm. Flatey, Pétri Haíliða-
syni úr Svefneyjum og Einari Daðasyni vélarstjóra.
I þ. m. strandaði enskur botnvörpungur á Bifs-
tanga á Sléttu. Menn björguðust.
í þ. m. réð sér bana Árni Sigfússon gagntr. í Snjóholti.
Október 3. Tveir Norðmenn druknuðu á Bvíkurhöfn.
— 14. Kristinn Jóhannsson, smiður úr Beykjavík,
druknaði í Norðurá við brúargerð.
— 19. iSigurjón Ketilson, járnsmiður á Seyðisfirði,
druknaði at vélarbát.
— 30. Bátur úr Fáskrúðsfirði fórst með 2 mönnum.
Nóvember 8. Gufubátur sökk á Siglufirði. Mannbjörg.
— í þ. m. Fórst þýzkl skip við Landbr. með allri áhöfn.
— í þ. m. Maður frá Flatatungu í Skagafirði beið
bana af byssuskoti á rjúpnaveiðum.
Desember 2. Jóhann Magnússon, bóndi á Hofsstöðum
í Helgafellssveit, réð sér bana.
— 12. Enskt botnvörpuskip strandaði við Meðalland.
Menn björguðust.
— 20. Hrólfur Jakobsson skipstjóri, fórst viðð. mann
á vélarbát frá ísafirði.
— 28. Gufuskip rak á land í Hafnarfirði og liðaðist
alt sundur, 5 skipverjar druknuðu.
— í þ. m. hvarf kona frá Kálfhaga í Flóa og fanst
síðar örend. Jóhatin Kristjánsson.
(51)