Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Síða 66
Arbók útlanda.
Árið 1910 heíir verið óvenju-viðburðafátt út um
heim. — Það hefir verið friðsemdarár bæði innan
ríkja og milli ríkja. Engar styrjaldir hafa gengið, svo
að orð sé á gerandi. Stjórnarfarsbreyting hefir orð-
ið á tveim stöðum: Montenegró, sem verið hafði
furstadæmi, var gert að sjálfstæðu konungsríki á frið-
samlegan hátt og með sampykki nágrannaríkjanna,
en konungsríkið Portúgal, gert að lýðveldi. Pað var
gert með uppreisn, sem lengi hafði verið í undir-
búningi og var svo vel undirbúin pegar til fram-
kvæmda kom, að engin vörn var af konungs hálfu.
Orusta stóð að eins fáar stundir á strætum í Lissabon.
Ráðherra- og ráðaneytis-skifti hafa víða orðið.
Meðal stórtíðinda ársins má telja pað, að dæma-
lausir vatnavextir gerðu stórtjón á Frakklandi. Áin
Signa flæddi um götur Parísar í margar vikur og
varð víða alt að 40 feta dýpi á götunum. Tjónið í
Parísarborg einni var lauslega áætlað um milliard
(1,000,000,000) kr. að minsta kosti. Aðrar stórár á
Frakklandi og víðar flæddu álíka mikið, pó að tjónið
aí pví yrði ekki eins gífurlegt.
Osjúkt og mannheilt má heita að verið hafi á
árinu víðast hvar um heim. Pó gaus upp kólera á
orustusvæðinu par sem Rússar og Japansmenn börð-
ust íyrir nokkrum árum, og breiddist paðan út um
Kína og austurhluta Rússlands og var mjög mann-
skæð um tíma. Hún barst til nokkurra staða í Norð-
urálfunni, en var par heft með samgöngubanni.
Slysasamt hefir verið á árinu víða um lönd,
námuslys og járnbrautarslys óvenju-tíð. Auk peirra
hafa náttúruviðburðir gert nokkurt tjón. Etna tók að
gjósa á árinu og veitti hraunflóði á bygð lönd og
blómleg, og skógareldar geisuðu með meira móti i
Norður-Ameriku.
(52)