Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Page 68
Júni 1. Frumvarp til laga um innlimun Finnlands i
Rússaveldi lagt fyrir Dúmuna.
— 7. Jarðskjálfti gerir mikið tjón á Mið-Ítalíu.
— 8. 230 járnbrautarpjónar i París gera verkfall. —
(Stjórnin kúgar verkfallið á skömmum tíma með
meiri hörku og snarræði, en dæmi eru til áður í
sögu verkíallshreyfinganna).
— 13. Skrifstofa blaðsins »Montreal Herald« brennur.
40 manns farast, 70 særast.
— 18. Járnbrautarslys á Frakklandi. 18 menn farast,
30 særast.
— 24. Loftskipið »Zeppelin VII« flýgur tvisvar frá
Driisseldorf yfir Rínarhéruðin, í fyrra skiftið
með 20 farþega, en i síðara skiftið með 30.
Júli 4. Innlimunarlög Finnl. staðfest af Rússakeisara.
— 5. Róstur miklar milli hvítra manna og svartra í
Suðurríkjum Bandarikjanna; mörg mannvíg.
— 7. Flugmót í Rheims. Latham vinnur hæstu verðl.
— 22. Afarmiklir skógareldar geisa í norðvesturhluta
Bandarikjanna.
Ágúst 8. Kólera tekur að geisa í Rússaveldi.
— 9. Borgarstjóra New-York sýnt banatilræði á þýzku
flutningaskipi á Atlandshafi.
— 14. Mikill hluti heimssýningarinnar i Brusselbrenn-
ur. Tjónið nemur mörgum tugum miljóna.
— 15. Afarmiklir vatnavextir í Japan. Yfir 4000 hús
skolast burtu, um 1000 manns farast.
— 28. Montenegró verður konungsriki.
September 1. Alþjóðafundur jafnaðarm. hefst í Khöfn.
— 6. Frú Curie, frönsk visindakona, skýrir frá, að
sér hafi tekist að einangra geislaefni (radium).
— 10. Opinberar skýrslur á Rússlandi telja 74000
mannslát úr kóleru og 145,000 sjúkdómstilfelli.
— 14. Loftskipið »Zeppelin VII« brennur.
— 18. Járnbrautarslys í París. 25 enskir ferðam. farast.
— 23. Marconi sendir þráðlaus skeyti 3,500 sjómílur
yfir Atlandshafið.
(54)