Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Side 76
legir, meö pví, að búa til falska peninga sjálfir, eða
kenna pað öðrum. En pessi hætta hvarf að mestu,
pegar mjög fínar og dýrar vélar voru fundnar upp
til að móta peninga í, pví pað var ofvaxið fátækling-
um, að eignast slíkar vélar, til pess að hafá pær til
smíða á fölskum peningum.
Hreint gull er aldrei haft í peninga, pví pað er
svo mjúkur og linur málmur, að við brúkun mundu
peir slitna íljótt og eyðast. Er pví vanalegast hafður
V10 af harðara málmi saman við gullið, og pó slitnar
gullið svo við brúkunina, að Frakkar reikna sér, að
peir tapi 100,000 írönkum af hverjum milliarð franka
sem eru í umferð manna á milli. Eeir reikna, að í
umferð sé af peirra gulli 6 milliarðar, og peir pannig
tapi árlega á sínu gulli 600,000 frönkum.
Af pessum ástæðum reyna flest ríki að spara
gullið, með pví að gefa út pappírspeninga (seðla))
sem eru i umferð meðal manna, en svo er gullið
látið liggja seðlunum til tryggingar í fjárhirzlum
ríkjanna og bankanna. Þó pað kosti nokkuð að búa
til peningaseðla, nemur pað minna en slitinu á gull'
inu, sé pað altaf á ferðinni í viðskiftum manna.
í*ótt gullið liggi i fjárhirzlunum, er pað eigi að siður
verðmælir í flestum löndum, silfur i fáeinum ríkjuru-
Ógrynni af málmpeningum er á ferð og ílugi i
heiminum til að greiða viðskifti manna, en pó er
vafalaust borgað miklu meira en pví nemur í öllum
stórviðskiftum með bankaseðlum og vixlum.
í ýmsum löndum er svo reiknað að 1 kíló (2pd-)
af gulli sé í Frakklandi og Belgíu 3444 fr. 44 centim,
í Hollandi 1633 gylden 44 centim, á Englandi 136 £
57/ioo, í Austurríki 3280 krónur, í Danmörku, Svíaríki
og Noregi 2480 krónur, á Rússlandi 1291 rúíla 68
kópek, í Bandarikjunum 664 dollarar 62 cent.
Tr. G.
(62)